Bergmál frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Locarno Andri Eysteinsson skrifar 17. júlí 2019 11:56 Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla. Mynd/Aðsend „Ég er fyrst og fremst stoltur af samverkafólki mínu sem hefur vaðið eld og brennistein til að gera Bergmál mögulega,“ segir Rúnar Rúnarsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Bergmál sem valin hefur verið til þess að keppa í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í Sviss sem fram fer í ágúst. Bergmál mun keppa þar um Gyllta Hlébarðann, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veit eru á hverju ári. Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla. Bergmál er ekki fyrsta kvikmynd Rúnars sem tekur þátt á helstu kvikmyndahátíðum heims en mynd hans „Síðasti Bærinn“ var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2006 og myndir hans hafa tekið þátt á hátíðum eins og Cannes, Toronto, Sundance og San Sebastian svo nokkrar séu nefndar. Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus framleiðslufyrirtæki myndarinnar, segir frumsýninguna á hátíðinni vera mikinn heiður. „Bergmál er listrænt djörf en á sama tíma einstaklega falleg og manneskjuleg mynd sem sameinar svo margt. Húmor, sorg og fegurð. Ég leyfi mér að fullyrða að aldrei hefur verið gerð önnur eins kvikmynd, hvað þá jólamynd” segir Lilja Ósk. Undirbúningur að Bergmáli byrjaði að fullu árið 2018 en þá var verkefnið valið fyrst íslenskra verkefna til að taka þátt í Cannes Atelier, sem er fyrir kvikmyndir í fjármögnun og er partur af aðalhluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.Síðan þá hefur verið mikill áhugi fyrir myndinni sem nú um ári seinna, hefur ný lokið eftirvinnslu.Franska fyrirtækið Jour2féte sér um sölu og dreifingu erlendis en Sena sér um dreifingu á Íslandi.Bergmál fer í almennar sýningar fyrir komandi jól. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst stoltur af samverkafólki mínu sem hefur vaðið eld og brennistein til að gera Bergmál mögulega,“ segir Rúnar Rúnarsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Bergmál sem valin hefur verið til þess að keppa í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í Sviss sem fram fer í ágúst. Bergmál mun keppa þar um Gyllta Hlébarðann, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veit eru á hverju ári. Bergmál er kvikmynd þar sem örsögur úr samtímanum fléttast saman á ljóðrænan hátt og mynda samtímaspegil frá Íslandi í aðdraganda jóla. Bergmál er ekki fyrsta kvikmynd Rúnars sem tekur þátt á helstu kvikmyndahátíðum heims en mynd hans „Síðasti Bærinn“ var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2006 og myndir hans hafa tekið þátt á hátíðum eins og Cannes, Toronto, Sundance og San Sebastian svo nokkrar séu nefndar. Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus framleiðslufyrirtæki myndarinnar, segir frumsýninguna á hátíðinni vera mikinn heiður. „Bergmál er listrænt djörf en á sama tíma einstaklega falleg og manneskjuleg mynd sem sameinar svo margt. Húmor, sorg og fegurð. Ég leyfi mér að fullyrða að aldrei hefur verið gerð önnur eins kvikmynd, hvað þá jólamynd” segir Lilja Ósk. Undirbúningur að Bergmáli byrjaði að fullu árið 2018 en þá var verkefnið valið fyrst íslenskra verkefna til að taka þátt í Cannes Atelier, sem er fyrir kvikmyndir í fjármögnun og er partur af aðalhluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.Síðan þá hefur verið mikill áhugi fyrir myndinni sem nú um ári seinna, hefur ný lokið eftirvinnslu.Franska fyrirtækið Jour2féte sér um sölu og dreifingu erlendis en Sena sér um dreifingu á Íslandi.Bergmál fer í almennar sýningar fyrir komandi jól.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein