Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 19. júlí 2019 13:56 Nýjar vikutölur voru birtar á miðvikudagskvöldið á vef Landssambands Veiðifélaga yfir veiðina í laxveiðiánum og það sýnir vel hversu erfið staðan er. Það sem helst er að gerast er að Eystri Rangá er að taka vel við sér eins og hún gerir venjulega um miðjan júlí en heildarveiðin í ánni er komin í 685 laxa og það er mikið af laxi að ganga í ánna. Urriðafoss er komin í 560 laxa og þar er veiðin nokkuð jöfn og góð en þar er farið að bera meira á smálaxi sem gleður marga. Miðfjarðará er búin að gefa 370 laxa en þar eru veiðimenn að glíma við mjög erfiðar aðstæður í vatnsleysinu sem plagar margar árnar á landinu. Ytri Rangá er komin í 291 lax og þar er líka aðeins að lifna yfir veiðinni en fyrstu smálaxagöngurnar eru farnar að sýna sig í ánni. Blanda er svo í fimmta sæti á listanum með 261 lax sem er langt frá þvi sem veiðimenn þar eiga að venjast. Tölurnar úr ánum á vesturlandi eru áfram lágar og endurspegla skort á smálaxi í ánum en aðallega vatnsleysi sem er orðið svo slæmt að árnar margar hverjar renna varla milli hylja. Það er því miður ekki útlit fyrir rigningu af þeirri stærðargráðu sem þarf til að breyta þessu í bráð svo það verður alla vega erfitt í næstu sjö til tíu daga í þessum ám. Mest lesið Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Léleg vorveiði í Bretlandi og Skotlandi Veiði 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Stórlax á land á land á urriðasvæðinu neðan virkjunar Veiði 23 laxar í fyrsta hollinu í Miðfjarðará Veiði Óvenju góður júní í Hítará Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði
Nýjar vikutölur voru birtar á miðvikudagskvöldið á vef Landssambands Veiðifélaga yfir veiðina í laxveiðiánum og það sýnir vel hversu erfið staðan er. Það sem helst er að gerast er að Eystri Rangá er að taka vel við sér eins og hún gerir venjulega um miðjan júlí en heildarveiðin í ánni er komin í 685 laxa og það er mikið af laxi að ganga í ánna. Urriðafoss er komin í 560 laxa og þar er veiðin nokkuð jöfn og góð en þar er farið að bera meira á smálaxi sem gleður marga. Miðfjarðará er búin að gefa 370 laxa en þar eru veiðimenn að glíma við mjög erfiðar aðstæður í vatnsleysinu sem plagar margar árnar á landinu. Ytri Rangá er komin í 291 lax og þar er líka aðeins að lifna yfir veiðinni en fyrstu smálaxagöngurnar eru farnar að sýna sig í ánni. Blanda er svo í fimmta sæti á listanum með 261 lax sem er langt frá þvi sem veiðimenn þar eiga að venjast. Tölurnar úr ánum á vesturlandi eru áfram lágar og endurspegla skort á smálaxi í ánum en aðallega vatnsleysi sem er orðið svo slæmt að árnar margar hverjar renna varla milli hylja. Það er því miður ekki útlit fyrir rigningu af þeirri stærðargráðu sem þarf til að breyta þessu í bráð svo það verður alla vega erfitt í næstu sjö til tíu daga í þessum ám.
Mest lesið Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Léleg vorveiði í Bretlandi og Skotlandi Veiði 100 fiskar á land fyrsta daginn Veiði Mikið af ref á veiðislóðum Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Stórlax á land á land á urriðasvæðinu neðan virkjunar Veiði 23 laxar í fyrsta hollinu í Miðfjarðará Veiði Óvenju góður júní í Hítará Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði