Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Karl Lúðvíksson skrifar 19. júlí 2019 15:00 Það er slegist um bleikjuna Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Það er oft á tíðum mikið fjölmenni veiðimanna við Þingvallavatn og stundum er staðan þannig að það er ansi umsetið á bestu stöðunum. Annað er þó öllu leiðinlegra en Veiðivísir hefur fengið nokkur bréf í sumar þar sem kvartað er undan framkomu veiðimanna við vatnið og þá sérstaklega í Þjóðgarðinum. Staðan er þannig að það hefur í nokkur skipti legið við að hendur létu skipta þegar ósætti varð milli manna á veiðistöðum. Ástæðan fyrir þessu er sú að undanfarnar vikur hefur ákveðinn hópur manna við vatnið sótt mikið ákveðna staði og þrátt fyrir að einhver sé á staðnum planta þeir sér sem næst honum, oft fleiri en einn, gagngert til að bola honum í burtu. Oft er kastað viljandi yfir flugulínur og mönnum gert erfitt fyrir þangað til viðkomandi veiðimaður gefst upp og fer. Í alla vega tveimur tilfellum þurfti að ganga á milli manna þar sem menn voru ekki par sáttir við þessa framkomu. Þjóðgarðsverði hefur verið sent bréf þar sem spurt var um viðbrögð við þessu en ekki hefur neitt svar borist og líklega er lítið sem hægt er að gera. Veiðisiðferði er eitthvað sem menn þurfa að læra og Veiðivísir á erfitt með að svara því hvernig það er hægt að kenna mönnum almenna kurteisi við bakkann gagnvart þeim sem veiða á sama svæði. Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði
Það er oft á tíðum mikið fjölmenni veiðimanna við Þingvallavatn og stundum er staðan þannig að það er ansi umsetið á bestu stöðunum. Annað er þó öllu leiðinlegra en Veiðivísir hefur fengið nokkur bréf í sumar þar sem kvartað er undan framkomu veiðimanna við vatnið og þá sérstaklega í Þjóðgarðinum. Staðan er þannig að það hefur í nokkur skipti legið við að hendur létu skipta þegar ósætti varð milli manna á veiðistöðum. Ástæðan fyrir þessu er sú að undanfarnar vikur hefur ákveðinn hópur manna við vatnið sótt mikið ákveðna staði og þrátt fyrir að einhver sé á staðnum planta þeir sér sem næst honum, oft fleiri en einn, gagngert til að bola honum í burtu. Oft er kastað viljandi yfir flugulínur og mönnum gert erfitt fyrir þangað til viðkomandi veiðimaður gefst upp og fer. Í alla vega tveimur tilfellum þurfti að ganga á milli manna þar sem menn voru ekki par sáttir við þessa framkomu. Þjóðgarðsverði hefur verið sent bréf þar sem spurt var um viðbrögð við þessu en ekki hefur neitt svar borist og líklega er lítið sem hægt er að gera. Veiðisiðferði er eitthvað sem menn þurfa að læra og Veiðivísir á erfitt með að svara því hvernig það er hægt að kenna mönnum almenna kurteisi við bakkann gagnvart þeim sem veiða á sama svæði.
Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Vötnin á norðurlandi loksins að taka við sér Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði