Urriðafoss á toppnum yfir veiðisvæðin Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2019 10:00 Harpa hjá Iceland Outfitters með flottan lax úr Urriðafossi. Mynd: Iceland Outfitters Nýjar tölur eru farnar að berast inná vefsíðuna Angling.is sem er haldið úti af Landssambandi Veiðifélaga og það er eitt veiðisvæði þegar farið að stinga hin af. Þetta eru kannski ekki mjög háar tölur enda tímabilið bara nýbyrjað en engu að síður er áhugavert að sjá hvað það gengur vel í Urriðafossi en heildartalan þar er komin í 256 laxa en þetta er nærri pari miðað við veiðina í fyrra en þá skilaði þetta skemmtilega svæði 1320 laxa veiði. Blanda er í öðru sæti með 85 laxa sem er um 35 löxum minna en á sama tíma í fyrra en kuldaleg byrjun í ánni hafði vissulega sín áhrif. Af þessu að dæma er Blanda að standa sig vel. Brennan, Miðfjarðará og Eystri Rangá koma þarna á eftir en það er svo stutt liðið á tímabilið í þeim að það er ekkert hægt að segja um gang mála annað en kannski í Miðfjarðará sem er nokkuð kvalin eins og margar ár af vatnsleysi. En fyrst við erum að tala um kvöl er ekki hægt annað en að minnast á Norðurá sem á miðvikudaginn var aðeins búin að gefa 11 laxa en á sama tíma í fyrra 175 laxa. Hún er vissulega vatnslítil en það virðist bara sáralítið vera að ganga í hana. Hinar árnar í Borgarfirði eru flestar komnar í hrikalega slæma vatnsstöðu að Langá og Grímsá undanskildum en þrátt fyrir vatnsleysi í t.d. Þverá og Kjarrá eru veiðimenn í það minnsta að sjá laxa í þeim. Sem betur fer er farið að sjást einhver rigning í kortunum svo þetta hlýtur bara og verður bara að skána. Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði
Nýjar tölur eru farnar að berast inná vefsíðuna Angling.is sem er haldið úti af Landssambandi Veiðifélaga og það er eitt veiðisvæði þegar farið að stinga hin af. Þetta eru kannski ekki mjög háar tölur enda tímabilið bara nýbyrjað en engu að síður er áhugavert að sjá hvað það gengur vel í Urriðafossi en heildartalan þar er komin í 256 laxa en þetta er nærri pari miðað við veiðina í fyrra en þá skilaði þetta skemmtilega svæði 1320 laxa veiði. Blanda er í öðru sæti með 85 laxa sem er um 35 löxum minna en á sama tíma í fyrra en kuldaleg byrjun í ánni hafði vissulega sín áhrif. Af þessu að dæma er Blanda að standa sig vel. Brennan, Miðfjarðará og Eystri Rangá koma þarna á eftir en það er svo stutt liðið á tímabilið í þeim að það er ekkert hægt að segja um gang mála annað en kannski í Miðfjarðará sem er nokkuð kvalin eins og margar ár af vatnsleysi. En fyrst við erum að tala um kvöl er ekki hægt annað en að minnast á Norðurá sem á miðvikudaginn var aðeins búin að gefa 11 laxa en á sama tíma í fyrra 175 laxa. Hún er vissulega vatnslítil en það virðist bara sáralítið vera að ganga í hana. Hinar árnar í Borgarfirði eru flestar komnar í hrikalega slæma vatnsstöðu að Langá og Grímsá undanskildum en þrátt fyrir vatnsleysi í t.d. Þverá og Kjarrá eru veiðimenn í það minnsta að sjá laxa í þeim. Sem betur fer er farið að sjást einhver rigning í kortunum svo þetta hlýtur bara og verður bara að skána.
Mest lesið Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði