GÓSS sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu og boðar tónleikaferðalag í sumar Sylvía Hall skrifar 21. júní 2019 12:14 Margar helstu dægurlagaperlur þjóðarinnar er að finna á breiðskífunni. GÓSS Tríóið GÓSS hefur sent frá sér breiðskífuna Góssentíð sem inniheldur tíu lög. Sveitin samanstendur af þeim Sigurði Guðmundssyni, Sigríði Thorlacius og Guðmundi Óskari en nafn sveitarinnar er myndað úr upphafstöfum þeirra. Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson eru landsmönnum vel kunnug og hafa lengi verið á meðal dáðustu söngvara þjóðarinnar. Guðmundur Óskar er einn fremsti bassaleikari landsins og hefur leikið með fjölmörgum hljómsveitum. Þá hefur hann einnig starfað sem upptökustjóri. Sveitin varð til sumarið 2017 en þau þekkjast vel, Guðmundur Óskar og Sigurður eru bræður og þá hafa Guðmundur og Sigríður starfað saman í hljómsveitinni Hjaltalín. Þau hafa áður unnið saman í mismunandi verkefnum og því má segja að samstarf þeirra þriggja hafi verið nokkuð fyrirsjáanlegt. Upptökur fóru fram í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ og var ákveðið að taka fyrir margar vinsælustu dægurlagaperlur þjóðarinnar og má þar helst nefna Ó, blessuð vertu sumarsól, Sólskinsnætur og Draumaprinsinn. Sveitin mun fylgja útgáfunni eftir með tónleikahaldi víða um landið en hér að neðan má sjá hvar og hvenær sveitin mun koma fram.Miðvikudagur 3. júlí - Hafnarfjörður, BæjarbíóFimmtudagur 4. júlí - Vestmannaeyjar, AlþýðuhúsiðFöstudagur 5. júlí - Vík, VíkurkirkjaLaugardagur 6. júlí - Sólheimar í Grímsnesi, Menningarveisla SólheimaLaugardagur 6. júlí - Þórsmörk, BásarSunnudagur 7. júlí - Hvolsvöllur, MidgardFöstudagur 19. júlí - Borgarfjörður, BrúarásLaugardagur 20. júlí - Akranes, Gamla KaupfélagiðSunnudagur 21. júlí - Þorlákshöfn, Hendur í höfn Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Tríóið GÓSS hefur sent frá sér breiðskífuna Góssentíð sem inniheldur tíu lög. Sveitin samanstendur af þeim Sigurði Guðmundssyni, Sigríði Thorlacius og Guðmundi Óskari en nafn sveitarinnar er myndað úr upphafstöfum þeirra. Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson eru landsmönnum vel kunnug og hafa lengi verið á meðal dáðustu söngvara þjóðarinnar. Guðmundur Óskar er einn fremsti bassaleikari landsins og hefur leikið með fjölmörgum hljómsveitum. Þá hefur hann einnig starfað sem upptökustjóri. Sveitin varð til sumarið 2017 en þau þekkjast vel, Guðmundur Óskar og Sigurður eru bræður og þá hafa Guðmundur og Sigríður starfað saman í hljómsveitinni Hjaltalín. Þau hafa áður unnið saman í mismunandi verkefnum og því má segja að samstarf þeirra þriggja hafi verið nokkuð fyrirsjáanlegt. Upptökur fóru fram í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ og var ákveðið að taka fyrir margar vinsælustu dægurlagaperlur þjóðarinnar og má þar helst nefna Ó, blessuð vertu sumarsól, Sólskinsnætur og Draumaprinsinn. Sveitin mun fylgja útgáfunni eftir með tónleikahaldi víða um landið en hér að neðan má sjá hvar og hvenær sveitin mun koma fram.Miðvikudagur 3. júlí - Hafnarfjörður, BæjarbíóFimmtudagur 4. júlí - Vestmannaeyjar, AlþýðuhúsiðFöstudagur 5. júlí - Vík, VíkurkirkjaLaugardagur 6. júlí - Sólheimar í Grímsnesi, Menningarveisla SólheimaLaugardagur 6. júlí - Þórsmörk, BásarSunnudagur 7. júlí - Hvolsvöllur, MidgardFöstudagur 19. júlí - Borgarfjörður, BrúarásLaugardagur 20. júlí - Akranes, Gamla KaupfélagiðSunnudagur 21. júlí - Þorlákshöfn, Hendur í höfn
Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fleiri fréttir Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira