Sturla Atlas og Auður sameina krafta sína í nýjum poppsmelli Sylvía Hall skrifar 21. júní 2019 16:13 Þessir piltar gleðja landann með nýrri tónlist í dag. Vignir Daði Valtýsson Lagið Just A While kom út á miðnætti og eru það tveir landsþekktir tónlistarmenn sem standa að baki laginu. Um er að ræða Auður og Sturla Atlas, en lagið varð upphaflega til fyrir tveimur árum og hafa margir listamenn sett mark sitt á lagið frá þeim tíma. „Lagið varð til fyrir meira en tveimur árum, ég og Auddi [Auður] og Arnar Ingi [Young Nazareth] tókum sessionið og gerðum grunninn. Lagið var eiginlega alveg tilbúið, það var alveg samið og sat bara ótrúlega lengi,“ segir Sturla Atlas í samtali við Vísi. Hann segir þá kollega ekki alveg hafa vitað hvað þeir ættu að gera við lagið og því hafi það legið í dvala í dágóðan tíma. View this post on InstagramA post shared by Sturla Atlas (@sturlaatlas) on Jun 20, 2019 at 9:22am PDT „Það var ekki fyrr en síðasta desember sem ég og Logi [Pedro] förum eitthvað að skoða þetta lag. Logi endurpródúseraði það smá og við bættum við einum kafla.“ Eftir að lagið öðlaðist nýtt líf var það svo aftur sent til Arnars Inga sem fékk tónlistarmennina Magnús Jóhann Ragnarsson og Guðrúnu Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, til liðs við sig. Magnús Jóhann spilaði hljóma inn á lagið og GDRN sá um bakraddir. Að lokum spilaði Logi Pedro á gítar og bætti upp á „groove-ið“ í laginu. „Þetta er allan tímann búið að vera svona straight forward lag, þetta er bara poppsmellur og er ekkert að reyna að vera neitt annað en það,“ segir Sturla Atlas að lokum. Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lagið Just A While kom út á miðnætti og eru það tveir landsþekktir tónlistarmenn sem standa að baki laginu. Um er að ræða Auður og Sturla Atlas, en lagið varð upphaflega til fyrir tveimur árum og hafa margir listamenn sett mark sitt á lagið frá þeim tíma. „Lagið varð til fyrir meira en tveimur árum, ég og Auddi [Auður] og Arnar Ingi [Young Nazareth] tókum sessionið og gerðum grunninn. Lagið var eiginlega alveg tilbúið, það var alveg samið og sat bara ótrúlega lengi,“ segir Sturla Atlas í samtali við Vísi. Hann segir þá kollega ekki alveg hafa vitað hvað þeir ættu að gera við lagið og því hafi það legið í dvala í dágóðan tíma. View this post on InstagramA post shared by Sturla Atlas (@sturlaatlas) on Jun 20, 2019 at 9:22am PDT „Það var ekki fyrr en síðasta desember sem ég og Logi [Pedro] förum eitthvað að skoða þetta lag. Logi endurpródúseraði það smá og við bættum við einum kafla.“ Eftir að lagið öðlaðist nýtt líf var það svo aftur sent til Arnars Inga sem fékk tónlistarmennina Magnús Jóhann Ragnarsson og Guðrúnu Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, til liðs við sig. Magnús Jóhann spilaði hljóma inn á lagið og GDRN sá um bakraddir. Að lokum spilaði Logi Pedro á gítar og bætti upp á „groove-ið“ í laginu. „Þetta er allan tímann búið að vera svona straight forward lag, þetta er bara poppsmellur og er ekkert að reyna að vera neitt annað en það,“ segir Sturla Atlas að lokum.
Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira