Sturla Atlas og Auður sameina krafta sína í nýjum poppsmelli Sylvía Hall skrifar 21. júní 2019 16:13 Þessir piltar gleðja landann með nýrri tónlist í dag. Vignir Daði Valtýsson Lagið Just A While kom út á miðnætti og eru það tveir landsþekktir tónlistarmenn sem standa að baki laginu. Um er að ræða Auður og Sturla Atlas, en lagið varð upphaflega til fyrir tveimur árum og hafa margir listamenn sett mark sitt á lagið frá þeim tíma. „Lagið varð til fyrir meira en tveimur árum, ég og Auddi [Auður] og Arnar Ingi [Young Nazareth] tókum sessionið og gerðum grunninn. Lagið var eiginlega alveg tilbúið, það var alveg samið og sat bara ótrúlega lengi,“ segir Sturla Atlas í samtali við Vísi. Hann segir þá kollega ekki alveg hafa vitað hvað þeir ættu að gera við lagið og því hafi það legið í dvala í dágóðan tíma. View this post on InstagramA post shared by Sturla Atlas (@sturlaatlas) on Jun 20, 2019 at 9:22am PDT „Það var ekki fyrr en síðasta desember sem ég og Logi [Pedro] förum eitthvað að skoða þetta lag. Logi endurpródúseraði það smá og við bættum við einum kafla.“ Eftir að lagið öðlaðist nýtt líf var það svo aftur sent til Arnars Inga sem fékk tónlistarmennina Magnús Jóhann Ragnarsson og Guðrúnu Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, til liðs við sig. Magnús Jóhann spilaði hljóma inn á lagið og GDRN sá um bakraddir. Að lokum spilaði Logi Pedro á gítar og bætti upp á „groove-ið“ í laginu. „Þetta er allan tímann búið að vera svona straight forward lag, þetta er bara poppsmellur og er ekkert að reyna að vera neitt annað en það,“ segir Sturla Atlas að lokum. Tónlist Mest lesið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Menning Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Lagið Just A While kom út á miðnætti og eru það tveir landsþekktir tónlistarmenn sem standa að baki laginu. Um er að ræða Auður og Sturla Atlas, en lagið varð upphaflega til fyrir tveimur árum og hafa margir listamenn sett mark sitt á lagið frá þeim tíma. „Lagið varð til fyrir meira en tveimur árum, ég og Auddi [Auður] og Arnar Ingi [Young Nazareth] tókum sessionið og gerðum grunninn. Lagið var eiginlega alveg tilbúið, það var alveg samið og sat bara ótrúlega lengi,“ segir Sturla Atlas í samtali við Vísi. Hann segir þá kollega ekki alveg hafa vitað hvað þeir ættu að gera við lagið og því hafi það legið í dvala í dágóðan tíma. View this post on InstagramA post shared by Sturla Atlas (@sturlaatlas) on Jun 20, 2019 at 9:22am PDT „Það var ekki fyrr en síðasta desember sem ég og Logi [Pedro] förum eitthvað að skoða þetta lag. Logi endurpródúseraði það smá og við bættum við einum kafla.“ Eftir að lagið öðlaðist nýtt líf var það svo aftur sent til Arnars Inga sem fékk tónlistarmennina Magnús Jóhann Ragnarsson og Guðrúnu Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, til liðs við sig. Magnús Jóhann spilaði hljóma inn á lagið og GDRN sá um bakraddir. Að lokum spilaði Logi Pedro á gítar og bætti upp á „groove-ið“ í laginu. „Þetta er allan tímann búið að vera svona straight forward lag, þetta er bara poppsmellur og er ekkert að reyna að vera neitt annað en það,“ segir Sturla Atlas að lokum.
Tónlist Mest lesið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Menning Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira