Undanúrslit í Háskólabíói ATV skrifar 27. júní 2019 08:00 Rafíþróttir hafa vaxið á methraða síðustu ár. frettabladid/Ragnar Máni Hópur rafíþróttaunnenda var samankominn í Háskólabíói í gær til að fylgjast með fyrra úrslitakvöldi Lenovo deildarinnar. Í gær kepptu lið Dusty og FH í tölvuleiknum League of Legends. Það var til mikils að vinna, en sigurliðið tryggði sér keppnisrétt á Norðurlandamóti í League of Legends í sumar ásamt sínum skerf af 500.000 króna verðlaunafé. Úrslit lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í kvöld verður keppt í tölvuleiknum Counter Strike: Global Offensive, en þar etja kappi liðin HaFiÐ og Fylkir. Deildin er sú fyrsta sinnar tegundar en rafíþróttir hafa vaxið hratt á Íslandi á síðustu misserum. Í dag má finna rafíþróttadeild innan FH, KR og Fylkis, en fleiri íþróttafélög hafa sýnt senunni áhuga. Melína Kolka, varaformaður Rafíþróttasamtakanna, segir að það sé löngu tímabært að Íslendingar taki þátt í rafíþróttasenunni. „Við eigum mikið af góðu og flottu rafíþróttafólki sem fær nú tækifæri til þess að vaxa og bæta sig í góðu skipulögðu umhverfi,“ segir Melína og bætir við að hún vildi óska að það hefði verið hægt að æfa rafíþróttir í góðri umgjörð þegar hún var yngri. Birtist í Fréttablaðinu Rafíþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti
Hópur rafíþróttaunnenda var samankominn í Háskólabíói í gær til að fylgjast með fyrra úrslitakvöldi Lenovo deildarinnar. Í gær kepptu lið Dusty og FH í tölvuleiknum League of Legends. Það var til mikils að vinna, en sigurliðið tryggði sér keppnisrétt á Norðurlandamóti í League of Legends í sumar ásamt sínum skerf af 500.000 króna verðlaunafé. Úrslit lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í kvöld verður keppt í tölvuleiknum Counter Strike: Global Offensive, en þar etja kappi liðin HaFiÐ og Fylkir. Deildin er sú fyrsta sinnar tegundar en rafíþróttir hafa vaxið hratt á Íslandi á síðustu misserum. Í dag má finna rafíþróttadeild innan FH, KR og Fylkis, en fleiri íþróttafélög hafa sýnt senunni áhuga. Melína Kolka, varaformaður Rafíþróttasamtakanna, segir að það sé löngu tímabært að Íslendingar taki þátt í rafíþróttasenunni. „Við eigum mikið af góðu og flottu rafíþróttafólki sem fær nú tækifæri til þess að vaxa og bæta sig í góðu skipulögðu umhverfi,“ segir Melína og bætir við að hún vildi óska að það hefði verið hægt að æfa rafíþróttir í góðri umgjörð þegar hún var yngri.
Birtist í Fréttablaðinu Rafíþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti