Á hverjum degi deyr eitt barn á flótta Heimsljós kynnir 28. júní 2019 12:00 Ljósmynd frá Bangladess. Andrew McConnell/UNHCR Á síðustu fjórum árum hefur eitt barn á flótta látið lífið á degi hverjum, segir í frétt frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Frá því stofnunin hóf gagnasöfnun um afdrif flóttafólks árið 2014 hafa 32 þúsund einstaklingar látist á flótta í leit að betra lífi, þar af 1600 börn. Fyrr í vikunni vakti ljósmynd af líkum tvítugus föður og tveggja ára dóttur hans á árbakka Rio Grande árinnar, mikinn óhugnað en þau voru á flótta frá Mexíkó yfir til Bandaríkjanna. Samkvæmt nýlegri skýrslu UNHCR – Þróun á heimsvísu (Global Trends) – hafa að minnsta kosti 70,8 milljónir einstaklinga verið þvingaðir á flótta, eða tvöfalt fleiri en fyrir 20 árum og 2,2 milljónum fleiri en fyrir ári. Talan 70,8 milljónir er reyndar varlega áætluð, sérstaklega þar sem neyðarástandið í Venesúela endurspeglast einungis að hluta í henni. Alls hafa um fjórar milljónir einstaklinga frá Venesúela yfirgefið land sitt, samkvæmt gögnum frá yfirvöldum í þeim löndum sem tekið hafa við þeim, sem gerir þetta meðal stærsta nýlega flóttamannavanda veraldar. Þótt meirihluti þeirra þurfi á alþjóðlegri flóttamannavernd að halda hefur aðeins um hálf milljón tekið það skref að óska formlega eftir hæli. „Það sem við sjáum í þessum tölum er enn frekari staðfesting á langtíma fjölgun þeirra sem þurfa öryggi frá stríði, átökum og ofsóknum. Þótt orðræða um flóttafólk og farandfólk sé oft umdeild sjáum við líka mikið af örlæti og samkennd, sérstaklega í samfélögum sem hýsa mikinn fjölda flóttamanna,“ segir Filippo Grandi flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. „Við þurfum að byggja á þessum jákvæðu dæmum og efla enn frekar samkennd okkar með þeim þúsundum saklausra einstaklinga sem á hverjum degi eru þvingaðir á flótta frá heimilum sínum.“ Þrír meginhópar eru innan þessara 70,8 milljóna sem talað er um í skýrslunni um Þróun á heimsvísu. Sá fyrsti er flóttafólk, en með því er átt við fólk sem hefur neyðst til að flýja land sitt vegna átaka, stríðs eða ofsókna. Árið 2018 var fjöldi flóttamanna á heimsvísu 25,9 milljónir, 500 þúsund fleiri en árið 2017. Innan þessarar tölu eru 5,5 milljónir flóttamanna frá Palestínu sem eru undir vernd Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNWRA). Annar hópurinn er hælisleitendur – fólk sem er utan heimalands síns og nýtur alþjóðlegar verndar en bíður niðurstöðu umsóknar sinnar um stöðu flóttamanns. Í lok árs 2018 voru 3,5 milljónir hælisleitenda í heiminum. Þriðji og stærsti hópurinn, 41,3 milljónir, er fólk sem er á vergangi á öðrum svæðum innan eigin heimalands, vegalaust fólk eins og oft er sagt eða IDP (Internally Displaced People). Fólki á flótta og á vergangi heldur áfram að fjölga hraðar en lausnir finnast fyrir þá sem lenda á vergangi. Í skýrslu Flóttamannastofnunar segir að besta lausnin fyrir flóttafólk sé að geta snúið aftur heim sjálfviljugt, í öryggi og með reisn. Aðrar lausnir væru að verða hluti af samfélagi móttökulandsins eða setjast að í þriðja landi. Þrátt fyrir það settust aðeins 92.400 flóttamenn að í þriðja landi árið 2018, innan við 7 prósent þeirra sem biðu eftir því. Um 593.800 flóttamenn gátu snúið aftur heim, og 62.600 fengu ríkisborgararétt. „Í hverjum flóttamannavanda, hvar sem hann á sér stað og hve lengi sem hann hefur staðið, verður að vera stöðug áhersla á lausnir og að fjarlægja hindranir í vegi þess að fólk geti snúið aftur heim,“ sagði Grandi. „Þetta er flókið verk sem UNHCR er stöðugt að vinna að en sem kallar líka á að öll lönd taki höndum saman með hagsmuni allra í huga. Þetta er ein mesta áskorun okkar tíma.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent
Á síðustu fjórum árum hefur eitt barn á flótta látið lífið á degi hverjum, segir í frétt frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Frá því stofnunin hóf gagnasöfnun um afdrif flóttafólks árið 2014 hafa 32 þúsund einstaklingar látist á flótta í leit að betra lífi, þar af 1600 börn. Fyrr í vikunni vakti ljósmynd af líkum tvítugus föður og tveggja ára dóttur hans á árbakka Rio Grande árinnar, mikinn óhugnað en þau voru á flótta frá Mexíkó yfir til Bandaríkjanna. Samkvæmt nýlegri skýrslu UNHCR – Þróun á heimsvísu (Global Trends) – hafa að minnsta kosti 70,8 milljónir einstaklinga verið þvingaðir á flótta, eða tvöfalt fleiri en fyrir 20 árum og 2,2 milljónum fleiri en fyrir ári. Talan 70,8 milljónir er reyndar varlega áætluð, sérstaklega þar sem neyðarástandið í Venesúela endurspeglast einungis að hluta í henni. Alls hafa um fjórar milljónir einstaklinga frá Venesúela yfirgefið land sitt, samkvæmt gögnum frá yfirvöldum í þeim löndum sem tekið hafa við þeim, sem gerir þetta meðal stærsta nýlega flóttamannavanda veraldar. Þótt meirihluti þeirra þurfi á alþjóðlegri flóttamannavernd að halda hefur aðeins um hálf milljón tekið það skref að óska formlega eftir hæli. „Það sem við sjáum í þessum tölum er enn frekari staðfesting á langtíma fjölgun þeirra sem þurfa öryggi frá stríði, átökum og ofsóknum. Þótt orðræða um flóttafólk og farandfólk sé oft umdeild sjáum við líka mikið af örlæti og samkennd, sérstaklega í samfélögum sem hýsa mikinn fjölda flóttamanna,“ segir Filippo Grandi flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna. „Við þurfum að byggja á þessum jákvæðu dæmum og efla enn frekar samkennd okkar með þeim þúsundum saklausra einstaklinga sem á hverjum degi eru þvingaðir á flótta frá heimilum sínum.“ Þrír meginhópar eru innan þessara 70,8 milljóna sem talað er um í skýrslunni um Þróun á heimsvísu. Sá fyrsti er flóttafólk, en með því er átt við fólk sem hefur neyðst til að flýja land sitt vegna átaka, stríðs eða ofsókna. Árið 2018 var fjöldi flóttamanna á heimsvísu 25,9 milljónir, 500 þúsund fleiri en árið 2017. Innan þessarar tölu eru 5,5 milljónir flóttamanna frá Palestínu sem eru undir vernd Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNWRA). Annar hópurinn er hælisleitendur – fólk sem er utan heimalands síns og nýtur alþjóðlegar verndar en bíður niðurstöðu umsóknar sinnar um stöðu flóttamanns. Í lok árs 2018 voru 3,5 milljónir hælisleitenda í heiminum. Þriðji og stærsti hópurinn, 41,3 milljónir, er fólk sem er á vergangi á öðrum svæðum innan eigin heimalands, vegalaust fólk eins og oft er sagt eða IDP (Internally Displaced People). Fólki á flótta og á vergangi heldur áfram að fjölga hraðar en lausnir finnast fyrir þá sem lenda á vergangi. Í skýrslu Flóttamannastofnunar segir að besta lausnin fyrir flóttafólk sé að geta snúið aftur heim sjálfviljugt, í öryggi og með reisn. Aðrar lausnir væru að verða hluti af samfélagi móttökulandsins eða setjast að í þriðja landi. Þrátt fyrir það settust aðeins 92.400 flóttamenn að í þriðja landi árið 2018, innan við 7 prósent þeirra sem biðu eftir því. Um 593.800 flóttamenn gátu snúið aftur heim, og 62.600 fengu ríkisborgararétt. „Í hverjum flóttamannavanda, hvar sem hann á sér stað og hve lengi sem hann hefur staðið, verður að vera stöðug áhersla á lausnir og að fjarlægja hindranir í vegi þess að fólk geti snúið aftur heim,“ sagði Grandi. „Þetta er flókið verk sem UNHCR er stöðugt að vinna að en sem kallar líka á að öll lönd taki höndum saman með hagsmuni allra í huga. Þetta er ein mesta áskorun okkar tíma.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent