Hins vegar yrði fróðlegt að vita hvort atvinnukylfingarnir eigi roð í þá Game Tíví bræður í sýndarveruleikatölvuleiknum Everybody‘s Golf VR. Tryggi Haraldur fékk það hlutverk að halda á VR tölvusprotanum enda er hann með vel lága forgjöf, 5.
Eitt er ljóst að Tryggva leist ekkert á nándina en honum fannst Óli vera kominn full nálægt eftir að hann hafði slegið.
Náði Tryggvi að spila á pari? Sjón er sögu ríkari og myndbandið má sjá hér að neðan.