Maðkur er munaðarvara Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2019 10:36 Maðkurinn er dýr í dag. Þurrkarnir sem gleðja stórann hluta landsmanna með meðfylgjandi sólarblíðu og hita eru að gera veiðimönnum lífið ansi leitt. Vatnið í dragánum er nú þegar, þrátt fyrir að margar árnar hafi ekki ennþá opnað fyrir veiði, komið í það sem er bara hægt að kalla alvarlegt ástand og því miður er þetta ekkert að skána. Sem dæmi eru aðeins þrjár ár á vesturlandi sem má kalla að séu ennþá í lagi en það eru Haffjarðará, Hítará og Langá sem eiga það sameiginlegt að eiga uppsprettu í stöðuvötnum en þær þola samt þessa þurrka bara í ákveðinn tíma. Síðan er silungsveiðin að ganga mjög vel í þessu veðri en þegar vötnin hlýna fer lífið allt af stað, púpan að klekjast og eins og þær fréttir sem hafa verið að berast er vatnaveiðin góð. Það skal engan undra að besta veiðin er á flugu enda er varla hægt að fá maðk á landinu þessa dagana og þeir fáu sem eru til kosta það sama 50 stk í poka eins og að bjóða frúnni í góðann hádegismat í 101 Reykjavík. Algengt verð á pokanum í venjulega árferði er 4.000 - 5.000 kr fyrir pokann en við höfum heyrt af maðkatýnslufólki sem er að selja pokann á 10.000 þessa dagana fyrir 50 stk í poka. Það er kannski ekkert skrítið því það þarf að vökva ansi vel og vera mikið við til að ná í maðk núna svo það skal engan undra að verðið sé hátt. Ef það var svo einhvern tímann ástæða til að læra að kasta flugu þá er það núna. Mest lesið Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði
Þurrkarnir sem gleðja stórann hluta landsmanna með meðfylgjandi sólarblíðu og hita eru að gera veiðimönnum lífið ansi leitt. Vatnið í dragánum er nú þegar, þrátt fyrir að margar árnar hafi ekki ennþá opnað fyrir veiði, komið í það sem er bara hægt að kalla alvarlegt ástand og því miður er þetta ekkert að skána. Sem dæmi eru aðeins þrjár ár á vesturlandi sem má kalla að séu ennþá í lagi en það eru Haffjarðará, Hítará og Langá sem eiga það sameiginlegt að eiga uppsprettu í stöðuvötnum en þær þola samt þessa þurrka bara í ákveðinn tíma. Síðan er silungsveiðin að ganga mjög vel í þessu veðri en þegar vötnin hlýna fer lífið allt af stað, púpan að klekjast og eins og þær fréttir sem hafa verið að berast er vatnaveiðin góð. Það skal engan undra að besta veiðin er á flugu enda er varla hægt að fá maðk á landinu þessa dagana og þeir fáu sem eru til kosta það sama 50 stk í poka eins og að bjóða frúnni í góðann hádegismat í 101 Reykjavík. Algengt verð á pokanum í venjulega árferði er 4.000 - 5.000 kr fyrir pokann en við höfum heyrt af maðkatýnslufólki sem er að selja pokann á 10.000 þessa dagana fyrir 50 stk í poka. Það er kannski ekkert skrítið því það þarf að vökva ansi vel og vera mikið við til að ná í maðk núna svo það skal engan undra að verðið sé hátt. Ef það var svo einhvern tímann ástæða til að læra að kasta flugu þá er það núna.
Mest lesið Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði