Veiðiferð til Belize í vinning Karl Lúðvíksson skrifar 12. júní 2019 09:00 Það er glæisileg veiðiferð til Belize í verðlaun í plokki hjá Fish Parnter Mynd: Fish Partner Umgengni við sum veiðisvæði hefur verið langt frá því góð en sem betur fer hefur verið mikil vakning meðal veiðimanna um að bæta úr þessu. Veiðifélagið Fish Partner fer fram með góðu fordæmi í nýju átaki sem þeir hleyptu af stokkunum í gær og það er óhætt að segja að í því sé mikil hvatning fyrir veiðimenn. EKki bara er verið að halda veiðisvæðunum hreinum heldur eru glæsilegir vinningar í boði, þar á meðal veiðiferð til Belize. Hér fyrir neðan er tilkynning frá Fish Partner sem meðal annars selja leyfi í Villingarvatnsárós, Svörtukletta, Köldukvísl og marga aðra spennandi staði.Kæru veiðimenn. Nú er komið að því að við tökum höndum saman og hreinsum upp veiðisvæðin okkar. Fjölmörgum myndum af rusli á veiðislóð hefur verið deilt á samfélagsmiðlum síðustu daga. Langflestir ganga auðvitað vel um, en svartir sauðir eru í hópnum.Fish Partner ætlar að efna til veiðiplokks í allt sumar, en plokk snýst um að tína upp rusl á ferðum sínum. Tökum höndum saman og gerum aðkomuna að veiðistöðunum okkar óaðfinnanlega.Til að taka þátt þarf að:1. Taka með sér poka eða háf og tína saman rusl á veiðislóð.2. Taka mynd af ruslinu.3. Deila myndinni á Facebook, Instagram eða undir þessa færslu með myllumerkinu #veidiplokk og taka það fram hvar hún er tekin.4. Deila þessari færslu og líka við Fish Partner veiðifélag á Facebook.Vert er að taka það fram að engu máli skiptir hvar þátttakendur eru við veiðar. Allt plokk er gott plokk!1. verðlaun - FIMM DAGA VEIÐI MEÐ ÖLLU Á TARPON CAYE LODGE Í BELIZE!!! Nánar um þessa paradís hér: http://www.tarponcaye.com/ og Tarpon Caye Lodge. VERÐMÆTI 500.000 kr. Dregið 20. ágúst.2. verðlaun - Tvær stangir í einn dag í Sandá í Þjórsárdal á besta tíma í september. Verðmæti 80.000 kr. Dregið 20. júlí.3. verðlaun - Tvær stangir í tvo daga í Blöndukvíslum. Verðmæti 34.000. Kr. Dregið 20. júní. Mest lesið Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði
Umgengni við sum veiðisvæði hefur verið langt frá því góð en sem betur fer hefur verið mikil vakning meðal veiðimanna um að bæta úr þessu. Veiðifélagið Fish Partner fer fram með góðu fordæmi í nýju átaki sem þeir hleyptu af stokkunum í gær og það er óhætt að segja að í því sé mikil hvatning fyrir veiðimenn. EKki bara er verið að halda veiðisvæðunum hreinum heldur eru glæsilegir vinningar í boði, þar á meðal veiðiferð til Belize. Hér fyrir neðan er tilkynning frá Fish Partner sem meðal annars selja leyfi í Villingarvatnsárós, Svörtukletta, Köldukvísl og marga aðra spennandi staði.Kæru veiðimenn. Nú er komið að því að við tökum höndum saman og hreinsum upp veiðisvæðin okkar. Fjölmörgum myndum af rusli á veiðislóð hefur verið deilt á samfélagsmiðlum síðustu daga. Langflestir ganga auðvitað vel um, en svartir sauðir eru í hópnum.Fish Partner ætlar að efna til veiðiplokks í allt sumar, en plokk snýst um að tína upp rusl á ferðum sínum. Tökum höndum saman og gerum aðkomuna að veiðistöðunum okkar óaðfinnanlega.Til að taka þátt þarf að:1. Taka með sér poka eða háf og tína saman rusl á veiðislóð.2. Taka mynd af ruslinu.3. Deila myndinni á Facebook, Instagram eða undir þessa færslu með myllumerkinu #veidiplokk og taka það fram hvar hún er tekin.4. Deila þessari færslu og líka við Fish Partner veiðifélag á Facebook.Vert er að taka það fram að engu máli skiptir hvar þátttakendur eru við veiðar. Allt plokk er gott plokk!1. verðlaun - FIMM DAGA VEIÐI MEÐ ÖLLU Á TARPON CAYE LODGE Í BELIZE!!! Nánar um þessa paradís hér: http://www.tarponcaye.com/ og Tarpon Caye Lodge. VERÐMÆTI 500.000 kr. Dregið 20. ágúst.2. verðlaun - Tvær stangir í einn dag í Sandá í Þjórsárdal á besta tíma í september. Verðmæti 80.000 kr. Dregið 20. júlí.3. verðlaun - Tvær stangir í tvo daga í Blöndukvíslum. Verðmæti 34.000. Kr. Dregið 20. júní.
Mest lesið Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Veiðifélög mótmæla Þingvallanefnd Veiði Eldislaxar veiðast í mörgum ám Veiði