Rauði krossinn á Íslandi veitir 25 milljónir í neyðaraðstoð vegna ebólufaraldurs Heimsljós kynnir 18. júní 2019 11:00 Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að styðja við neyðaraðstoð vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Afríku, með 25 milljóna króna framlagi. Framlag Rauða krossins á Íslandi er hluti af stuðningi utanríkisráðuneytisins vegna alþjóðlegrar mannúðaraðstoðar sem ætlað er að gera félaginu kleift að bregðast skjótt við hamförum á borð við þessar með skilvirkum hætti. Stuðningurinn kemur til viðbótar framlagi að upphæð 46 milljónum króna sem félagið ráðstafaði til sömu neyðaraðgerða árið 2018. Alls mun Rauði krossinn á Íslandi því verja rúmlega 70 milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna ebólufaraldursins í Austur-Afríku með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins. Frá þessu er greint á vef Rauða krossins á Íslandi. Ebóluveiran hefur herjað á fólk í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó frá því að sjúkdómurinn gerði vart við sig á ný í maí 2018. Síðan þá hefur faraldurinn gengið yfir landið og orðið um 1300 manns að bana af þeim um það bil 2000 tilfellum sem hafa verið greind. Þann 11. júní síðastliðinn tilkynntu heilbrigðisyfirvöld í Úganda að veiran hafi borist til landsins með fólki sem ferðast yfir landamærin við austurhluta Kongó. Ísland á sem kunnugt er í nánu samstarfi við stjórnvöld í Úganda, en í gegnum sendiráð Íslands í Kampala styður Ísland bæði stjórnvöld og félagasamtök í þróunar- og hjálparstarfi þar í landi. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi, segir mestu máli skipta að stöðva enn frekari útbreiðslu faraldursins. „Með framlagi okkar leggjum við okkar af mörkum til að ráða niðurlögum ebólu í Austur-Afríku,“ segir hann. Rauði krossinn á Íslandi hefur verið með umfangsmikið hjálparstarf til stuðnings flóttafólki frá Suður-Súdan og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem leitað hefur skjóls í Úganda vegna vopnaðra átaka í heimalandi sínu. Úganda hefur skotið skjólshúsi yfir vel á aðra milljón flóttamanna og þurft á stuðningi alþjóðasamfélagsins að halda við það, þar á meðal frá Íslandi. „Nú þegar ljóst er að ebóla hefur stungið sér niður innan landamæra Úganda er ljóst að enn meiri stuðning þarf og það er allra hagur að það takist að hefta frekari útbreiðslu ebólu því við viljum ekki að hún breiðist út til annarra nágrannaríkja eða jafnvel á milli heimsálfa“ segir Atli ennfremur. Ebóla getur breiðst hratt út ef ekki er gripið til viðeigandi aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar. Í samstarfi við WHO (World Health Organization) eru stjórnvöld í Úganda að hefja bólusetningar á svæðum þar sem óttast er að veiran breiðist út. Allt starf Rauða krossins er í fullu samræmi við áherslur stjórnvalda við að hefta útbreiðslu og ráða niðurlögum ebólu, þar er þáttur sjálfboðaliða Rauða krossins mjög mikilvægur. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að styðja við neyðaraðstoð vegna ebólufaraldurs sem geisar nú í Austur-Afríku, með 25 milljóna króna framlagi. Framlag Rauða krossins á Íslandi er hluti af stuðningi utanríkisráðuneytisins vegna alþjóðlegrar mannúðaraðstoðar sem ætlað er að gera félaginu kleift að bregðast skjótt við hamförum á borð við þessar með skilvirkum hætti. Stuðningurinn kemur til viðbótar framlagi að upphæð 46 milljónum króna sem félagið ráðstafaði til sömu neyðaraðgerða árið 2018. Alls mun Rauði krossinn á Íslandi því verja rúmlega 70 milljónum króna til neyðaraðstoðar vegna ebólufaraldursins í Austur-Afríku með stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins. Frá þessu er greint á vef Rauða krossins á Íslandi. Ebóluveiran hefur herjað á fólk í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó frá því að sjúkdómurinn gerði vart við sig á ný í maí 2018. Síðan þá hefur faraldurinn gengið yfir landið og orðið um 1300 manns að bana af þeim um það bil 2000 tilfellum sem hafa verið greind. Þann 11. júní síðastliðinn tilkynntu heilbrigðisyfirvöld í Úganda að veiran hafi borist til landsins með fólki sem ferðast yfir landamærin við austurhluta Kongó. Ísland á sem kunnugt er í nánu samstarfi við stjórnvöld í Úganda, en í gegnum sendiráð Íslands í Kampala styður Ísland bæði stjórnvöld og félagasamtök í þróunar- og hjálparstarfi þar í landi. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi, segir mestu máli skipta að stöðva enn frekari útbreiðslu faraldursins. „Með framlagi okkar leggjum við okkar af mörkum til að ráða niðurlögum ebólu í Austur-Afríku,“ segir hann. Rauði krossinn á Íslandi hefur verið með umfangsmikið hjálparstarf til stuðnings flóttafólki frá Suður-Súdan og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó sem leitað hefur skjóls í Úganda vegna vopnaðra átaka í heimalandi sínu. Úganda hefur skotið skjólshúsi yfir vel á aðra milljón flóttamanna og þurft á stuðningi alþjóðasamfélagsins að halda við það, þar á meðal frá Íslandi. „Nú þegar ljóst er að ebóla hefur stungið sér niður innan landamæra Úganda er ljóst að enn meiri stuðning þarf og það er allra hagur að það takist að hefta frekari útbreiðslu ebólu því við viljum ekki að hún breiðist út til annarra nágrannaríkja eða jafnvel á milli heimsálfa“ segir Atli ennfremur. Ebóla getur breiðst hratt út ef ekki er gripið til viðeigandi aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar. Í samstarfi við WHO (World Health Organization) eru stjórnvöld í Úganda að hefja bólusetningar á svæðum þar sem óttast er að veiran breiðist út. Allt starf Rauða krossins er í fullu samræmi við áherslur stjórnvalda við að hefta útbreiðslu og ráða niðurlögum ebólu, þar er þáttur sjálfboðaliða Rauða krossins mjög mikilvægur. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent