Sumarhreinsun fram undan hjá Solskjær á Old Trafford Hjörvar Ólafsson skrifar 19. júní 2019 15:00 Það er strembið verkefni sem býður Ole Gunnar Solskjær næstu árin við að byggja upp lið sem á að geta gert atlögu að titlum næstu árin. Óvíst er hvert framhaldið er hjá stærstu stjörnum liðsins og gamall leikmannahópur liðsins þarf nauðsynlega á endurnýjun að halda vísir/getty Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær bíður ærið verkefni á Old Trafford í sumar en þar þarf hann að reisa við laskað stórveldi sem leikur utan Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla næsta vetur og hefur undanfarin ár verið fjarri því að vera líklegur kandídat til þess að berjast um enska meistaratitilinn. Stórstjörnur United stóðu sig fæstar í stykkinu á síðustu leiktíð og útlit er fyrir að ný sveit muni mæta til Manchester og fá þá ábyrgð á sínar herðar að færa bros á varir stuðningsmanna Manchester United. Þessa stundina er óvissa um framtíð nokkurra leikmanna sem myndað hafa hryggjarstykkið í liðinu en þeir eiga í samningaviðræðum við Ed Woodward, framkvæmdastjóra félagsins. Þannig er óvissa um hvort David De Gea semji til langframa við félagið eður ei, Paul Pogba hefur farið fram á mikla launahækkun til að halda honum hjá félaginu og lýst yfir áhuga á að fá nýja áskorun. Þá er ekki útséð með hvort Marcus Rashford vilji festa sig til framtíðar. Þar að auki hefur verið ýjað að því að Romelu Lukaku og Alexis Sánchez sem áttu að bera uppi sóknarleikinn á síðasta tímabili fari frá félaginu sem þýðir að liðið vantar sárlega góða leikmenn til að leiða sóknina næstu árin. Nú þegar hefur félagið tilkynnt að þjónustu Antonio Valencia og Ander Herrera við félagið sé lokið í bili hið minnsta og spurning hver framtíð leikmanna á borð við Eric Bailly, Marcos Rojo, Matteo Darmian, Nemanja Matic, Fred, Juan Mata verður. Ole Gunnar er byrjaður á sumarkaupunum en hann fékk velska vængmanninn Daniel James til liðs við sig frá Swansea City og þá hefur Crystal Palace hafnað tveimur tilboðum í bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka. Á stuttum tíma hefur erkifjendunum í Manchester City tekist að stinga nágranna sína af og þarf United að styrkja hópinn allverulega í þessum félagaskiptaglugga til að nálgast nágranna sína og erkifjendur. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Norðmannsins Ole Gunnar Solskjær bíður ærið verkefni á Old Trafford í sumar en þar þarf hann að reisa við laskað stórveldi sem leikur utan Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla næsta vetur og hefur undanfarin ár verið fjarri því að vera líklegur kandídat til þess að berjast um enska meistaratitilinn. Stórstjörnur United stóðu sig fæstar í stykkinu á síðustu leiktíð og útlit er fyrir að ný sveit muni mæta til Manchester og fá þá ábyrgð á sínar herðar að færa bros á varir stuðningsmanna Manchester United. Þessa stundina er óvissa um framtíð nokkurra leikmanna sem myndað hafa hryggjarstykkið í liðinu en þeir eiga í samningaviðræðum við Ed Woodward, framkvæmdastjóra félagsins. Þannig er óvissa um hvort David De Gea semji til langframa við félagið eður ei, Paul Pogba hefur farið fram á mikla launahækkun til að halda honum hjá félaginu og lýst yfir áhuga á að fá nýja áskorun. Þá er ekki útséð með hvort Marcus Rashford vilji festa sig til framtíðar. Þar að auki hefur verið ýjað að því að Romelu Lukaku og Alexis Sánchez sem áttu að bera uppi sóknarleikinn á síðasta tímabili fari frá félaginu sem þýðir að liðið vantar sárlega góða leikmenn til að leiða sóknina næstu árin. Nú þegar hefur félagið tilkynnt að þjónustu Antonio Valencia og Ander Herrera við félagið sé lokið í bili hið minnsta og spurning hver framtíð leikmanna á borð við Eric Bailly, Marcos Rojo, Matteo Darmian, Nemanja Matic, Fred, Juan Mata verður. Ole Gunnar er byrjaður á sumarkaupunum en hann fékk velska vængmanninn Daniel James til liðs við sig frá Swansea City og þá hefur Crystal Palace hafnað tveimur tilboðum í bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka. Á stuttum tíma hefur erkifjendunum í Manchester City tekist að stinga nágranna sína af og þarf United að styrkja hópinn allverulega í þessum félagaskiptaglugga til að nálgast nágranna sína og erkifjendur.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira