Ingvar valinn besti leikarinn í Transylvaníu Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2019 12:23 Ingvar tekur við verðlaununum. Ingvar Sigurðsson aðalleikari kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut leikaraverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Transylvaníu í gærkvöldi. Þetta er því önnur hátíðin í röð sem Ingvar hlýtur verðlaun fyrir leik sinn í myndinni, en fyrir eingöngu rúmum tveimur vikum var hann verðlaunaður á kvikmyndahátíðinni Critic´s Week í Cannes þar sem myndin var heimsfrumsýnd. Bandaríski leikarinn Nicolas Cage var einnig verðlaunaður á hátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Þess má geta að Hlynur Pálmason hlaut einnig verðlaun á hátíðinni í Transylvaníu á síðasta ári, þá fyrir bestu leikstjórn fyrir fyrstu kvikmynd sína, hina dönsk/íslensku Vetrarbræður sem kom út árið 2017 og fór sigurför um heiminn í kjölfar heimsfrumsýningu í aðalkeppni Locarno kvikmyndahátíðarinnar í Sviss.Hér má sjá Ingvar veita verðlaununum viðurkenningu, en hann fékk meðal annars 1.500 evrur í sinn hlut. Hvítur, hvítur dagur hefur hlotið mikið lof og fengið frábæra dóma hjá hinum ýmsu virtu kvikmyndatímaritum á borð við Cineuropa, Screen International og The Hollywood Reporter. Þá hafa gagnrýnendur farið fögrum orðum um leik Ingvars: „Ingimundur er heillandi og áhugaverður karakter, meistaralega dreginn upp af Ingvari Sigurðssyni“ segir t.a.m. í Screen International, og enn fremur að myndin sjálf sé „sjónrænt grípandi og áhrifamikil“. Myndin fjallar um lögreglustjórann Ingimund sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Hann einbeitir sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Myndin er framleidd af Join Motion Pictures og Sena sér um dreifingu hennar á Íslandi.Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi 6. september. Menning Tengdar fréttir Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 22. maí 2019 19:09 Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ingvar Sigurðsson aðalleikari kvikmyndarinnar Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hlaut leikaraverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Transylvaníu í gærkvöldi. Þetta er því önnur hátíðin í röð sem Ingvar hlýtur verðlaun fyrir leik sinn í myndinni, en fyrir eingöngu rúmum tveimur vikum var hann verðlaunaður á kvikmyndahátíðinni Critic´s Week í Cannes þar sem myndin var heimsfrumsýnd. Bandaríski leikarinn Nicolas Cage var einnig verðlaunaður á hátíðinni fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Þess má geta að Hlynur Pálmason hlaut einnig verðlaun á hátíðinni í Transylvaníu á síðasta ári, þá fyrir bestu leikstjórn fyrir fyrstu kvikmynd sína, hina dönsk/íslensku Vetrarbræður sem kom út árið 2017 og fór sigurför um heiminn í kjölfar heimsfrumsýningu í aðalkeppni Locarno kvikmyndahátíðarinnar í Sviss.Hér má sjá Ingvar veita verðlaununum viðurkenningu, en hann fékk meðal annars 1.500 evrur í sinn hlut. Hvítur, hvítur dagur hefur hlotið mikið lof og fengið frábæra dóma hjá hinum ýmsu virtu kvikmyndatímaritum á borð við Cineuropa, Screen International og The Hollywood Reporter. Þá hafa gagnrýnendur farið fögrum orðum um leik Ingvars: „Ingimundur er heillandi og áhugaverður karakter, meistaralega dreginn upp af Ingvari Sigurðssyni“ segir t.a.m. í Screen International, og enn fremur að myndin sjálf sé „sjónrænt grípandi og áhrifamikil“. Myndin fjallar um lögreglustjórann Ingimund sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Hann einbeitir sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Myndin er framleidd af Join Motion Pictures og Sena sér um dreifingu hennar á Íslandi.Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi 6. september.
Menning Tengdar fréttir Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 22. maí 2019 19:09 Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 22. maí 2019 19:09