Nú fyrr í vikunni var bíómyndin Rocketman frumsýnd í London. Myndir fjallar um ævi tónlistarmannsins Eltons John. Kvikmyndagerðarmennirnir nutu dyggrar aðstoðar Eltons við gerð handritsins.
Hann hefur sagt í viðtölum í vikunni að sumir framleiðendur myndarinnar hafi viljað ritskoða kynlífsenur og frásögn af eiturlyfjaneyslu hans.
Söngvarinn geðþekki segir að hann hafi ekki tekið það í mál, fortíðin ætti að birtast á hvíta tjaldinu eins nálægt sannleikanum og hægt væri.
Elton mætti á frumsýninguna ásamt eiginmanni sínum, David Furnish, en þeir eru einnig partur af framleiðendateyminu. Breski leikarinn Taron Egerton fer með hlutverk Eltons John.
Frumsýning á Rocketman í London
