Kuldaleg byrjun en fín veiði Karl Lúðvíksson skrifar 31. maí 2019 09:06 Falleg bleikja í snjómuggu við Laxá á opnunardaginn. Veiðimaðurinn er Sigurjón Bjarnason Mynd: Bjarni Júlíusson Veiði er hafin í Laxá í Mývatnssveit en þeir sem stóðu vaktina fyrsta daginn þurftu að hafa snjósköfu meðferðis sem er ekki staðalbúnaður í veiðitöskunni. Það var heldur kalt við Laxá þegar veiði hófst og morgunverkið var að skafa snjó af bílunum. Kuldahretið sem hefur gengið yfir norðurland er ekkert annað heldur en vetrarríki og því miður fyrir þá sem eiga daga framundan þá er spáð snjókomu á norðurlandi eftir helgina svo það er eins gott að geyma bara sumarskyrturnar og taka með sé lopapeysu jafnvel tvær. Þrátt fyrir kuldann er veiðin góð, eiginlega mjög góð því það veiddust um 100 fiskar á fyrstu vakt og þrátt fyrir að engin fluga sé að klekjast og þar af leiðandi ekki mikið af þurrflugutökum er fiskurinn vel haldinn og sprækur. "Það gekk mjög vel hjá okkur og gengur vel þrátt fyrir snjókomuna sem hefur verið hér fyrir norðan. Það sem gleður er að sjá hvað fiskurinn er vel haldin og eins hvað hlutfall bleikju í aflanum er að hækka en það helst í hendur við að stofninn í Mývatni er að styrkjast. Sonum mínum hefur gengið vel hérna og til að mynda þá fengum við hátt í 30 fiska við Helluvaðslandið í gær" segir Bjarni Júlíusson sem er við Laxá í þessum töluðu orðum. Við bíðum spennt eftir frekari fréttum af svæðinu sem og Laxárdalnum en það svæði hefur síðustu tvö ár verið að koma sterkt til baka eftir mögur ár á undan og þarna ertu að fá stærstu urriðana sem Laxá hefur að geyma. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Veiði er hafin í Laxá í Mývatnssveit en þeir sem stóðu vaktina fyrsta daginn þurftu að hafa snjósköfu meðferðis sem er ekki staðalbúnaður í veiðitöskunni. Það var heldur kalt við Laxá þegar veiði hófst og morgunverkið var að skafa snjó af bílunum. Kuldahretið sem hefur gengið yfir norðurland er ekkert annað heldur en vetrarríki og því miður fyrir þá sem eiga daga framundan þá er spáð snjókomu á norðurlandi eftir helgina svo það er eins gott að geyma bara sumarskyrturnar og taka með sé lopapeysu jafnvel tvær. Þrátt fyrir kuldann er veiðin góð, eiginlega mjög góð því það veiddust um 100 fiskar á fyrstu vakt og þrátt fyrir að engin fluga sé að klekjast og þar af leiðandi ekki mikið af þurrflugutökum er fiskurinn vel haldinn og sprækur. "Það gekk mjög vel hjá okkur og gengur vel þrátt fyrir snjókomuna sem hefur verið hér fyrir norðan. Það sem gleður er að sjá hvað fiskurinn er vel haldin og eins hvað hlutfall bleikju í aflanum er að hækka en það helst í hendur við að stofninn í Mývatni er að styrkjast. Sonum mínum hefur gengið vel hérna og til að mynda þá fengum við hátt í 30 fiska við Helluvaðslandið í gær" segir Bjarni Júlíusson sem er við Laxá í þessum töluðu orðum. Við bíðum spennt eftir frekari fréttum af svæðinu sem og Laxárdalnum en það svæði hefur síðustu tvö ár verið að koma sterkt til baka eftir mögur ár á undan og þarna ertu að fá stærstu urriðana sem Laxá hefur að geyma.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði