Sönn íslensk makamál: Ég veit alltaf hvað karlmenn eru að hugsa Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 27. maí 2019 09:00 Hvílík náðargáfa sem það er að vita alltaf hvað hinn aðilinn er að hugsa. Í samskiptum mínum við hitt kynið er ég svo heppin að vera gædd þeirri náðargáfu að vita alltaf hvað hinn aðilinn er að hugsa. Ekki nóg með það, heldur veit ég líka hvernig honum líður og auðvitað hvað hann langar að segja. Finnst ykkur ég ekki frábær? Ég nýti mér þessa náðargáfu að sjálfsögðu grimmt. Ég hef horft í augun á manni sem ég er að hitta og sagt: „Þú þarft ekki að segja neitt, ég veit alveg hvað þú ert að hugsa.“ Í framhaldi tek ég það samviskusamlega að mér að tjá tilfinningar hans til mín, því ég er auðvitað svo næm. Þegar ég er búin að tala fyrir hans hönd, þá er nú bara réttlátt að ég fái að svara fyrir mig. Eðlilega er ég orðin sármóðguð og komin í töluvert uppnám yfir því hvernig honum líður. Svo þegar ég hef útskýrt ítarlega fyrir honum hversu særð ég er þá spyr ég rólega: „Ég hef rétt fyrir mér, er það ekki?” En áður en hann nær að opna munninn, legg ég fingur á varir hans og segi: „Usssss! Þú þarft ekkert að segja, ég veit!“Frændi minn heitinn var mikill sögumaður, sögurnar voru reyndar misgóðar en aðal skemmtunin var að heyra hann segja frá. Sjálfum fannst honum sögurnar það fyndnar að hann náði yfirleitt ekki að klára fyrir hlátrasköllum. Ein sagan sat alltaf í mér. Maður úr Reykjavík átti erindi upp í sveit. Það var áliðið og hann einn á ferð. Dekkið springur.„DJÖFULSINS, HELVÍTI!“Maðurinn sækir varadekkið og dröslar því út í kuldann. Enginn tjakkur!„ANDSKOTANS VESEN“Hann sér ljóstýru í fjarska, bóndabær! Guði sé lof. Kauði leggur af stað í átt að bóndabænum með von um að fjárans bóndinn verði nú hjálplegur. Alltaf svo þrjóskir þessir sveitamenn.Hann hlýtur að lána mér tjakk, trúi ekki öðru.Maðurinn blótar kuldanum og verður svartsýnni með hverju skrefi. Þegar hann loks nálgast hlaðið er hann alveg kominn á það að bóndinn muni reiðast ógurlega yfir þessu ónæði svona seint um kvöld og alls ekki vilja aðstoða með tjakkinn. Skrefin verða æ hraðari og maðurinn úr Reykjavík orðinn vel pirraður þegar hann loks kemur að bæjardyrunum. Hann bankar harkalega og þegar bóndinn opnar og gerir sig liklegan til að bjóða góða kvöldið er manninum orðið svo heitt í hamsi að hann öskrar:„ÞÚ GETUR BARA ÁTT ÞENNAN HELVÍTIS TJAKK SJÁLFUR!“Ég tengi skuggalega mikið við þennan mann úr Reykjavík. Við vitum greinilega bæði nákvæmlega hvað fólk er að hugsa. Sönn íslensk makamál Tengdar fréttir Ástin á götunni: Best ef konan færi á skeljarnar Makamál spurðu fólk um sambönd, rómantík og ástina á sólríku hádegi í Reykjavík. Þegar kom að því hvort konan eða karlinn eiga að biðja voru ekki allir á sama máli og sumir harðir á því að betra væri að konan færi á skeljarnar. 22. maí 2019 16:15 Bone-orðin 10: Hildur Sigrún vill daður en ekki dónaskap Hvað er það sem heillar þig við aðra manneskju? Hvað lætur þig kikna í hnjánum, fyllast aðdáunar og jafnvel fá smá fiðrildi í magann? Hvað er það svo sem fær þig til að hlaupa hratt í burtu? 22. maí 2019 12:45 Viltu gifast Baldvin? Makamál fengu Baldvin Þormóðsson hugmyndasmið til að svara nokkrum spurningum um lífið og tilveruna. Það var aðeins ein regla, hann mátti bara tjá sig á GIF formi. 23. maí 2019 14:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál „Hún sá mig fyrst í Idolinu“ Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Í samskiptum mínum við hitt kynið er ég svo heppin að vera gædd þeirri náðargáfu að vita alltaf hvað hinn aðilinn er að hugsa. Ekki nóg með það, heldur veit ég líka hvernig honum líður og auðvitað hvað hann langar að segja. Finnst ykkur ég ekki frábær? Ég nýti mér þessa náðargáfu að sjálfsögðu grimmt. Ég hef horft í augun á manni sem ég er að hitta og sagt: „Þú þarft ekki að segja neitt, ég veit alveg hvað þú ert að hugsa.“ Í framhaldi tek ég það samviskusamlega að mér að tjá tilfinningar hans til mín, því ég er auðvitað svo næm. Þegar ég er búin að tala fyrir hans hönd, þá er nú bara réttlátt að ég fái að svara fyrir mig. Eðlilega er ég orðin sármóðguð og komin í töluvert uppnám yfir því hvernig honum líður. Svo þegar ég hef útskýrt ítarlega fyrir honum hversu særð ég er þá spyr ég rólega: „Ég hef rétt fyrir mér, er það ekki?” En áður en hann nær að opna munninn, legg ég fingur á varir hans og segi: „Usssss! Þú þarft ekkert að segja, ég veit!“Frændi minn heitinn var mikill sögumaður, sögurnar voru reyndar misgóðar en aðal skemmtunin var að heyra hann segja frá. Sjálfum fannst honum sögurnar það fyndnar að hann náði yfirleitt ekki að klára fyrir hlátrasköllum. Ein sagan sat alltaf í mér. Maður úr Reykjavík átti erindi upp í sveit. Það var áliðið og hann einn á ferð. Dekkið springur.„DJÖFULSINS, HELVÍTI!“Maðurinn sækir varadekkið og dröslar því út í kuldann. Enginn tjakkur!„ANDSKOTANS VESEN“Hann sér ljóstýru í fjarska, bóndabær! Guði sé lof. Kauði leggur af stað í átt að bóndabænum með von um að fjárans bóndinn verði nú hjálplegur. Alltaf svo þrjóskir þessir sveitamenn.Hann hlýtur að lána mér tjakk, trúi ekki öðru.Maðurinn blótar kuldanum og verður svartsýnni með hverju skrefi. Þegar hann loks nálgast hlaðið er hann alveg kominn á það að bóndinn muni reiðast ógurlega yfir þessu ónæði svona seint um kvöld og alls ekki vilja aðstoða með tjakkinn. Skrefin verða æ hraðari og maðurinn úr Reykjavík orðinn vel pirraður þegar hann loks kemur að bæjardyrunum. Hann bankar harkalega og þegar bóndinn opnar og gerir sig liklegan til að bjóða góða kvöldið er manninum orðið svo heitt í hamsi að hann öskrar:„ÞÚ GETUR BARA ÁTT ÞENNAN HELVÍTIS TJAKK SJÁLFUR!“Ég tengi skuggalega mikið við þennan mann úr Reykjavík. Við vitum greinilega bæði nákvæmlega hvað fólk er að hugsa.
Sönn íslensk makamál Tengdar fréttir Ástin á götunni: Best ef konan færi á skeljarnar Makamál spurðu fólk um sambönd, rómantík og ástina á sólríku hádegi í Reykjavík. Þegar kom að því hvort konan eða karlinn eiga að biðja voru ekki allir á sama máli og sumir harðir á því að betra væri að konan færi á skeljarnar. 22. maí 2019 16:15 Bone-orðin 10: Hildur Sigrún vill daður en ekki dónaskap Hvað er það sem heillar þig við aðra manneskju? Hvað lætur þig kikna í hnjánum, fyllast aðdáunar og jafnvel fá smá fiðrildi í magann? Hvað er það svo sem fær þig til að hlaupa hratt í burtu? 22. maí 2019 12:45 Viltu gifast Baldvin? Makamál fengu Baldvin Þormóðsson hugmyndasmið til að svara nokkrum spurningum um lífið og tilveruna. Það var aðeins ein regla, hann mátti bara tjá sig á GIF formi. 23. maí 2019 14:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál „Hún sá mig fyrst í Idolinu“ Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Ástin á götunni: Best ef konan færi á skeljarnar Makamál spurðu fólk um sambönd, rómantík og ástina á sólríku hádegi í Reykjavík. Þegar kom að því hvort konan eða karlinn eiga að biðja voru ekki allir á sama máli og sumir harðir á því að betra væri að konan færi á skeljarnar. 22. maí 2019 16:15
Bone-orðin 10: Hildur Sigrún vill daður en ekki dónaskap Hvað er það sem heillar þig við aðra manneskju? Hvað lætur þig kikna í hnjánum, fyllast aðdáunar og jafnvel fá smá fiðrildi í magann? Hvað er það svo sem fær þig til að hlaupa hratt í burtu? 22. maí 2019 12:45
Viltu gifast Baldvin? Makamál fengu Baldvin Þormóðsson hugmyndasmið til að svara nokkrum spurningum um lífið og tilveruna. Það var aðeins ein regla, hann mátti bara tjá sig á GIF formi. 23. maí 2019 14:00