Hvorki að þessu fyrir athyglina né peningana Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 23. maí 2019 07:30 Ottó Tynes frumflytur plötuna Happiness hold my hand í kvöld á Hard Rock. fréttablaðið/Stefán Karlsson Heimspekikennarinn Ottó Tynes gaf út sína fyrstu og líklega síðustu sólóplötu nú á dögunum. Hún heitir Happiness hold my hand og gefur hann hana út undir undir listamannsnafninu Wasabi. Þótt fyrst og fremst sé um einstaklingsverkefni að ræða, þá mun Ottó hafa frábæra hljóðfæraleikara sér til halds og trausts á útgáfutónleikunum í kvöld. Þeir fara fram í kjallaranum á Hard Rock Cafe en hann segir staðsetninguna ekki vera neina tilviljun. „Tónlistin er svolítið í anda bresku popp-rokk-sveita tíunda áratugarins. Akkúrat þannig tónlist var spiluð í Rósenbergkjallaranum sáluga. Hann sem var staðsettur einmitt þar sem Hard Rock kjallarinn er núna, áður en staðurinn brann til kaldra kola.“Flestar helgar í Rósenbergkjallaranum Ottó fannst því tilvalið að halda útgáfutónleikana á stað þar sem breska nýbylgjutónlistin blómstraði fyrir aldarfjórðungi. „Þetta var náttúrulega einn vinsælasti skemmtistaður þessa tíma. Ætli maður hafi ekki eytt flestum helgum á sínum tíma í Rósenbergkjallaranum. Við komumst ekki nær því að vera þar í dag en akkúrat á tónleikunum hjá mér,“ segir hann hlæjandi. Hann segir nafnið á sólósveitinni einnig hafa skírskotun í popp-rokk tíunda áratugarins. „Já, þá var vinsælt að bönd væru nefnd einföldum, stuttum og grípandi nöfnum sem gleymdust ekki auðveldlega. Oasis, Pulp, Blur. Svo mér fannst Wasabi alveg liggja við. Mér fannst þetta vera smá í anda þessara nafna.“Hægt er að nálgast plötuna á Spotify. Mynd/AðsendPlata frekar en sportbíll Ottó hefur lengi verið viðloðandi tónlistarbransann og meðlimur í fjölda íslenskra hljómsveita. Þeirra á meðal eru Ottó og nashyrningarnir og Geirfuglarnir. Hann hafði þó lengi dreymt um að láta verða af því að gera sólóplötu. „Það er nú alveg hægt að tengja þessa löngun mína til að gera plötuna við gamla góða gráa fiðringinn,“ segir Ottó gamansamur og heldur áfram: ,,Sumir fá sér rándýran sportbíl en mig langaði bara að gera plötu. Svo ég ákvað að slá til og láta drauminn rætast. Það tókst með dyggum stuðningi fólks á Karolina Fund. Þannig að ég hlakka mikið til að spila fyrir þá sem hjálpuðu mér að láta þetta gerast.“ Ottó viðurkennir þó að það sé ekkert spaug að gefa út plötu. Það sé gífurlega kostnaðarsamt og hann hafi því auðvitað þurft að bera hluta þungans af því sjálfur. Hann er þó stoltur af útkomunni. „Ég er hvorki að þessu fyrir athyglina, né peningana. Er það ekki bara flott fyrirsögn?“ svarar Ottó hlæjandi. Þakklátur þeim sem lögðu söfnuninni lið Á plötunni eru níu lög og Ottó stefnir á að taka þau öll í kvöld. „Svo er annar helmingur vestfirska dúósins Between the Mountains, hún Katla Vigdís, að hita upp fyrir mig. Hún er einmitt dóttir hans Venna sem spilar með mér á bassa.“ Það eru nánast allar líkur á því að þetta verði einu tónleikar Wasabi að sögn Ottós. „Þetta verður bara í þetta eina skiptið þannig, það er núna eða aldrei að sjá mig flytja plötuna. Svo tekur bara næsta verkefni við. En mig langaði að halda eina tónleika allavega, svona til að þakka þeim sem lögðu mér lið í söfnuninni. Það þurfa helst samt svona 20-30 manns mæta í viðbót til að ég geti borgað salinn, svo endilega allir að mæta svo ég komi út á sléttu,“ segir hann kíminn að lokum. Tónleikarnir fara fram líkt og áður segir í kjallara Hard Rock Cafe við Lækjargötu. Húsið er opnað klukkan 21.00 og fljótandi veigar eru í boði fyrir þá fyrstu á svæðið. Miðaverðið er 3.000 krónur, en þeir eru til sölu á tix.is og við innganginn. Happiness hold my hand er aðgengileg á Spotify. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Heimspekikennarinn Ottó Tynes gaf út sína fyrstu og líklega síðustu sólóplötu nú á dögunum. Hún heitir Happiness hold my hand og gefur hann hana út undir undir listamannsnafninu Wasabi. Þótt fyrst og fremst sé um einstaklingsverkefni að ræða, þá mun Ottó hafa frábæra hljóðfæraleikara sér til halds og trausts á útgáfutónleikunum í kvöld. Þeir fara fram í kjallaranum á Hard Rock Cafe en hann segir staðsetninguna ekki vera neina tilviljun. „Tónlistin er svolítið í anda bresku popp-rokk-sveita tíunda áratugarins. Akkúrat þannig tónlist var spiluð í Rósenbergkjallaranum sáluga. Hann sem var staðsettur einmitt þar sem Hard Rock kjallarinn er núna, áður en staðurinn brann til kaldra kola.“Flestar helgar í Rósenbergkjallaranum Ottó fannst því tilvalið að halda útgáfutónleikana á stað þar sem breska nýbylgjutónlistin blómstraði fyrir aldarfjórðungi. „Þetta var náttúrulega einn vinsælasti skemmtistaður þessa tíma. Ætli maður hafi ekki eytt flestum helgum á sínum tíma í Rósenbergkjallaranum. Við komumst ekki nær því að vera þar í dag en akkúrat á tónleikunum hjá mér,“ segir hann hlæjandi. Hann segir nafnið á sólósveitinni einnig hafa skírskotun í popp-rokk tíunda áratugarins. „Já, þá var vinsælt að bönd væru nefnd einföldum, stuttum og grípandi nöfnum sem gleymdust ekki auðveldlega. Oasis, Pulp, Blur. Svo mér fannst Wasabi alveg liggja við. Mér fannst þetta vera smá í anda þessara nafna.“Hægt er að nálgast plötuna á Spotify. Mynd/AðsendPlata frekar en sportbíll Ottó hefur lengi verið viðloðandi tónlistarbransann og meðlimur í fjölda íslenskra hljómsveita. Þeirra á meðal eru Ottó og nashyrningarnir og Geirfuglarnir. Hann hafði þó lengi dreymt um að láta verða af því að gera sólóplötu. „Það er nú alveg hægt að tengja þessa löngun mína til að gera plötuna við gamla góða gráa fiðringinn,“ segir Ottó gamansamur og heldur áfram: ,,Sumir fá sér rándýran sportbíl en mig langaði bara að gera plötu. Svo ég ákvað að slá til og láta drauminn rætast. Það tókst með dyggum stuðningi fólks á Karolina Fund. Þannig að ég hlakka mikið til að spila fyrir þá sem hjálpuðu mér að láta þetta gerast.“ Ottó viðurkennir þó að það sé ekkert spaug að gefa út plötu. Það sé gífurlega kostnaðarsamt og hann hafi því auðvitað þurft að bera hluta þungans af því sjálfur. Hann er þó stoltur af útkomunni. „Ég er hvorki að þessu fyrir athyglina, né peningana. Er það ekki bara flott fyrirsögn?“ svarar Ottó hlæjandi. Þakklátur þeim sem lögðu söfnuninni lið Á plötunni eru níu lög og Ottó stefnir á að taka þau öll í kvöld. „Svo er annar helmingur vestfirska dúósins Between the Mountains, hún Katla Vigdís, að hita upp fyrir mig. Hún er einmitt dóttir hans Venna sem spilar með mér á bassa.“ Það eru nánast allar líkur á því að þetta verði einu tónleikar Wasabi að sögn Ottós. „Þetta verður bara í þetta eina skiptið þannig, það er núna eða aldrei að sjá mig flytja plötuna. Svo tekur bara næsta verkefni við. En mig langaði að halda eina tónleika allavega, svona til að þakka þeim sem lögðu mér lið í söfnuninni. Það þurfa helst samt svona 20-30 manns mæta í viðbót til að ég geti borgað salinn, svo endilega allir að mæta svo ég komi út á sléttu,“ segir hann kíminn að lokum. Tónleikarnir fara fram líkt og áður segir í kjallara Hard Rock Cafe við Lækjargötu. Húsið er opnað klukkan 21.00 og fljótandi veigar eru í boði fyrir þá fyrstu á svæðið. Miðaverðið er 3.000 krónur, en þeir eru til sölu á tix.is og við innganginn. Happiness hold my hand er aðgengileg á Spotify.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira