KOTOR er hlutverkaleikur þar sem spilarar setja sig í spor hermanns Gamla lýðveldisins sem tekur virkan þátt í baráttunni gegn Sith-herranum Darth Malak, fyrrverandi lærisveini Darth Revan. Leikurinn gerist um fjögur þúsund árum fyrir Star Wars: A New Hope og býr yfir mjög góðri og áhugaverðri sögu.
Blaðamaður MTV ræddi við Kathleen Kennedy, yfirmann Lucasfilm, í apríl og var hún sérstaklega spurð út í KOTOR og möguleikann á kvikmynd. Þá sagði hún starfsmenn Lucasfilm vera ítrekað að velta því fyrir sér og það væri til skoðunar. Hún sagðist þó ekki vita hvernig það ferli myndi enda.
Nú virðist sem að Kalogridis sé að skrifa handritið en það þarf þó ekki að þýða að af kvikmyndunum verði.
#Lucasfilm president Kathleen Kennedy talked to us about the future of #StarWars – including a Knights of the Old Republic movie and female filmmakers taking the helm, as well as Palpatine’s surprise return in the trailer for @StarWars#EpisodeIXpic.twitter.com/HCjEhdlRv7
— MTV NEWS (@MTVNEWS) April 16, 2019
Ekki liggur fyrir hvenær þríleikur Rian Johnson, sem gerði The Last Jedi, á að líta dagsins ljós.