Spenntur fyrir kraftinum í íslensku aðdáendunum Þórarinn Þórarinsson skrifar 25. maí 2019 08:15 Bassaleikarinn John Taylor á tónleikum í Bandaríkjunum árið 2007. Vísir/Getty Duran Duran var ein allra vinsælasta hljómsveit níunda áratugarins, gullaldar axlapúða, sítt að aftan og svuntuþeytara. Þeir Simon Le Bon, Nick Rhodes, John Taylor, Andy Taylor og Roger Taylor voru með þetta allt á hreinu. Óumdeildir brautryðjendur í nýrómantíska poppinu. Skjótar og ofboðslegar vinsældir þeirra og velgengni urðu ungu mönnunum þó fljótt fjötur um fót og á ýmsu hefur gengið á fjörutíu ára ferli en enn standa þó fjórir af fimm þétt saman vandlega studdir dyggum aðdáendum sem aldrei hafa látið bugast frekar en hetjurnar þeirra. „Eru í alvöru fjórtán ár síðan síðast? Vá! Ég trúi því ekki að það séu fjórtán ár. Tíminn líður hratt, er það ekki? Ég á mjög góðar minningar frá síðustu tónleikunum á Íslandi og kraftinum í áhorfendum þannig að ég er virkilega spenntur fyrir þessum,“ sagði John, eldhress, þegar Fréttablaðið hringdi í hann til Los Angeles.Þetta getur þá varla klikkað þar sem ég held að ég geti lofað því að allir sem voru á tónleikunum 2005 mæti líka á þessa. „Gott, gott. Allir bara aðeins eldri.“Já, já, við hækkum bara í heyrnartækjunum og tjúttum okkur í gegnum þetta. „Hahahaha, nákvæmlega! Með stafi og göngugrindur!“Hvað varð til þess að þið ákváðuð að koma aftur? „Við vorum ekkert búnir að vera að pæla neitt í Íslandi í alvöru en þegar við fengum tilboð um að koma til Íslands sáum við þarna tækifæri og stukkum eiginlega bara á það. Við hlökkum allir til þess að heimsækja Ísland aftur og nú fáum við líka tækifæri til þess að halda öðruvísi tónleika en við gerðum síðast,“ segir John.Klassík í nýjum ramma John segir Duran Duran undanfarið hafa rammað tónleika sína inn með lögum af síðustu plötu, Paper Gods, sem kom út 2015 en á milli taki þeir sígild lög sem þeir viti ósköp vel að elstu og dyggustu aðdáendurnir vilji helst heyra. „Innan þessa ramma reynum við að gleðja sem flesta í áhorfendahópnum eins mikið og við mögulega getum, en svo vonast maður líka til þess að geta komið fólki á óvart en spila samt nógu mikið af því sem það kom til þess að heyra. Fyrst og fremst viljum við að mannskapurinn skemmti sér.“Villtir sætir strákar komnir til New York 1981 tilbúnir að sigra heiminn.David Tan/Shinko Music/Getty ImagesRio er ómissandi „Ég meina, áhorfendur okkar koma til þess að skemmta sér. Þetta er dásamlegur, stór og blandaður hópur og andrúmsloftið er venjulega frábært og það verður það núna nema þið klúðrið því,“ segir John og hljómar mjög öruggur um hið gagnstæða og hlær dátt þegar svarið kemur.Engin hætta á því, en aðdáendur ykkar eru mjög traustir en kannski líka um leið svolítið kröfuharðir. Eru einhver lög sem ykkur finnst þið alltaf verða að spila fyrir okkur á tónleikum? „Mér finnst ég alls ekki skuldbundinn þannig, en það eru ákveðin lög sem manni finnst mikilvægt að spila. Hvers vegna ætti maður til dæmis ekki að spila Ordinary World til dæmis? Rio, hvers vegna í ósköpunum ættirðu ekki að spila það lag? Það eru nokkur lög sem ég get ekki ímyndað mér að spila ekki þegar ég stíg á svið. Bara vegna þess að í þeim kristallast það besta sem við höfum verið að reyna að gera í gegnum allan okkar feril. Þegar manni tekst að gera lag sem virkilega talar til fólks á einhvern klikkaðan hátt er takmarki okkar náð og öll okkar vinna snýst um þetta og við spilum þessi lög náttúrlega.“John Taylor nýtur þess enn í botn að plokka bassann með Duran Duran. Hér er hann á tónleikum á Caymaneyjum í febrúar.Vísir/GettyBrestir og upplausn Frægðin og vinsældirnar tóku sinn toll og í kringum 1985 var kominn þreyta í mannskapinn og brestir í vináttu þeirra og að lokum fór svo að trommarinn Roger Taylor og gítartöffarinn Andy Taylor hættu og eftir stóðu Simon, Nick og John sem síðar lét sig einnig hverfa. Simon Le Bon sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir tónleikana 2005 að árin án Johns hefðu verið honum mjög erfið og þakkaði dyggum aðdáendunum að þeir Nick hefðu þraukað milli 1987 og 2001. „Þetta voru erfið ár og sveitin hefði getað lagt endanlega upp laupana hvenær sem var. Þá voru það aðdáendurnir sem héldu okkur virkilega saman,“ sagði Simon á sínum tíma. Árið 2000 ákváðu Simon og John að reyna að smala upprunalega bandinu saman. Roger var til í tuskið og Andy skilaði sér síðastur og þeir stigu fimm saman á svið á ný 2001. Hingað komu þeir síðan 2005 og íslenskir aðdáendur þeirra nutu þess að sjá þá alla saman. Það mátti þó vart tæpara standa þar sem 2006 gáfust þeir upp á Andy og létu hann fara. Andy kemur ekki! Þegar talið berst að tónleikunum 2005 rifja ég upp að Simon hafi boðið salnum að velja á milli The Reflex og ábreiðu þeirra af gamla slagaranum Make Me Smile (Come Up and See Me) sem var einmitt á B-hlið The Reflex-smáskífunnar. Tónninn í John og takturinn í viðtalinu snarþyngist og það er auðheyrt að Make Me Smile hefur fylgt gítarleikaranum brottrekna. „Ó, gerðum við það? Spiluðum við það lag í Reykjavík? Ha?! Var Andy Taylor með okkur á þessum tónleikum?“ Lagið spiluðu þeir þó ekki þar sem áhorfendur völdu að sjálfsögðu sitt Reflex.Já, já. Hann var með. „Hah! Klikkað. En hvorki Andy né Make Me Smile verða á tónleikunum á þessu ári. Ég get lofað þér því,“ segir John og Andy er þar með úr sögunni og ljóst að eitthvað hefur gengið á þegar hann axlaði sinn gítar og skinn.Simon le Bon og John Taylor.Vísir/VilhelmDuran-fjölskyldanDuran Duran hefur verið í stöðugri þróun og þið hafið verið óhræddir við að feta nýjar brautir og alltaf halda gömlu aðdáendurnir samt tryggð við ykkur. „Ég geri ráð fyrir að við höfum haldið okkur mátulega nálægt formúlunni og vissulega höfum við ekki gert neitt sem augljóslega myndi fara þveröfugt ofan í hörðustu aðdáendur okkar. Ég held við stígum í raun og veru varlega til jarðar. Níundi áratugurinn var áhugaverð þeysireið. Alveg frá fyrstu árunum þar sem við nutum þessara rosalegu vinsælda og síðan mátti allt í einu engu muna að við myndum missa þetta allt. Við urðum virkilega að ríghalda fast og örugglega í þetta til þess að halda ferlinum gangandi,“ segir John og bætir við að hann geti þannig tekið undir með Simon um að aðdáendurnir hafi átt sinn þátt í því að þeir komust í gegnum krepputímabilið. „Ég held líka að aðdáendurnir tengi við okkur sem manneskjur. Duran Duran er ein af þessum hljómsveitum sem vekja einhvers konar fjölskyldutilfinningu og ég held að einhvern veginn gerist eitthvað magnað þegar fólk er komið í þessa fjölskyldu og finnur hversu samheldin hún er.“ Einn fyrir alla, allir fyrir einn „Við vildum geta haldið áfram, þú veist, enginn okkar vildi enda útbrunninn í sjónvarpsþætti eins og I’m a Celebrity. Við vildum eiga áfram feril í tónlist og ég held að við höfum gert okkur grein fyrir þvílík forréttindi það eru og hversu heppnir við höfðum verið. En við þurftum virkilega að hafa fyrir því og þess vegna held ég að við séum varkárir. Allt í heiminum sem styrkir staðfestu er af hinu góða og með því að standa saman hefur okkur tekist að laða að okkur áheyrendur og þeir eru þarna út af okkur saman, ekki mér einum. Merkilegt nokk, þegar ég var að nálgast þrítugt var eins og fólk, og sérstaklega fjölmiðlar, væri endalaust að spyrja hvers vegna við héldum enn hópinn. Eins og þátttaka í popptónlist ætti bara að vera tímabundin. Hljómsveitir geta verið sérstaklega viðkvæmar fyrir svona skilaboðum vegna þess að þær eru brothættar. Of margar hljómsveitir hafa sundrast snemma þegar meðlimir hafa látið egóið stjórna sér. Vissulega ekki alltaf tilfellið og ýmsir listamenn hafa yfirgefið hljómsveitir og gert góða hluti, en æ oftar velti ég því fyrir mér af hverju hljómsveitin gerði ekki frekar aðra plötu saman en allar þessar sólóplötur.“Lærdómur knattspyrnunnar Þótt John hafi búið í Los Angeles í Bandaríkjunum í tæpa þrjá áratugi þá eru taugarnar til Englands enn sterkar og ekki síst til enska boltans og liðsins hans, Aston Villa. „Ég hef fylgst með enska boltanum síðan 1966,“ segir John og hlær. „Ég hef lært mikið um mikilvægi liðsheildarinnar af knattspyrnunni. Ég er hugfanginn af fótbolta, elska að horfa á hann og dáist að hvernig einstaklingsegó þessara ótrúlega hæfileikaríku stráka ná að koma saman og vinna sem eitt lið. Ég held að þetta hafi alltaf verið eitthvað sem við höfum haft, þú veist, sem hljómsveit. Minna samt í seinni tíð vegna þess að við erum allir aðeins eldri, reyndari, líður vel saman og kunnum að meta styrkleika hvers og eins. En þetta er mikilvægt þegar maður er að vinna sig í gegnum þær áskoranir sem fylgja mikilli velgengni og athygli. Það tekur verulega á að tryggja samheldnina þegar maður er ungur og þarf að stilla sig af þegar egóið er að blása út.“ Bassinn sem botninn fylla kannÞú hefur getið þér gott orð sem einn fremsti bassaleikari nútímans sem tengir getu og flókna tækni við frábæran takt og tón. Er aukið flækjustig í bassalínum sérstakt markmið hjá þér? „Þegar ég var yngri þá var það málið. Ég lagði mig fram við að semja flóknar línur. Allt sem ég kunni, spilaði ég. Helst eins mikið og mögulega hægt var að koma að. Þetta var svona „hvað get ég gert?“. Og í hvert skipti sem ég lærði eitthvað nýtt þá vildi ég koma því að í lagi,“ segir John sem lagðist í miklar stílpælingar um miðbik níunda áratugarins. „Ég fór svo inn í tímabil þar sem ég fór að taka sjálfan mig full hátíðlega og átti til að ofhugsa minn eigin stíl. Veistu, stundum þurfti meira að segja að ýta aðeins á eftir mér með að spila minn eigin stíl. Einhver í bandinu eða pródúsent þurfti að hvetja mig til að spila á bassann meira eins og John Taylor?…! Þetta er alltaf ákveðin áskorun.“Marksækið úrvalslið John segir þá félaga alltaf reyna að búa til eitthvað nýtt, segja eitthvað nýtt, þegar þeir vinna að nýrri tónlist. „Þetta er ferlega skapandi ferli sem er frábært, en þú getur heldur ekki bara dinglað með. Þú verður að leggja eitthvað til og taka þátt, en það er líka hluti af því að vera saman í hljómsveit. Eins og þú veist erum við búnir að vera saman ansi lengi þannig að við þurfum líka á því að halda að hvetja hverjir aðra og veita okkur innblástur. En þannig á það að vera því við erum jú saman í liði. Ef Simon til dæmis kemur með ljóðlínur fyrir nýtt lag þá er það hreinlega eins og hann sé að skora mark í úrslitaleik – já?…!!! Sama ef Nick kemur með hljómborðspart sem verður hvatning og upphaf að nýju lagi þá er maður aftur í skýjunum. Búinn að verja vítaskot. Frábær tilfinning og þannig vinnum við saman,“ segir bassavillingur níunda áratugarins, orðinn mun rólegri en jafn líklegur og áður til að raða inn glæsimörkum ásamt félögum sínum í Laugardalshöll í júní. Birtist í Fréttablaðinu Íslandsvinir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Duran Duran var ein allra vinsælasta hljómsveit níunda áratugarins, gullaldar axlapúða, sítt að aftan og svuntuþeytara. Þeir Simon Le Bon, Nick Rhodes, John Taylor, Andy Taylor og Roger Taylor voru með þetta allt á hreinu. Óumdeildir brautryðjendur í nýrómantíska poppinu. Skjótar og ofboðslegar vinsældir þeirra og velgengni urðu ungu mönnunum þó fljótt fjötur um fót og á ýmsu hefur gengið á fjörutíu ára ferli en enn standa þó fjórir af fimm þétt saman vandlega studdir dyggum aðdáendum sem aldrei hafa látið bugast frekar en hetjurnar þeirra. „Eru í alvöru fjórtán ár síðan síðast? Vá! Ég trúi því ekki að það séu fjórtán ár. Tíminn líður hratt, er það ekki? Ég á mjög góðar minningar frá síðustu tónleikunum á Íslandi og kraftinum í áhorfendum þannig að ég er virkilega spenntur fyrir þessum,“ sagði John, eldhress, þegar Fréttablaðið hringdi í hann til Los Angeles.Þetta getur þá varla klikkað þar sem ég held að ég geti lofað því að allir sem voru á tónleikunum 2005 mæti líka á þessa. „Gott, gott. Allir bara aðeins eldri.“Já, já, við hækkum bara í heyrnartækjunum og tjúttum okkur í gegnum þetta. „Hahahaha, nákvæmlega! Með stafi og göngugrindur!“Hvað varð til þess að þið ákváðuð að koma aftur? „Við vorum ekkert búnir að vera að pæla neitt í Íslandi í alvöru en þegar við fengum tilboð um að koma til Íslands sáum við þarna tækifæri og stukkum eiginlega bara á það. Við hlökkum allir til þess að heimsækja Ísland aftur og nú fáum við líka tækifæri til þess að halda öðruvísi tónleika en við gerðum síðast,“ segir John.Klassík í nýjum ramma John segir Duran Duran undanfarið hafa rammað tónleika sína inn með lögum af síðustu plötu, Paper Gods, sem kom út 2015 en á milli taki þeir sígild lög sem þeir viti ósköp vel að elstu og dyggustu aðdáendurnir vilji helst heyra. „Innan þessa ramma reynum við að gleðja sem flesta í áhorfendahópnum eins mikið og við mögulega getum, en svo vonast maður líka til þess að geta komið fólki á óvart en spila samt nógu mikið af því sem það kom til þess að heyra. Fyrst og fremst viljum við að mannskapurinn skemmti sér.“Villtir sætir strákar komnir til New York 1981 tilbúnir að sigra heiminn.David Tan/Shinko Music/Getty ImagesRio er ómissandi „Ég meina, áhorfendur okkar koma til þess að skemmta sér. Þetta er dásamlegur, stór og blandaður hópur og andrúmsloftið er venjulega frábært og það verður það núna nema þið klúðrið því,“ segir John og hljómar mjög öruggur um hið gagnstæða og hlær dátt þegar svarið kemur.Engin hætta á því, en aðdáendur ykkar eru mjög traustir en kannski líka um leið svolítið kröfuharðir. Eru einhver lög sem ykkur finnst þið alltaf verða að spila fyrir okkur á tónleikum? „Mér finnst ég alls ekki skuldbundinn þannig, en það eru ákveðin lög sem manni finnst mikilvægt að spila. Hvers vegna ætti maður til dæmis ekki að spila Ordinary World til dæmis? Rio, hvers vegna í ósköpunum ættirðu ekki að spila það lag? Það eru nokkur lög sem ég get ekki ímyndað mér að spila ekki þegar ég stíg á svið. Bara vegna þess að í þeim kristallast það besta sem við höfum verið að reyna að gera í gegnum allan okkar feril. Þegar manni tekst að gera lag sem virkilega talar til fólks á einhvern klikkaðan hátt er takmarki okkar náð og öll okkar vinna snýst um þetta og við spilum þessi lög náttúrlega.“John Taylor nýtur þess enn í botn að plokka bassann með Duran Duran. Hér er hann á tónleikum á Caymaneyjum í febrúar.Vísir/GettyBrestir og upplausn Frægðin og vinsældirnar tóku sinn toll og í kringum 1985 var kominn þreyta í mannskapinn og brestir í vináttu þeirra og að lokum fór svo að trommarinn Roger Taylor og gítartöffarinn Andy Taylor hættu og eftir stóðu Simon, Nick og John sem síðar lét sig einnig hverfa. Simon Le Bon sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir tónleikana 2005 að árin án Johns hefðu verið honum mjög erfið og þakkaði dyggum aðdáendunum að þeir Nick hefðu þraukað milli 1987 og 2001. „Þetta voru erfið ár og sveitin hefði getað lagt endanlega upp laupana hvenær sem var. Þá voru það aðdáendurnir sem héldu okkur virkilega saman,“ sagði Simon á sínum tíma. Árið 2000 ákváðu Simon og John að reyna að smala upprunalega bandinu saman. Roger var til í tuskið og Andy skilaði sér síðastur og þeir stigu fimm saman á svið á ný 2001. Hingað komu þeir síðan 2005 og íslenskir aðdáendur þeirra nutu þess að sjá þá alla saman. Það mátti þó vart tæpara standa þar sem 2006 gáfust þeir upp á Andy og létu hann fara. Andy kemur ekki! Þegar talið berst að tónleikunum 2005 rifja ég upp að Simon hafi boðið salnum að velja á milli The Reflex og ábreiðu þeirra af gamla slagaranum Make Me Smile (Come Up and See Me) sem var einmitt á B-hlið The Reflex-smáskífunnar. Tónninn í John og takturinn í viðtalinu snarþyngist og það er auðheyrt að Make Me Smile hefur fylgt gítarleikaranum brottrekna. „Ó, gerðum við það? Spiluðum við það lag í Reykjavík? Ha?! Var Andy Taylor með okkur á þessum tónleikum?“ Lagið spiluðu þeir þó ekki þar sem áhorfendur völdu að sjálfsögðu sitt Reflex.Já, já. Hann var með. „Hah! Klikkað. En hvorki Andy né Make Me Smile verða á tónleikunum á þessu ári. Ég get lofað þér því,“ segir John og Andy er þar með úr sögunni og ljóst að eitthvað hefur gengið á þegar hann axlaði sinn gítar og skinn.Simon le Bon og John Taylor.Vísir/VilhelmDuran-fjölskyldanDuran Duran hefur verið í stöðugri þróun og þið hafið verið óhræddir við að feta nýjar brautir og alltaf halda gömlu aðdáendurnir samt tryggð við ykkur. „Ég geri ráð fyrir að við höfum haldið okkur mátulega nálægt formúlunni og vissulega höfum við ekki gert neitt sem augljóslega myndi fara þveröfugt ofan í hörðustu aðdáendur okkar. Ég held við stígum í raun og veru varlega til jarðar. Níundi áratugurinn var áhugaverð þeysireið. Alveg frá fyrstu árunum þar sem við nutum þessara rosalegu vinsælda og síðan mátti allt í einu engu muna að við myndum missa þetta allt. Við urðum virkilega að ríghalda fast og örugglega í þetta til þess að halda ferlinum gangandi,“ segir John og bætir við að hann geti þannig tekið undir með Simon um að aðdáendurnir hafi átt sinn þátt í því að þeir komust í gegnum krepputímabilið. „Ég held líka að aðdáendurnir tengi við okkur sem manneskjur. Duran Duran er ein af þessum hljómsveitum sem vekja einhvers konar fjölskyldutilfinningu og ég held að einhvern veginn gerist eitthvað magnað þegar fólk er komið í þessa fjölskyldu og finnur hversu samheldin hún er.“ Einn fyrir alla, allir fyrir einn „Við vildum geta haldið áfram, þú veist, enginn okkar vildi enda útbrunninn í sjónvarpsþætti eins og I’m a Celebrity. Við vildum eiga áfram feril í tónlist og ég held að við höfum gert okkur grein fyrir þvílík forréttindi það eru og hversu heppnir við höfðum verið. En við þurftum virkilega að hafa fyrir því og þess vegna held ég að við séum varkárir. Allt í heiminum sem styrkir staðfestu er af hinu góða og með því að standa saman hefur okkur tekist að laða að okkur áheyrendur og þeir eru þarna út af okkur saman, ekki mér einum. Merkilegt nokk, þegar ég var að nálgast þrítugt var eins og fólk, og sérstaklega fjölmiðlar, væri endalaust að spyrja hvers vegna við héldum enn hópinn. Eins og þátttaka í popptónlist ætti bara að vera tímabundin. Hljómsveitir geta verið sérstaklega viðkvæmar fyrir svona skilaboðum vegna þess að þær eru brothættar. Of margar hljómsveitir hafa sundrast snemma þegar meðlimir hafa látið egóið stjórna sér. Vissulega ekki alltaf tilfellið og ýmsir listamenn hafa yfirgefið hljómsveitir og gert góða hluti, en æ oftar velti ég því fyrir mér af hverju hljómsveitin gerði ekki frekar aðra plötu saman en allar þessar sólóplötur.“Lærdómur knattspyrnunnar Þótt John hafi búið í Los Angeles í Bandaríkjunum í tæpa þrjá áratugi þá eru taugarnar til Englands enn sterkar og ekki síst til enska boltans og liðsins hans, Aston Villa. „Ég hef fylgst með enska boltanum síðan 1966,“ segir John og hlær. „Ég hef lært mikið um mikilvægi liðsheildarinnar af knattspyrnunni. Ég er hugfanginn af fótbolta, elska að horfa á hann og dáist að hvernig einstaklingsegó þessara ótrúlega hæfileikaríku stráka ná að koma saman og vinna sem eitt lið. Ég held að þetta hafi alltaf verið eitthvað sem við höfum haft, þú veist, sem hljómsveit. Minna samt í seinni tíð vegna þess að við erum allir aðeins eldri, reyndari, líður vel saman og kunnum að meta styrkleika hvers og eins. En þetta er mikilvægt þegar maður er að vinna sig í gegnum þær áskoranir sem fylgja mikilli velgengni og athygli. Það tekur verulega á að tryggja samheldnina þegar maður er ungur og þarf að stilla sig af þegar egóið er að blása út.“ Bassinn sem botninn fylla kannÞú hefur getið þér gott orð sem einn fremsti bassaleikari nútímans sem tengir getu og flókna tækni við frábæran takt og tón. Er aukið flækjustig í bassalínum sérstakt markmið hjá þér? „Þegar ég var yngri þá var það málið. Ég lagði mig fram við að semja flóknar línur. Allt sem ég kunni, spilaði ég. Helst eins mikið og mögulega hægt var að koma að. Þetta var svona „hvað get ég gert?“. Og í hvert skipti sem ég lærði eitthvað nýtt þá vildi ég koma því að í lagi,“ segir John sem lagðist í miklar stílpælingar um miðbik níunda áratugarins. „Ég fór svo inn í tímabil þar sem ég fór að taka sjálfan mig full hátíðlega og átti til að ofhugsa minn eigin stíl. Veistu, stundum þurfti meira að segja að ýta aðeins á eftir mér með að spila minn eigin stíl. Einhver í bandinu eða pródúsent þurfti að hvetja mig til að spila á bassann meira eins og John Taylor?…! Þetta er alltaf ákveðin áskorun.“Marksækið úrvalslið John segir þá félaga alltaf reyna að búa til eitthvað nýtt, segja eitthvað nýtt, þegar þeir vinna að nýrri tónlist. „Þetta er ferlega skapandi ferli sem er frábært, en þú getur heldur ekki bara dinglað með. Þú verður að leggja eitthvað til og taka þátt, en það er líka hluti af því að vera saman í hljómsveit. Eins og þú veist erum við búnir að vera saman ansi lengi þannig að við þurfum líka á því að halda að hvetja hverjir aðra og veita okkur innblástur. En þannig á það að vera því við erum jú saman í liði. Ef Simon til dæmis kemur með ljóðlínur fyrir nýtt lag þá er það hreinlega eins og hann sé að skora mark í úrslitaleik – já?…!!! Sama ef Nick kemur með hljómborðspart sem verður hvatning og upphaf að nýju lagi þá er maður aftur í skýjunum. Búinn að verja vítaskot. Frábær tilfinning og þannig vinnum við saman,“ segir bassavillingur níunda áratugarins, orðinn mun rólegri en jafn líklegur og áður til að raða inn glæsimörkum ásamt félögum sínum í Laugardalshöll í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandsvinir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira