Happaskórnir eyðilögðust Benedikt Bóas skrifar 29. maí 2019 12:30 Jack Grealish er greinilega mjög hjátrúarfullur en fyrir utan að spila í nánast handónýtum skóm var hann að sjálfsögðu með barnalegghlífarnar um sköflunginn og sokkana niðri. Nokkuð sem hann neitar að breyta. Getty/Malcolm Couzens Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, vakti athygli fyrir skótau sitt í leiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Hann var í þeim vegna hjátrúar en seint verður sagt að skórnir hafi verið nýir og flottir. Fótboltamenn víða um heim vilja frekar líta vel út og tapa en að líta illa út og vinna. Nýir skór, ný klipping, teip á réttum stöðum og jafnvel húðflúr í anda Davids Beckham sjást víða um velli heimsins. Jack Grealish, stjarna Aston Villa, er öðruvísi en margir en hann er á skósamningi við Nike og hefur verið í sömu Phantom III skónum ansi lengi. Það vakti því athygli þegar leikmenn voru kynntir til leiks að skórnir hans Grealish voru nánast ónýtir en hjátrú orsakaði að hann klæddist þeim. „Ég kom til baka eftir meiðsli og þá voru skórnir reyndar í góðu ásigkomulagi. Ég náði að skora nokkur mörk og leggja upp svo ég hugsaði að þetta væru mínir happaskór. Ég yrði að halda áfram að spila í þeim,“ sagði Grealish eftir leik en hann var gerður að fyrirliða skömmu eftir að hann sneri aftur .Skórnir voru afar illa farnir.Getty/Catherine IvillHappaskórnir skiluðu Aston Villa upp í efstu deild en 10 leikja sigurhrina tryggði sæti í umspilinu og liðið vann sér sæti í efstu deild á ný eftir þriggja ára fjarveru með sigrinum á Derby á mánudag. Grealish spilaði alla leikina í skónum góðu sem því miður fyrir hann eyðilögðust algjörlega í fögnuðinum. Þetta er ekki eina hjátrú Grealish en hann er einnig þekktur fyrir Ásgeirs Sigurvins-lúkkið – því það er eins og hann spili ekki með legghlífar. Hann spilar með barnalegghlífar því í barnæsku minnkuðu sokkarnir hans og í kjölfarið spilaði hann vel. „Sokkarnir eiga að fara yfir kálfana og stundum hafa dómarar reynt að benda á þá staðreynd en ég verð að hafa þetta svona. Þetta er hjátrú sem byrjaði snemma og ég verð að hafa sokkana svona,“ sagði Grealish.Jack Grealish fagnar sigri á Wembley.Getty/Sebastian Frej Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, vakti athygli fyrir skótau sitt í leiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni. Hann var í þeim vegna hjátrúar en seint verður sagt að skórnir hafi verið nýir og flottir. Fótboltamenn víða um heim vilja frekar líta vel út og tapa en að líta illa út og vinna. Nýir skór, ný klipping, teip á réttum stöðum og jafnvel húðflúr í anda Davids Beckham sjást víða um velli heimsins. Jack Grealish, stjarna Aston Villa, er öðruvísi en margir en hann er á skósamningi við Nike og hefur verið í sömu Phantom III skónum ansi lengi. Það vakti því athygli þegar leikmenn voru kynntir til leiks að skórnir hans Grealish voru nánast ónýtir en hjátrú orsakaði að hann klæddist þeim. „Ég kom til baka eftir meiðsli og þá voru skórnir reyndar í góðu ásigkomulagi. Ég náði að skora nokkur mörk og leggja upp svo ég hugsaði að þetta væru mínir happaskór. Ég yrði að halda áfram að spila í þeim,“ sagði Grealish eftir leik en hann var gerður að fyrirliða skömmu eftir að hann sneri aftur .Skórnir voru afar illa farnir.Getty/Catherine IvillHappaskórnir skiluðu Aston Villa upp í efstu deild en 10 leikja sigurhrina tryggði sæti í umspilinu og liðið vann sér sæti í efstu deild á ný eftir þriggja ára fjarveru með sigrinum á Derby á mánudag. Grealish spilaði alla leikina í skónum góðu sem því miður fyrir hann eyðilögðust algjörlega í fögnuðinum. Þetta er ekki eina hjátrú Grealish en hann er einnig þekktur fyrir Ásgeirs Sigurvins-lúkkið – því það er eins og hann spili ekki með legghlífar. Hann spilar með barnalegghlífar því í barnæsku minnkuðu sokkarnir hans og í kjölfarið spilaði hann vel. „Sokkarnir eiga að fara yfir kálfana og stundum hafa dómarar reynt að benda á þá staðreynd en ég verð að hafa þetta svona. Þetta er hjátrú sem byrjaði snemma og ég verð að hafa sokkana svona,“ sagði Grealish.Jack Grealish fagnar sigri á Wembley.Getty/Sebastian Frej
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira