Góssentíð í sumar Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 10. maí 2019 11:30 Hljómsveitin GÓSS gaf út ábreiðu af lagi Bubba, Kossar án vara, nú á dögunum. Þó að hljómsveitin GÓSS sé eflaust ekki öllum kunn fer þar fram eitt helsta stórskotalið íslensku tónlistarsenunnar. Hljómsveitina skipa þau Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og söngvararnir Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius. Nú hafa þau tekið sig til og gefið út sitt fyrsta lag en það er ábreiða af laginu Kossar án vara eftir Bubba Morthens. „Okkur langaði að taka lög sem voru ekki endilega þau týpískustu. Siggi kom með hugmyndina að Kossum án vara, það var ekki beint lagið sem lá beint við en þegar það rifjaðist upp fyrir mér fannst mér hugmyndin mjög góð. Þetta er einmitt ekki hið augljósasta af lögum Bubba að velja.“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona sveitarinnar. Lagið kom upphaflega út á plötunni Von árið 1992, en ábreiðu GÓSS er ætlað að gefa tóninn fyrir væntanlega plötu. Platan samanstendur af ábreiðum af íslenskum dægurlögum sem eru í uppáhaldið hjá meðlimum.Platan Góssentíð kemur út í sumar.Owen Fiene„Platan mun heita Góssentíð, sem er smá leikur að orðum hjá okkur. Hún kemur út með sumrinu, vonandi frekar snemma í júní. Hún kemur út á streymisveitum en líka á geisladisk og vínyl. Við erum enn þá að reyna að rembast eins og rjúpan við staurinn að halda í vínylinn, ég vil sjálf alltaf helst kaupa mér á vínyl,“ segir Sigríður hlæjandi. Sigurður og Sigríður eru meðal þekktustu söngvara landsins og þarf því vart að kynna þau. Sigurður var forsprakki hljómsveitarinnar Hjálma og Sigríður söngkona Hjaltalín, en bæði hafa þau blómstrað einnig sem sólólistamenn. Þau hafa síðustu ár haldið saman jólatónleika sem hafa notið gífurlegra vinsælda.Upptaka plötunnar fór fram í Lágafellskirkju.Owen Fiene„Guðmundur er reyndar alltaf með á jólatónleikunum og hefur spilað öll árin ásamt því að vera hljómsveitarstjóri. En það er aðeins annar bragur á því, þar erum við með stórsveit en GÓSS er lágstemmdari.“ Guðmundur Óskar er einn fremsti bassaleikari landsins og hefur leikið með fjölda hljómsveita, en hann hefur einnig starfað sem upptökustjóri. Guðmundur var í Hjaltalín ásamt Sigríði en þeir Sigurður eru bræður. Því er sannkallaður fjölskyldu- og vinabragur á hljómsveitinni.Sigurður var áður söngvari hljómsveitarinnar Hjálmar.Owen FieneNafn tríósins samanstendur af fyrstu stöfunum í nöfnum meðlimanna. Hljómsveitin varð til sumarið 2017, en þá fór sveitin tónleikaferð um allt landið og endurtóku þau svo leikinn síðasta sumar. „Þetta er þriðja sumarið í röð sem við förum á flakk, en í þetta skiptið verður það með öðru sniði. Við fórum hringinn fyrstu tvö skiptin en núna gekk það ekki upp skipulagslega séð. Svo við tökum þetta í þremur pörtum í þetta skiptið. En við förum mjög víða samt auðvitað.“ segir Sigríður að lokum.Sigríður og Guðmundur eru einnig saman í hljómsveitinni Hjaltalín.Owen FieneÞví fannst þeim tímabært að drífa sig í upptökur en þær fóru fram í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ. Þar tóku þau upp einar helstu dægurlagaperlur landsins, allt frá fornri klassík yfir í Spilverk þjóðanna, Nýdönsk og Stjórnina. Hið nýja lag sveitarinnar, Kossar án vara, er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þó að hljómsveitin GÓSS sé eflaust ekki öllum kunn fer þar fram eitt helsta stórskotalið íslensku tónlistarsenunnar. Hljómsveitina skipa þau Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og söngvararnir Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius. Nú hafa þau tekið sig til og gefið út sitt fyrsta lag en það er ábreiða af laginu Kossar án vara eftir Bubba Morthens. „Okkur langaði að taka lög sem voru ekki endilega þau týpískustu. Siggi kom með hugmyndina að Kossum án vara, það var ekki beint lagið sem lá beint við en þegar það rifjaðist upp fyrir mér fannst mér hugmyndin mjög góð. Þetta er einmitt ekki hið augljósasta af lögum Bubba að velja.“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona sveitarinnar. Lagið kom upphaflega út á plötunni Von árið 1992, en ábreiðu GÓSS er ætlað að gefa tóninn fyrir væntanlega plötu. Platan samanstendur af ábreiðum af íslenskum dægurlögum sem eru í uppáhaldið hjá meðlimum.Platan Góssentíð kemur út í sumar.Owen Fiene„Platan mun heita Góssentíð, sem er smá leikur að orðum hjá okkur. Hún kemur út með sumrinu, vonandi frekar snemma í júní. Hún kemur út á streymisveitum en líka á geisladisk og vínyl. Við erum enn þá að reyna að rembast eins og rjúpan við staurinn að halda í vínylinn, ég vil sjálf alltaf helst kaupa mér á vínyl,“ segir Sigríður hlæjandi. Sigurður og Sigríður eru meðal þekktustu söngvara landsins og þarf því vart að kynna þau. Sigurður var forsprakki hljómsveitarinnar Hjálma og Sigríður söngkona Hjaltalín, en bæði hafa þau blómstrað einnig sem sólólistamenn. Þau hafa síðustu ár haldið saman jólatónleika sem hafa notið gífurlegra vinsælda.Upptaka plötunnar fór fram í Lágafellskirkju.Owen Fiene„Guðmundur er reyndar alltaf með á jólatónleikunum og hefur spilað öll árin ásamt því að vera hljómsveitarstjóri. En það er aðeins annar bragur á því, þar erum við með stórsveit en GÓSS er lágstemmdari.“ Guðmundur Óskar er einn fremsti bassaleikari landsins og hefur leikið með fjölda hljómsveita, en hann hefur einnig starfað sem upptökustjóri. Guðmundur var í Hjaltalín ásamt Sigríði en þeir Sigurður eru bræður. Því er sannkallaður fjölskyldu- og vinabragur á hljómsveitinni.Sigurður var áður söngvari hljómsveitarinnar Hjálmar.Owen FieneNafn tríósins samanstendur af fyrstu stöfunum í nöfnum meðlimanna. Hljómsveitin varð til sumarið 2017, en þá fór sveitin tónleikaferð um allt landið og endurtóku þau svo leikinn síðasta sumar. „Þetta er þriðja sumarið í röð sem við förum á flakk, en í þetta skiptið verður það með öðru sniði. Við fórum hringinn fyrstu tvö skiptin en núna gekk það ekki upp skipulagslega séð. Svo við tökum þetta í þremur pörtum í þetta skiptið. En við förum mjög víða samt auðvitað.“ segir Sigríður að lokum.Sigríður og Guðmundur eru einnig saman í hljómsveitinni Hjaltalín.Owen FieneÞví fannst þeim tímabært að drífa sig í upptökur en þær fóru fram í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ. Þar tóku þau upp einar helstu dægurlagaperlur landsins, allt frá fornri klassík yfir í Spilverk þjóðanna, Nýdönsk og Stjórnina. Hið nýja lag sveitarinnar, Kossar án vara, er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira