Dansað fyrir neyðarhjálp UNICEF í Mósambík Heimsljós kynnir 10. maí 2019 11:15 Mósambík UNICEF Dansaðu fyrir lífinu! hefst klukkan 11:30 í World Class Laugum á morgun, laugardag. Viðburðurinn er opinn öllum meðan pláss leyfir. „Miðað við hve margir mættu á síðasta viðburð þá gerum við ráð fyrir allt að 100 manns núna,” segir Friðrik Agni skipuleggjandi Zumbagleðinnar Dansaðu fyrir lífinu! Friðrik Agni og fleiri sprækir Zumbakennarar leiða danstíma þar sem aðgangseyrir rennur til neyðaraðgerða UNICEF í Mósambík. Síðast fór ágóði viðburðarins til neyðarhjálpar barna í Sýrlandi en nú rennur söfnunarfé til uppbyggingar og neyðarhjálpar í Mósambík eftir tvo mannskæða fellibylji þar í landi. „Ég safnaði saman flestum Zumbakennurunum í World Class til að vera með og það má búast við heilmikilli partýstemningu, orku og gleði. Í Zumba er dansað við glaðværa og kraftmikla tónlist svo fólk getur ekki annað en komist í gott skap. Svo er það auðvitað tilgangurinn með þessum viðburði, að bæta líf barna sem þurfa hjálp, sem ég held að láti fólki einnig líða vel,“ segir Friðrik.Vildi leggja sitt af mörkum„Ég fékk hugmyndina að Dansaðu fyrir lífinu jólin 2017 þegar ég rakst á auglýsingu frá UNICEF þar sem kallað var eftir hjálp vegna ástandsins í Sýrlandi. Ég hugsaði með mér að mig langaði til að leggja mitt af mörkum. Helst hefði ég viljað fara til Sýrlands og huga að þessum börnum persónulega en ég gat að minnsta kosti sett saman viðburð þar sem hægt var að styrkja UNICEF í krafti fjöldans sem er svo gríðarlega mikilvægt. Mér fannst eitthvað fallegt við að sameina þessa ástríðu fyrir dansinum og andlegri heilsu og að gefa af sér til þessa málefnis.” Meira en tvær milljónir barna eiga nú um sárt að binda eftir fellibyljina tvo sem skullu á Mósambík í síðasta mánuði. Gífurleg neyð ríkir á svæðinu og UNICEF hefur sérstakar áhyggjur af smitsjúkdómum á borð við kóleru sem geta breiðst hratt út við neyðaraðstæður sem þessar. UNICEF leggur allt kapp á að útvega hreint drykkjarvatn, útdeila vatnshreinsitöflum og nú stendur yfir bólusetningarátak gegn kóleru sem nær til 900 þúsund manns. „Við hvetjum alla til þess að mæta, sameinast í Zumba og láta gott af sér leiða á sama tíma. Þannig gerum við okkur sjálfum og öðrum gott.“ segir Friðrik Agni að lokum. Þau sem ekki komast að dansa en vilja styðja málefnið geta sent SMS-ið BARN í 1900 og gefa þannig 1900 krónur í neyðaraðgerðir UNICEF í Mósambík. Á hverju ári bregst UNICEF við neyðarástandi í yfir 50 löndum. Snögg viðbrögð eru lífsnauðsynleg þegar neyðarástand brýst út. Neyðarsjóður UNICEF gerir stofnuninni kleift að bregðast samstundis við þegar hamfarir verða einsog í sunnanverðri Afríku.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent
Dansaðu fyrir lífinu! hefst klukkan 11:30 í World Class Laugum á morgun, laugardag. Viðburðurinn er opinn öllum meðan pláss leyfir. „Miðað við hve margir mættu á síðasta viðburð þá gerum við ráð fyrir allt að 100 manns núna,” segir Friðrik Agni skipuleggjandi Zumbagleðinnar Dansaðu fyrir lífinu! Friðrik Agni og fleiri sprækir Zumbakennarar leiða danstíma þar sem aðgangseyrir rennur til neyðaraðgerða UNICEF í Mósambík. Síðast fór ágóði viðburðarins til neyðarhjálpar barna í Sýrlandi en nú rennur söfnunarfé til uppbyggingar og neyðarhjálpar í Mósambík eftir tvo mannskæða fellibylji þar í landi. „Ég safnaði saman flestum Zumbakennurunum í World Class til að vera með og það má búast við heilmikilli partýstemningu, orku og gleði. Í Zumba er dansað við glaðværa og kraftmikla tónlist svo fólk getur ekki annað en komist í gott skap. Svo er það auðvitað tilgangurinn með þessum viðburði, að bæta líf barna sem þurfa hjálp, sem ég held að láti fólki einnig líða vel,“ segir Friðrik.Vildi leggja sitt af mörkum„Ég fékk hugmyndina að Dansaðu fyrir lífinu jólin 2017 þegar ég rakst á auglýsingu frá UNICEF þar sem kallað var eftir hjálp vegna ástandsins í Sýrlandi. Ég hugsaði með mér að mig langaði til að leggja mitt af mörkum. Helst hefði ég viljað fara til Sýrlands og huga að þessum börnum persónulega en ég gat að minnsta kosti sett saman viðburð þar sem hægt var að styrkja UNICEF í krafti fjöldans sem er svo gríðarlega mikilvægt. Mér fannst eitthvað fallegt við að sameina þessa ástríðu fyrir dansinum og andlegri heilsu og að gefa af sér til þessa málefnis.” Meira en tvær milljónir barna eiga nú um sárt að binda eftir fellibyljina tvo sem skullu á Mósambík í síðasta mánuði. Gífurleg neyð ríkir á svæðinu og UNICEF hefur sérstakar áhyggjur af smitsjúkdómum á borð við kóleru sem geta breiðst hratt út við neyðaraðstæður sem þessar. UNICEF leggur allt kapp á að útvega hreint drykkjarvatn, útdeila vatnshreinsitöflum og nú stendur yfir bólusetningarátak gegn kóleru sem nær til 900 þúsund manns. „Við hvetjum alla til þess að mæta, sameinast í Zumba og láta gott af sér leiða á sama tíma. Þannig gerum við okkur sjálfum og öðrum gott.“ segir Friðrik Agni að lokum. Þau sem ekki komast að dansa en vilja styðja málefnið geta sent SMS-ið BARN í 1900 og gefa þannig 1900 krónur í neyðaraðgerðir UNICEF í Mósambík. Á hverju ári bregst UNICEF við neyðarástandi í yfir 50 löndum. Snögg viðbrögð eru lífsnauðsynleg þegar neyðarástand brýst út. Neyðarsjóður UNICEF gerir stofnuninni kleift að bregðast samstundis við þegar hamfarir verða einsog í sunnanverðri Afríku.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent