Góð endurkoma Camry Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2019 08:15 Það hljómar nokkuð vel að svo stór bíll sem Camry eyði ekki nema 4,3 lítrum, mengi aðeins 98 g/km af CO2 og sé samt með 218 hestafla drifrás. Toyota Camry hefur snúið aftur eftir 15 ára fjarveru og leysir af Avensis sem Toyota hættir að framleiða. Hér er kominn ferlega fallegur bíll sem gaman er að aka, troðinn af búnaði og glæsileika og eyðir fáránlega litlu með sinni Hybrid-tækni. Það er ekki oft sem vinsælir bílar hverfa af markaði og koma svo aftur með stæl 15 árum síðar. Það á þó við Toyota Camry sem seldist hér á landi með miklum ágætum fram til ársins 2004, eða þangað til Toyota tók hann af markaði í Evrópu. Í kjölfar hans kom svo Toyota Avensis og seldist einnig með miklum ágætum. Toyota hefur hins vegar ákveðið að hætta framleiðslu hans, en ætlar að tefla Camry fram í hans stað, en Camry hefur allan þennan tíma verið í sölu í Bandaríkjunum og er þar afar söluhár bíll. Hann selst reyndar í yfir 700.000 eintökum á ári í yfir 100 löndum. Með því er hann söluhæsti bíll heims í D/E stærðarflokki bíla og Camry hefur frá upphafi selst í yfir 19 milljónum eintaka.Camry kom fyrst á markað árið 1982 og kemur nú af glænýrri 8. kynslóð. Bíllinn var á dögunum kynntur blaðamönnum í Króatíu og þar reyndust kjöraðstæður til að prófa hann á fáförnum en góðum vegum í nágrenni Split.Sérlega eyðslugrannur Það hljómar asskoti vel að svo stór bíll sem Camry eyði ekki nema 4,3 lítrum, mengi aðeins 98 g/km af CO2 og sé samt með 218 hestafla drifrás. Þetta er nú samt staðreyndin með Camry og til vitnis um hve miklum árangri Toyota hefur náð með Hybrid-tækni sína. Allir Hybrid-bílar Toyota eyða fáránlega litlu og fyrir skömmu var hér skrifað um nýju Corolluna með Hybrid-tækni og reyndist hún enn sparneytnari, enda talsvert minni. Hafa skal í huga að ekki er um að ræða Plug-in-Hybrid tækni þar sem bílnum er stungið í samband við heimilisrafmagn, heldur eingöngu endurheimt hemlunar- og rennslisorku.Brunavélin í Camry er ný Dynamic Force 2,5 lítra bensínvél sem svo vel hefur heppnast með að hún nýtir 41% brunaorku bensíns, en það segja Toyota-menn að sé heimsins besta nýting og skýrist að hluta til með háu 14:1 þjöppuhlutfalli. Með sín 218 hestöfl er Camry 8,3 sekúndur í hundraðið, enda er ávallt gaman að gefa bílnum inn.Er fyrir augað En að útlitinu, því nú er ekki lengur sársaukafullt að ræða útlit nýrra Toyota-bíla, þeir eru allir orðnir fyrir augað og eins og nýja Corollan er þessi nýi Camry mjög fallegur bíll. Stærð hans færir honum að auki virðuleika. Bíllinn er ekki ofteiknaður, né með of hvössum línum og brotum. Í takt við stærð hans og tign er hann fágaðar með hófstilltar línur sem leika um bílinn þó framendinn sé skemmtilega grimmur með sitt stóra grill. Sjá má einhver líkindi í afturhluta bílsins með BMW 5-línunni, en þar er ekki leiðum að líkjast. Að öðru leyti er útlit hans sjálfstætt, með rétt hlutföll og hann er staðsettur í flokki með talsvert dýrari lúxusbílum.Gæðin halda svo áfram þegar inn í bílinn er komið og aftur kemur yfir mann lúxustilfinning. Mælaborðið er ferlega flott með sínum sveigðu línum, ekki of mörgum tökkum og stafrænum skjáum, meðal annars á bak við stýrið. Handbragðið er sem fyrr hjá Toyota til fyrirmyndar. Þarna eiga hlutir að endast. Sætin eru bæði lagleg og þægileg og ekki þarf að hafa áhyggjur af stærð aftursætisfarþega í svo stórum bíl. Skottið er líka risastórt og undir því alvöru dekk á álfelgu.Er orðinn fínn akstursbíll Í reynsluakstrinum staðfestist einkar lítil eyðsla bílsins og yfirleitt var hann undir 6 lítrum, sem þó er nokkru yfir 4,3 l uppgefinni eyðslu, en hafa ber í huga að enginn dúkkulísuakstur fór þar fram. Iðulega var bílnum gefið í botn, upptökunnar notið og bíllinn látinn hafa fyrir hlutunum í hvívetna. Því hefði mátt búast við eyðslu langt yfir 10 lítrunum, en það var öðru nær og voru bæði greinarritari og ferðafélagi hans steini lostnir yfir lítilli eyðslu bílsins. Það sem þó kom enn meira á óvart var hve skemmtilegt og þægilegt var að keyra bílinn. Fyrir það fyrsta er útsýnið úr honum einstaklega gott og eiga afar þunnur A-póstur, lágt húdd og stórar rúður þar mestan þátt.Það sem enn meira máli skipti er akstursgeta bílsins. Camry á verðuga samkeppnisbíla í lúxusbílaflokki sem slá honum við í aksturseiginleikum, en geta bílsins kom samt á óvart. Toyota hefur náð að færa þyngdarpunktinn neðarlega og stilla góða fjöðrunina vel og hrósa verður því líka hversu lítið hljóð berst inn í bílinn, þó helst vélarhljóð við mikla inngjöf. Ef yfir öðru ætti að kvarta væri það helst CVT-skiptingin sem þó er þúsund sinnum betri en fyrstu slíkar skiptingar Toyota. Hefðbundnar sjálfskiptingar eru yfirleitt skemmtilegri, en þarna fer fórnarkostnaður fyrir litla eyðslu! Svo mætti verðið vera lægra, en hér fer þó heilmikill bíll, troðinn af lúxus, en samt miklu ódýrari en ekkert betur búnir bílar í lúxusflokki.Laglegar línur leika um nýjan Camry, hann er tignarlegur í stærð sinni og ekki versnar það þegar inn er komið. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent
Toyota Camry hefur snúið aftur eftir 15 ára fjarveru og leysir af Avensis sem Toyota hættir að framleiða. Hér er kominn ferlega fallegur bíll sem gaman er að aka, troðinn af búnaði og glæsileika og eyðir fáránlega litlu með sinni Hybrid-tækni. Það er ekki oft sem vinsælir bílar hverfa af markaði og koma svo aftur með stæl 15 árum síðar. Það á þó við Toyota Camry sem seldist hér á landi með miklum ágætum fram til ársins 2004, eða þangað til Toyota tók hann af markaði í Evrópu. Í kjölfar hans kom svo Toyota Avensis og seldist einnig með miklum ágætum. Toyota hefur hins vegar ákveðið að hætta framleiðslu hans, en ætlar að tefla Camry fram í hans stað, en Camry hefur allan þennan tíma verið í sölu í Bandaríkjunum og er þar afar söluhár bíll. Hann selst reyndar í yfir 700.000 eintökum á ári í yfir 100 löndum. Með því er hann söluhæsti bíll heims í D/E stærðarflokki bíla og Camry hefur frá upphafi selst í yfir 19 milljónum eintaka.Camry kom fyrst á markað árið 1982 og kemur nú af glænýrri 8. kynslóð. Bíllinn var á dögunum kynntur blaðamönnum í Króatíu og þar reyndust kjöraðstæður til að prófa hann á fáförnum en góðum vegum í nágrenni Split.Sérlega eyðslugrannur Það hljómar asskoti vel að svo stór bíll sem Camry eyði ekki nema 4,3 lítrum, mengi aðeins 98 g/km af CO2 og sé samt með 218 hestafla drifrás. Þetta er nú samt staðreyndin með Camry og til vitnis um hve miklum árangri Toyota hefur náð með Hybrid-tækni sína. Allir Hybrid-bílar Toyota eyða fáránlega litlu og fyrir skömmu var hér skrifað um nýju Corolluna með Hybrid-tækni og reyndist hún enn sparneytnari, enda talsvert minni. Hafa skal í huga að ekki er um að ræða Plug-in-Hybrid tækni þar sem bílnum er stungið í samband við heimilisrafmagn, heldur eingöngu endurheimt hemlunar- og rennslisorku.Brunavélin í Camry er ný Dynamic Force 2,5 lítra bensínvél sem svo vel hefur heppnast með að hún nýtir 41% brunaorku bensíns, en það segja Toyota-menn að sé heimsins besta nýting og skýrist að hluta til með háu 14:1 þjöppuhlutfalli. Með sín 218 hestöfl er Camry 8,3 sekúndur í hundraðið, enda er ávallt gaman að gefa bílnum inn.Er fyrir augað En að útlitinu, því nú er ekki lengur sársaukafullt að ræða útlit nýrra Toyota-bíla, þeir eru allir orðnir fyrir augað og eins og nýja Corollan er þessi nýi Camry mjög fallegur bíll. Stærð hans færir honum að auki virðuleika. Bíllinn er ekki ofteiknaður, né með of hvössum línum og brotum. Í takt við stærð hans og tign er hann fágaðar með hófstilltar línur sem leika um bílinn þó framendinn sé skemmtilega grimmur með sitt stóra grill. Sjá má einhver líkindi í afturhluta bílsins með BMW 5-línunni, en þar er ekki leiðum að líkjast. Að öðru leyti er útlit hans sjálfstætt, með rétt hlutföll og hann er staðsettur í flokki með talsvert dýrari lúxusbílum.Gæðin halda svo áfram þegar inn í bílinn er komið og aftur kemur yfir mann lúxustilfinning. Mælaborðið er ferlega flott með sínum sveigðu línum, ekki of mörgum tökkum og stafrænum skjáum, meðal annars á bak við stýrið. Handbragðið er sem fyrr hjá Toyota til fyrirmyndar. Þarna eiga hlutir að endast. Sætin eru bæði lagleg og þægileg og ekki þarf að hafa áhyggjur af stærð aftursætisfarþega í svo stórum bíl. Skottið er líka risastórt og undir því alvöru dekk á álfelgu.Er orðinn fínn akstursbíll Í reynsluakstrinum staðfestist einkar lítil eyðsla bílsins og yfirleitt var hann undir 6 lítrum, sem þó er nokkru yfir 4,3 l uppgefinni eyðslu, en hafa ber í huga að enginn dúkkulísuakstur fór þar fram. Iðulega var bílnum gefið í botn, upptökunnar notið og bíllinn látinn hafa fyrir hlutunum í hvívetna. Því hefði mátt búast við eyðslu langt yfir 10 lítrunum, en það var öðru nær og voru bæði greinarritari og ferðafélagi hans steini lostnir yfir lítilli eyðslu bílsins. Það sem þó kom enn meira á óvart var hve skemmtilegt og þægilegt var að keyra bílinn. Fyrir það fyrsta er útsýnið úr honum einstaklega gott og eiga afar þunnur A-póstur, lágt húdd og stórar rúður þar mestan þátt.Það sem enn meira máli skipti er akstursgeta bílsins. Camry á verðuga samkeppnisbíla í lúxusbílaflokki sem slá honum við í aksturseiginleikum, en geta bílsins kom samt á óvart. Toyota hefur náð að færa þyngdarpunktinn neðarlega og stilla góða fjöðrunina vel og hrósa verður því líka hversu lítið hljóð berst inn í bílinn, þó helst vélarhljóð við mikla inngjöf. Ef yfir öðru ætti að kvarta væri það helst CVT-skiptingin sem þó er þúsund sinnum betri en fyrstu slíkar skiptingar Toyota. Hefðbundnar sjálfskiptingar eru yfirleitt skemmtilegri, en þarna fer fórnarkostnaður fyrir litla eyðslu! Svo mætti verðið vera lægra, en hér fer þó heilmikill bíll, troðinn af lúxus, en samt miklu ódýrari en ekkert betur búnir bílar í lúxusflokki.Laglegar línur leika um nýjan Camry, hann er tignarlegur í stærð sinni og ekki versnar það þegar inn er komið.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent