Sport

Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það styttist í að við sjáum Sunnu í búrinu.
Það styttist í að við sjáum Sunnu í búrinu.
Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar.

Átta konur berjast þá um strávigtartitilinn á einu kvöldi. Þær sem fara í úrslit berjast því þrisvar sama kvöldið. Í fyrstu tveimur umferðunum er bardaginn ein lota en úrslitabardaginn er hefðbuninn þriggja lotu bardagi.

Invicta-bardagasambandið hefur lagt mikið í að auglýsa þetta stórskemmtilega bardagakvöld og hefur lofað háu verðlaunafé til meistarans. Hversu miklu er þó óljóst. Þær sem ná að klára sína bardaga fá einnig bónus. Stóru verðlaunin eru þó strávigtarbelti sambandsins.

Hér að neðan má sjá smá kynningu á kvöldinu.





Sunna hefur verið lengi frá og ekki barist í 20 mánuði. Hún getur því ekki beðið eftir því að stíga aftur inn í búrið og sýna hvað hún getur.

Okkar kona hefur undirbúið sig af kostgæfni fyrir bardagakvöldið og meðal annars í Las Vegas áður en hún fór yfir til Kansas City.



MMA

Tengdar fréttir

Sunna: Ég er fædd bardagakona

Sunna Rannveig Davíðsdóttir, eða Sunna Tsunami, snýr loksins aftur í búrið í byrjun maí er hún tekur þátt í skemmtilegu bardagakvöldi með útsláttarfyrirkomulagi.

Sunna lent í Kansas City

Það eru aðeins þrír dagar í stærstu stund Sunnu "Tsunami“ Davíðsdóttur á ferlinum en hún berst þá um strávigtarmeistaratitilinn hjá Invicta-bardagasambandinu.

Sunna keppir um heimsmeistaratitil

Sunna Rannveig Davíðsdóttir getur tryggt sér heimsmeistarabeltið í strávigt í byrjun maí þegar hún tekur þátt í Phoenix Rising bardagakvöldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×