Sjóstangaveiði sífellt vinsælli Karl Lúðvíksson skrifar 4. maí 2019 15:59 Það veiðast allskona fiskar á sjóstöng. Þessi risahlýri veiddist á sjóstöng á vestfjörðum. Mynd úr safni Ísland er veiðiparadís á svo marga vegu en það er ekki víða þar sem jafn fjölbreytt veiði er í boði fyrir stangveiðimenn. Fyrir utan góða lax og silungsveiði er sjóstangaveiði sífellt vinsælli hér á landi og þá sérstaklega meðal Íslendinga sjálfra sem hafa ekki stundað þetta sport af neinum krafti nema í undantekningartilfellum hjá litlum hóp.Nú eru nokkur bátafyrirtæki sem bjóða upp á þessa þjónustu og Veiðivísir eru eiginlega frekar hissa á því að það skuli ekki fleiri t.d. smábátasjómenn bjóða upp á þetta, þ.e.a.s. að fara með fólk út á flóann til að veiða sér í soðið. Það þarf ekki að fara langt til að komast á þokkaleg mið og aflinn er þorskur, ýsa, ufsi, steimbítur og koli svo nokkur dæmi séu tekin en tegundaúrvalið sem getur bitið á er mun meira en það. Það liggur ekki mikill kostnaður í búnaði og fyrir bátsferðina fer það nokkuð eftir þjónustunni sem er verið og kaupa og lengd ferðar en miðað við hvað er verið að borga í leyfi í lax og silungsveiði er þetta á verði sem allir ættu að ráða við. Það er fátt eins gaman og að fara með fjölskylduna út að veiða og elda síðan saman það sem er veitt. Að draga fisk úr köldum sjó, það er fátt eins íslenskt og það. Mest lesið Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði
Ísland er veiðiparadís á svo marga vegu en það er ekki víða þar sem jafn fjölbreytt veiði er í boði fyrir stangveiðimenn. Fyrir utan góða lax og silungsveiði er sjóstangaveiði sífellt vinsælli hér á landi og þá sérstaklega meðal Íslendinga sjálfra sem hafa ekki stundað þetta sport af neinum krafti nema í undantekningartilfellum hjá litlum hóp.Nú eru nokkur bátafyrirtæki sem bjóða upp á þessa þjónustu og Veiðivísir eru eiginlega frekar hissa á því að það skuli ekki fleiri t.d. smábátasjómenn bjóða upp á þetta, þ.e.a.s. að fara með fólk út á flóann til að veiða sér í soðið. Það þarf ekki að fara langt til að komast á þokkaleg mið og aflinn er þorskur, ýsa, ufsi, steimbítur og koli svo nokkur dæmi séu tekin en tegundaúrvalið sem getur bitið á er mun meira en það. Það liggur ekki mikill kostnaður í búnaði og fyrir bátsferðina fer það nokkuð eftir þjónustunni sem er verið og kaupa og lengd ferðar en miðað við hvað er verið að borga í leyfi í lax og silungsveiði er þetta á verði sem allir ættu að ráða við. Það er fátt eins gaman og að fara með fjölskylduna út að veiða og elda síðan saman það sem er veitt. Að draga fisk úr köldum sjó, það er fátt eins íslenskt og það.
Mest lesið Veiðin fór vel af stað á Arnarvatnsheiði um helgina Veiði Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Fín skilyrði í Minnivallalæk Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði