Spennuspillir. Hér að neðan verður fjallað um fjórða þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. Ekki lesa þetta ef þið eruð ekki búin að horfa. Sérstaklega ekki þú Vésteinn! Síðasti séns.Jæja. Nú er leiðinlega fólkið farið og við getum haldið áfram. Ég man ekki til þess í fljótu bragði að hafa verið jafn tilfinningalega bugaður eftir sjónvarpsþátt. Eins rólega og þessi þáttur fór af stað, þá var seinni helmingur hans algjör rússíbanareið. Framtíðin er mjög óljós í Westeros og svo virðist sem að allt geti gerst í næstu tveimur þáttum. Ég hata Euron Greyjoy svo innilega mikið.Rhaegal og Missandei eru dáin. Varys og Tyrion eru að einhverju leyti að missa trúna á Daenerys greyinu, sem hefur þurft að sætta sig við ansi mikið rugl og mótlæti síðustu þætti. Hún virðist vera að missa tökin í ljósi þess að hennar helstu ráðgjafar og vinir eru dánir og tvö af „börnum hennar“ einnig. Það er eins og framleiðendur GOT séu að verja miklu púðri í að telja okkur trú um að hún sé að verða „vond“, ef svo má að orði komast. Hana langar að brenna King's Landing, eðlilega, en ráðgjafar hennar eru ekki sáttir við það. Komum þó að vandræðum og hugarástandi hennar síðar.Jon heldur áfram að vera barnalegur, Tyrion er enn skringilega vitlaus, og Sansa er beisiklí orðin Littlefinger með pjöllu. Brienne og Jaime gerðu það loksins við hvort annað og Tormund greyið var miður sín í um það bil fimmtán sekúndur. Byrjum þó á byrjuninni. Hér er tæplega tuttugu mínútna umfjöllun um framleiðslu þáttarins, sem ber heitið The Last of the Starks. Fínt að byrja á þessu. Þarna er í ýmislegt skemmtilegt að sjá, eins og það að D.B. Weiss og David Benioff eru í aukahlutverkum í veislunni í Winterfell.S8 Ep 4: The Game RevealedÞátturinn byrjaði á stærðarinnar bálkesti þeirra sem dóu. Eins og mann grunaði að myndi gerast, þá virðist sem að um helmingur herja þeirra hafi fallið í átökunum, sem er mun minna en útlit var fyrir. Meira að segja Dothraki virðast bara hafa misst um helminginn af sínum mönnum. Daenerys syrgði Jorah, Sam syrgði Edd, Arya syrgði Beric og Sansa syrgði Theon. Mér fannst mjög hjartnæmt þegar Sansa gaf Theon úlfinn, til marks um það að hann væri einn af Stark-liðum, sem hann vildi alltaf vera.Theon fékk það sem hann sóttist eftir Í bókunum, eftir að Ramsay Bolton var búinn að pynta Theon, sem þá hét Reek, í mjög langan tíma, átti Theon samtal við Barbrey Dustin frá Barrow Hall, sem var með Roose Bolton í liði eftir Rauða brúðkaupið.Hún sagði Theon frá því að hún hefði eitt sinn verið ástfanginn af Brandon Stark, eldri bróðir Ned Stark. Þau hefðu meira að segja átt í ástarsambandi. Brandon var þó gert að giftast Catelyn Tully og Berbrey þurfti að sætta sig við Ned.Aerys hinn óði drap þó Brandon Stark og föður hans og Ned, Rickon Stark, og Ned giftist Catelyn. Barbrey giftist þá Willam Dustin. Hann fór svo til stríðs með Ned og dó í bardaganum við Tower of Joy, þegar Ned kom að systur sinni Lyönnu eftir að hún fæddi Jon/Aegon og skömmu áður en hún dó. Síðan þá hefur Barbrey hatað Stark ættina. Þetta skiptir samt í rauninni engu máli nema að því leyti að þegar hún var að tala við Theon sagði hún við hann að þau hötuðu Stark ættina af sömu ástæðu. Þau hefðu bæði viljað tilheyra ættinni en ekki getað það. Þessi tilfinning Theon kemur ágætlega fram í þessu atriði.Þá komum við að veislunni í Winterfell. Það var að mörgu leyti skemmtilegt að sjá persónurnar slappa af og skemmta sér, eftir að Daenerys gerði Gendry Rivers (bastarðanafn) að Gendry Baratheon og réttmætum erfingja Robert Baratheon. Það fékk alla til að slappa af og veislan hófst fyrir fullt og allt. Það sem einkenndi þetta atriði þó er hve einangruð og í raun einmana Daenerys var. Það mynduðust stórar fylkingar allt í kringum hana og allir voru fagnandi nema hún. Daenerys hafði augljóslega miklar áhyggjur af því sem Jon sagði við hana í öðrum þætti, að hann væri réttmætur erfingi Rhaegar Targaryen, eldri bróður hennar. Hún hafði áhyggjur af því að hann eigi betri kröfu en hún á krúnuna og því að hann sé mjög vinsæll. Í veislunni sást einnig kaffibolli frá Starbucks. Sem er skemmtilegt. Mistök sem þessi við framleiðslu Game of Thrones eru ekki algeng.While everyone was drinking wine in celebration, #Daenerys was drinking Starbucks coffee #GameofThronespic.twitter.com/D0K7p0Bq65 — Game of Thrones Facts (@thronesfacts) May 6, 2019Barnalegur og vitlaus Eftir veisluna reyndi hún að fá Jon til þess að segja engum frá því að hann væri í raun Aegon Targaryen. Ekki einu sinni systrum sínum, því það myndi koma verulega niður á henni, jafnvel þó hann hafi engan áhuga á krúnunni. Jon hélt samt áfram að vera barnalegur og sagði þeim frá því. Þrátt fyrir að þær hafi boðað hann á fund þeirra til þess að segja að þær treystu Daenerys ekki og vildu ekki að hún yrði drottning. Jon áttar sig ekki á því hvað Sansa er orðin og telur það vera nóg að fá hana til að sverja þess eið að segja engum frá þessu leyndarmáli. Eið sem hún svíkur nánast samstundis. Þessi gaur veit gjörsamlega ekki neitt. Þarna sáum við einnig aftur það hvernig það að þau eru skyld skiptir Daenerys ekki miklu máli varðandi ástarmökin en hann er ekki alveg á sama stað og hún.S8 Ep 4: Destruction and DiscordJaime Lannister sængaði í fyrsta sinn hjá einhverjum öðrum en systur sinni og hann fann þennan flotta riddara til að taka það skref með. Alveg frá því þau voru börn hefur Jaime verið ástfanginn af systur sinni og hefur hann haldið tryggð við hana, eftir því sem ég best veit. Það hefur Cersei hins vegar ekki gert en hún er búin að vera að gera það við gaura út og suður. Það sem meira er, þá sannfærði hún Euron Greyjoy um að þetta meinta barn hennar væri hans en ekki Jaime. Tímalínan í kringum þessa óléttu hennar er í algjöru rugli. Fólk er búið að ferðast fram og til baka um heiminn á meðan ekkert gerist með hana. Ég er reyndar orðinn þreyttur á að pæla í því og tuða yfir því í kjölfar pælinganna, þannig að; fokk it. Seinna í þættinum, þegar Jaime komst að því að Rhaegal væri dauður og Missandei væri í haldi Cersei, yfirgaf hann Brienne og lagði af stað til King's Landing. Hann virtist ósammála því að hann væri góður maður, eins og Brienne hafði haldið fram, og taldi upp tvö ódæði sem hann hefur framið vegna hennar og eitt sem hann hefði gert. Þá sagði hann beisiklí að systir sín væri drullusokkur en hann væri það líka og hoppaði á hest sinn.Nú er ég ekki Dr. Phil, því ég get ómögulega safnað jafn unaðslegu yfirvaraskeggi, en mér fannst þetta áhugavert. Tyrion benti Jaime á það fyrir skömmu að Jaime hefði ávalt vitað hvað Cersei væri og hefði elskað hana þrátt fyrir það. Það er rétt. Jaime veit að Cersei er klikkuð tussa. Hann elskar hana samt og fyrir vikið hatar hann sjálfan sig. (skrifaði hann og strauk bera efri vör sína) Jaime getur því ekki leyft sjálfum sér að vera ánægður.Bronn hafði sagt honum skömmu áður að Cersei hefði skipað honum að drepa hann. Ég skil ekki alveg hvað hann er að fara að gera suður. Ég held samt í vonina að það verði Jaime sem drepi Cersei.Arya er ekki lafði og hefur aldrei verið Það er tvennt úr þessari veislu sem mig langar að tala um til viðbótar. Það fyrsta er þetta vanhugsaða bónorð Gendry til (segir maður það?) Aryu. Hún var mjög kurteis en sagði auðvitað nei og „það er ekki ég“. Þau orð eru skemmileg tilvísun í fyrstu þáttaröð GOT þegar Arya spurði Ned föður sinn hvort hún gæti einhvern tímann átt kastala. Hann sagði nei og að hún myndi þess í stað giftast lávarði og eignast syni sem yrðu riddarar, lávarðar og prinsar. „Nei. Það er ekki ég,“ sagði hún. Það var og er rétt hjá henni. Hún sagði þetta einnig við úlfinn Nymeriu í síðustu þáttaröð.Hitt sem mig langaði að tala um er samtal Sönsu við Sandor Clegane (ég er hættur að kalla hann Hundinn. Hann á betra skilið en það). Í stuttu máli sagt, þá var Sandor að vera Sandor og kvartaði svo yfir því að Sansa væri farin að geta horft framan í hann, sem hún gat ekki í gamla daga þegar þau voru saman í King's Landing. Sandor sagði hana hafa breyst, vegna þess sem hún hefur gengið í gegnum, og sagði að ekkert af því hefði gerst ef hún hefði farið með honum á sínum tíma. Þar var hann að vísa til orrustunnar um King's Landing, þegar Stannis Baratheon réðst á borgina. Eftir að Tyrion kveikti í Blackwaterflóa með Wildfire fríkaði Sandor svolítið út, því hann hefur verið lafandi hræddur við eld frá því hann var barn og bróðir hans Gregor brenndi hann mjög illa. Á leið sinni frá Kings Landing hitti hann Sönsu og bauðst til að flytja hana frá borginni, þar sem Joffrey var að misþyrma henni ítrekað. Hún neitaði þó og endaði í höndum Ramsay Bolton, sem sökkaði fyrir hana.Á meðan Joffrey var að misþyrma Sönsu reyndi Sandor ítrekað að vernda hana. Hann bjargaði henni til dæmis frá nauðgun í óeirðunum í King's Landing og þegar Joffrey sýndi henni höfuð Ned Stark og hún ætlaði að hrinda honum af virkisveggjunum, stöðvaði Sandor hana svo hún yrði ekki drepin. Þau fóru í gegnum ýmislegt í fyrstu þáttaröðunum.Sandor ákvað að endanum að fara einn til King's Landing til að ganga frá einhverjum lausum endum. Er loksins komið að #CleganeBowl? Það væri svo indælt. Það var skemmtilegt að sjá að Arya fór með honum. Guð einn veit hvað hún ætlar sér þar. Eflaust vill hún reyna að drepa Cersei, sem er í efsta sætinu á listanum hennar. Tæknilega séð ættu þau að komast til borgarinnar á undan Jon og hernum og þannig ættu þau ef til vill auðveldara með að komast inn í borgina.Bronn að vera Bronn Bronn mætti til Wintertown og hitti þar fyrir Tyrion og Jaime. Hann sagði þeim frá tilboði Cersei, sem bauð honum Riverrun og þar með The Riverlands, fyrir það að drepa þá bræður með lásboganum sem Tyrion notaði til að drepa Tywin föður þeirra. Þetta er rosalega heilbrigt allt saman. Tyrion vísaði í gamalt samkomulag hans og Bronn sem fjallaði um það að ef einhver myndi greiða honum fyrir að drepa Tyrion myndi Tyrion greiða honum tvöfallt verð til að gera það ekki. Þá var spurningin, hvað er tvöfalt Riverrun? Tyrion bauð Bronn Highgarden, sem er nú heldur betur vel boðið. Highgarden er höfuðkastali The Reach, sem er gjöfulasta svæði Westeros og líklegast það verðmætasta af konungsríkjunum sjö, eftir að gullnámur Casterly Rock tæmdust. Tyrell ættin stjórnaði Highgarden en þau eru öll dauð. Þá er vert að nefna að Samwell Tarly er síðasti sonur Tarly-ættarinnar, eftir að Daenerys brenndi pabba hans og bróður, og er Horn Hill í The Reach. Tarly fjölskyldan heyrir undir Highgarden.Ef ég skyldi kveðjustund Jon og Sam rétt, þá voru hann og Gilly á leiðinni til Horn Hill. Það var voða óljóst hvert þau voru að fara. Ég hef alltaf haldið í þá von að Samwell myndi taka yfir stjórn Reach, enda er hann í kjörstöðu til þess. Það gæti líka spilað stóra rullu í mögulegum deilum og átökum á milli Daenerys og þeirra sem vilja Jon í hásætið.Eru drekarnir útdauðir? Helvítið hann Qyburn hefur ekki setið á höndum sínum á meðan Daenerys, Jon og félagar voru að berjast gegn hinum dauðu. Hann hefur þróað stærri og kraftmeiri Scorpion sem nota má til að drepa dreka. Miðað við hvernig það virkaði er vert að spyrja hvort drekarnir séu nú dauðadæmdir aftur. Þegar stórt er spurt. Eftir dauða Rhaegal, sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, er Drogon einn eftir. Ég byrjaði strax að reyna að rifja upp hvernig drekar fjölga sér og það er ekki einfalt. Bara alls ekki. Í stuttu máli sagt þá fjölga drekar sér með því að verpa eggjum. Það er þó ekki ljóst hvort annar dreki þurfi að hafa mök við annan dreka til að búa til egg, hvort annar dreki þurfi að frjóvga egginn eftir að það er búið að verpa þeim eða hvaða drekar geta yfir höfuð verpt eggjum, þar sem drekar virðast vera einkynja eða geta skipt um kyn að vild. Þetta hefur alltaf verið haft frekar óljóst. Það sem vitað er er að egg dreka geta verið lifandi, ef svo má að orði komast, til langs tíma án þess að klekjast út.Sjá einnig: Er erfitt að drepa dreka? Ef Drogon drepst án þess að verpa eggjum, ef hann getur það yfir höfuð, er svo sannarlega útlit fyrir að drekar verði útdauðir á nýjan leik. Einhverjir segja mögulegt að Drogon hafi þegar verpt eggjum þegar hann hvarf af sjónarspilinu og fór á flakk í fjórðu og fimmtu þáttaröð. Þó hann hafi gert það er ómögulegt að þeir drekar lifi af einir í náttúrunni. Þegar Drogon, Rhaegal og Viserion voru ungir, þurfti Daenerys að elda matinn þeirra þar til þeir gátu spúð eldi og gert það sjálfur. Ungir drekar í nátturunni myndu því drepast úr hungri á endanum.Því hefur einnig verið haldið fram að á árum áður hafi drekinn Vermax verpt eggjum í Winterfell og þar hafi þau verið falin. Vísbendingar um þetta má finna í bókunum The World of Ice and Fire og Fire and Blood. Það eru þó eingöngu vísbendingar og óljóst hve mikið er að marka þær. Helsta von drekanna er að Drogon taki upp á því að verpa eggjum í næstu tveimur þáttum, verði hann ekki drepinn. Þá þarf fólk að vona að það sé það eina sem þurfi til. Enginn þurfi að frjóvga eitt né neitt.Að missa tökin Þá komum við að dauða Missandei, sem var einkar sorglegur. Hún lenti í haldi Euron og þar af leiðandi í haldi Cersei, sem er ekkert annað en dauðadómur. Cersei er tussa og hefur alltaf verið. Hún sá engan hag í því að halda Missandei því í hennar augum voru einungis tveir möguleikar í stöðunni. Ef þú spilar í krúnuleikunum, þá annað hvort vinnur þú eða deyrð, eins og hún sagði við Ned Stark þegar hann var fífl í fyrstu þáttaröðinni og varaði hana við því að hann ætlaði að segja Robert frá því að börnin hennar væru börnin hans Jaime.Eins og Lena Heady útskýrir það, þá meikar ekkert annað sense fyrir Cersei en að drepa Missandei. Tyrion vissi það og reyndi að fá hana til að sýna miskunn en auðvitað án árangurs. Fyrir mér sér Cersei þetta svona. Hún telur sig eiga séns á því að vinna Daenerys en er í sama mund búin að tryggja að Daenerys getur ekki unnið án þess að vera mega drullusokkur og brenna íbúa Kings Landing í massavís. Með því að drepa Missandei gerir Cersei Daenerys líklegri til að gera eitthvað heimskulegt og það að sleppa Missandei væri nokkurs konar uppgjöf. Það að gefast upp er ekki eitthvað sem Cersei hefur lagt í vana sinn. Í myndbandinu hér að neðan segir Emilia Clarke að þegar hún las handritið fyrst hafi þetta atriði verið þegar Daenerys missti tökin að fullu. Missandei var besti vinur hennar og ráðgjafi og mögulegt er að hún ráði einfaldlega ekki við að missa hana.S8 Ep 4: Too Far GoneSkýr skilaboð Daenerys hefur þó margsinnis verið í gólfinu áður og alltaf rifið sig upp aftur og þá sterkari en áður. Það hefur hún oftar en ekki gert með því að segja orðið „Dracarys“. Hún gerði það í House of the Undying, þegar drekarnir hennar brenndu galdrakarla Qarth. Hún gerði það einnig í Astapor, þegar hún kynntist Missandei first. Þá tryggði hún sér hollustu Unsullied hermannanna og sigraði borgina í sama mund. Það atriði var btw eitt svalasta atriði Game of Thrones.Það var síðasta orð Missandei, áður en Fjallið hjó af henni höfuðið: „Dracarys“. Ég gat ekki skilið það á annan veg en að hún sé að segja Daenerys að brenna Cersei og þá drullusokka sem hafa rottað sig saman í kringum hana. David Benioff staðfesti það svo í myndbandi sem gefið var út í kjölfar þáttarins. Nathalie Emmanuel staðfesti það svo á Twitter. Daenerys mun að öllum líkindum reyna að brenna einhvern. Cersei og Euron eru líklegust. Spurningin er hvort hún reyni að brenna alla King's Landing í leiðinni og þar með festa sig í sessi sem klikkhaus í augum Varys, Tyrion og jafnvel Jon. Það var einmitt það að brenna fólk út og suður sem leiddi, að hluta til, til uppreisnar gegn pabba hennar, Aerys hinum óða.Konungur eða drottning Þá komum við að valdataflinu í kringum Daenerys og Jon. Varys lýsti því vandlega yfir í þættinum að hann væri kominn með Jon Snow í lið og ætlaði sér að reyna að gera hann að konungi. Það var eftir að Sansa blaðraði stærsta leyndarmáli heimsálfunnar sem pabbi hennar hafði haldið leyndu í áratugi. Hann sagði ómögulegt að gifta þau og láta þau stjórna bæði. Daenerys myndi aldrei sætta sig við að deila valdi og hún myndi í rauninni brjóta Jon á bak aftur. Sem er líklegast rétt metið. Líf hennar hefur í áraraðir snúist um það eitt að hún sé réttmæt drottning Westeros og hún sagði meira að segja að örlögin væru með sér í liði, sem Varys taldi til marks um að hún yrði harðstjóri. Allir harðstjórar héldu því fram að þau ættu að stjórna samkvæmt örlögunum. Varys gaf sterklega í skyn að dagar Daenerys væru taldir.Það er ýmislegt í þessu valdatafli. Eins og ég kom aðeins inn á áðan er Jon í rauninni með bandamenn í nánast öllum hornum Westeros. Sansa í norðrinu og hún myndi einnig tryggja honum hollustu The Vale of Arryn. Gendry gæti tekið yfir The Stormlands og Samwell The Reach. Þá erum við komin með fjögur af konungsríkjunum sjö, sem eru í rauninni átta. Eins og staðan er núna er ekki víst hver stjórnar The Riverlands. Walder Frey gerði það eftir Rauða brúðkaupið. Arya drap hann samt og þurrkaði ættina út í byrjun síðustu þáttaraðar. Síðast þegar við vissum var Edmure Tully, yngri bróðir Catelyn Stark, eiginkonu Ned, lifandi og hélt hann til í Riverrun með leyfi Cersei. Allt frá því að Aegon Targaryen og Balerion drápu alla í Harrenhal hefur The Riverlands verið stjórnað af Tully ættinni og það frá Riverrun. Það kom þó fram í þættinum að Cersei hafði lofað Bronn Riverrun og The Riverlands og með tilliti til þess er óljóst hvort Edmure sé enn á lífi. Sé hann enn á lífi er þar kominn enn einn bandamaður Jon og Sönsu, líklegast, og fimmta konungsríkið af sjö (átta, eiginlega níu). Varys sagði í þættinum að nýr prins Dorne hefði lýst yfir stuðningi við Daenerys en það var einhvern veginn hlaupið yfir það og ekkert meira kom fram, sem var óþolandi. Dorne hefur nefnilega að mestu haldið sig utan við átök síðustu ára og ætti þessi nýi prins, hver sem hann er, að stjórna haug af hermönnum sem gætu aðstoðað Daenerys, eða Jon. Með tilliti til sögunnar hefur Dorne heilt yfir stutt Targaryen ættina og Jon tilheyrir henni svo sannarlega. Ég tel þó nokkuð víst að Dorne muni ekkert koma við sögu í þáttunum, enda er varla verið að fara að kynna einhverja fleiri persónur til leiks.Vestrinu er stjórnað af Lannisterættinni. Það er Cersei, eins og staðan er í dag. Ætli Jaime eða Tyrion muni ekki taka við stjórninni þar, ef annar þeirra eða báðir lifa af. Jaime er eflaust líklegri til að vera hliðhollur Jon en Daenerys en Tyrion er í það minnsta tilbúinn að hugsa sig um. Þegar Aegon kom til Westeros stjórnuðu Ironborn The Riverlands og var það sameiginlegt konungsríki með Járneyjunum. Þannig að í rauninni eru konungsríkin átta á tímum þáttanna. Nafnið konungsríkin sjö miðar við stöðuna eins og hún var í gamla daga.Hér er kort fyrir fólk sem vill átta sig á stöðunni. Hakið í „Constituencies of Westeros“ til að fá upp konungsríkin við upphaf þáttanna.Yara stjórnar Járneyjunum og mun líklegast gera það að þáttunum loknum. Hún hefur lýst yfir hollustu við Daenerys en ef Euron og allt hans lið verður sigrað eru Járneyjarnar ekkert til að tala um. Með engan flota og fáa hermenn. Með allt þetta í huga og þá staðreynd að tæknilega séð er krafa Jon á krúnuna sterkari en krafa Daenerys, því typpi skipta máli, eins og geldingurinn Varys orðaði það, er ljóst að þeir sem vilja Jon í hásætið eru í sterkri stöðu. Jafnvel þó Jon sjálfur vilji ekki verða konungur.Punktar og vangaveltur -Það var einfaldlega hrottalegt að sjá hvernig Jon kom fram við Ghost í þessum þætti. Hann sendi hann norður fyrir Vegginn með Tormund og klappaði honum ekki einu sinni. Skömmustulegt alveg. Ég er alveg sammála því að suðrið sé ekki staður fyrir Ghost og þetta er til marks um að Jon í það minnsta gruni að hann muni aldrei snúa aftur norður...en kommon. Ég meina, hvað í helvítinu er þetta? Hann bara semi-kinkar kolli í átt að risastóra úlfinum sem hefur verið félagi hans í mörg ár. Úlfinum sem hefur nokkrum sinnum bjargað lífi hans. Hann hefði í það minnsta getað klappað honum eða eitthvað. Sagt að hann myndi sakna hans. Ég er bálreiður yfir þessu.-Hvað gerir Grey Worm án Missandei? Hann mun mögulega ganga berserksgang í komandi orrustu. Ég tel mig nokkuð vissan um að Grey Worm muni vera drepinn. -Mun Bronn enda með að drepa annan hvorn Lannister bræðranna eða jafnvel báða? Ég spái því enn að hann muni drepa Tyrion og Jaime muni drepa Cersei. Það kæmi mér þó ekki á óvart ef það væri öfugt. Jæja. Ég hef ekki hugmynd um hvað gerist þarna. Hver veit? Bronn gæti hrasað og hálsbrotnað. -Svei mér þá ef Tormund og hinir villingarnir eru ekki bara farnir. Þeir virðast hafa farið aftur norður til að endurbyggja byggðir þeirra og slappa af. Það þykir mér jákvætt. -Af hverju í ósköpunum hefur Daenerys ekki látið gera einhvers konar brynju fyrir drekana sína? Mögulega út af því að brynjur eru þungar, þegar ég hugsa út í það. -Ég var mjög forvitinn á hverju Daenerys hvíslaði að Jorah, áður en hún brenndi lík hans. Það heyrðist ekki í þættinum en ég fann viðtal við Iain Glen, sem leikur Jorah og viti menn, hann vildi ekki segja hvað það var. Það var ekki í handritinu og það heyrði víst enginn hvað hún sagði. Það eina sem hann vildi segja var að Emilia, því hún hvíslaði ekki sem Daenerys, hefði sagt eitthvað einlægt og að hann myndi aldei gleyma því. Sem er óþolandi en þó skiljanlegt.-Hvað eru eiginlega margir hermenn eftir í her Daenerys og Jon? Snemma í þættinum virtust allar fylkingar hafa tapað um helmingi manna sinna. Það heldur ekki vatni. Sérstaklega það að Dothraki hafi einungis misst helming. Þar að auki eru margir særðir og þreyttir, samkvæmt Sönsu. Guð einn veit hvernig þau ætla sér að taka King's Landing. Sérstaklega með tilliti til varnanna sem búið er að byggja upp þar og að þar eru tuttugu þúsund af einhverjum bestu hermönnum heimsins. -Nei, ég var búinn að segjast ætla að sleppa því en ég get það ekki. Hvað í andskotanum er að gerast með þessa óléttu hjá Cersei? Nú er ég ekki landsins helsti sérfræðingur um konur, langt því frá, en hún ætti að vera búin að eignast minnst þrjú börn á þessum tíma. Fólk er búið að ferðast fram og til baka um allan heiminn og ekkert virðist gerast þarna. Búinn. -Síðasta: Þeir eru að fara að láta Jon drepa Daenerys. Er það ekki? Mér finnst eins og það stefni í það.Eins og alltaf endum við á myndbandi þar sem D.B. Weiss og David Benioff ræða það sem gerðist í þættinum.Ooooog svo stiklan fyrir næsta þátt, fyrir þá sem vilja. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Menning Tengdar fréttir Game of Thrones: Hvað getur maður sagt? Hér verður farið yfir þriðja þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem var eitthvað það besta sem boðið hefur verið upp á í sjónvarpi, þó margt hafi farið í taugarnar á undirrituðum. 30. apríl 2019 08:45 Game of Thrones: Ballið byrjar á ný, loksins Guðirnir eru góðir. Game of Thrones er byrjað á ný. 16. apríl 2019 08:45 Game of Thrones: Lognið á undan storminum Hér er farið yfir vendingar í öðrum þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 24. apríl 2019 08:45 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið
Spennuspillir. Hér að neðan verður fjallað um fjórða þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. Ekki lesa þetta ef þið eruð ekki búin að horfa. Sérstaklega ekki þú Vésteinn! Síðasti séns.Jæja. Nú er leiðinlega fólkið farið og við getum haldið áfram. Ég man ekki til þess í fljótu bragði að hafa verið jafn tilfinningalega bugaður eftir sjónvarpsþátt. Eins rólega og þessi þáttur fór af stað, þá var seinni helmingur hans algjör rússíbanareið. Framtíðin er mjög óljós í Westeros og svo virðist sem að allt geti gerst í næstu tveimur þáttum. Ég hata Euron Greyjoy svo innilega mikið.Rhaegal og Missandei eru dáin. Varys og Tyrion eru að einhverju leyti að missa trúna á Daenerys greyinu, sem hefur þurft að sætta sig við ansi mikið rugl og mótlæti síðustu þætti. Hún virðist vera að missa tökin í ljósi þess að hennar helstu ráðgjafar og vinir eru dánir og tvö af „börnum hennar“ einnig. Það er eins og framleiðendur GOT séu að verja miklu púðri í að telja okkur trú um að hún sé að verða „vond“, ef svo má að orði komast. Hana langar að brenna King's Landing, eðlilega, en ráðgjafar hennar eru ekki sáttir við það. Komum þó að vandræðum og hugarástandi hennar síðar.Jon heldur áfram að vera barnalegur, Tyrion er enn skringilega vitlaus, og Sansa er beisiklí orðin Littlefinger með pjöllu. Brienne og Jaime gerðu það loksins við hvort annað og Tormund greyið var miður sín í um það bil fimmtán sekúndur. Byrjum þó á byrjuninni. Hér er tæplega tuttugu mínútna umfjöllun um framleiðslu þáttarins, sem ber heitið The Last of the Starks. Fínt að byrja á þessu. Þarna er í ýmislegt skemmtilegt að sjá, eins og það að D.B. Weiss og David Benioff eru í aukahlutverkum í veislunni í Winterfell.S8 Ep 4: The Game RevealedÞátturinn byrjaði á stærðarinnar bálkesti þeirra sem dóu. Eins og mann grunaði að myndi gerast, þá virðist sem að um helmingur herja þeirra hafi fallið í átökunum, sem er mun minna en útlit var fyrir. Meira að segja Dothraki virðast bara hafa misst um helminginn af sínum mönnum. Daenerys syrgði Jorah, Sam syrgði Edd, Arya syrgði Beric og Sansa syrgði Theon. Mér fannst mjög hjartnæmt þegar Sansa gaf Theon úlfinn, til marks um það að hann væri einn af Stark-liðum, sem hann vildi alltaf vera.Theon fékk það sem hann sóttist eftir Í bókunum, eftir að Ramsay Bolton var búinn að pynta Theon, sem þá hét Reek, í mjög langan tíma, átti Theon samtal við Barbrey Dustin frá Barrow Hall, sem var með Roose Bolton í liði eftir Rauða brúðkaupið.Hún sagði Theon frá því að hún hefði eitt sinn verið ástfanginn af Brandon Stark, eldri bróðir Ned Stark. Þau hefðu meira að segja átt í ástarsambandi. Brandon var þó gert að giftast Catelyn Tully og Berbrey þurfti að sætta sig við Ned.Aerys hinn óði drap þó Brandon Stark og föður hans og Ned, Rickon Stark, og Ned giftist Catelyn. Barbrey giftist þá Willam Dustin. Hann fór svo til stríðs með Ned og dó í bardaganum við Tower of Joy, þegar Ned kom að systur sinni Lyönnu eftir að hún fæddi Jon/Aegon og skömmu áður en hún dó. Síðan þá hefur Barbrey hatað Stark ættina. Þetta skiptir samt í rauninni engu máli nema að því leyti að þegar hún var að tala við Theon sagði hún við hann að þau hötuðu Stark ættina af sömu ástæðu. Þau hefðu bæði viljað tilheyra ættinni en ekki getað það. Þessi tilfinning Theon kemur ágætlega fram í þessu atriði.Þá komum við að veislunni í Winterfell. Það var að mörgu leyti skemmtilegt að sjá persónurnar slappa af og skemmta sér, eftir að Daenerys gerði Gendry Rivers (bastarðanafn) að Gendry Baratheon og réttmætum erfingja Robert Baratheon. Það fékk alla til að slappa af og veislan hófst fyrir fullt og allt. Það sem einkenndi þetta atriði þó er hve einangruð og í raun einmana Daenerys var. Það mynduðust stórar fylkingar allt í kringum hana og allir voru fagnandi nema hún. Daenerys hafði augljóslega miklar áhyggjur af því sem Jon sagði við hana í öðrum þætti, að hann væri réttmætur erfingi Rhaegar Targaryen, eldri bróður hennar. Hún hafði áhyggjur af því að hann eigi betri kröfu en hún á krúnuna og því að hann sé mjög vinsæll. Í veislunni sást einnig kaffibolli frá Starbucks. Sem er skemmtilegt. Mistök sem þessi við framleiðslu Game of Thrones eru ekki algeng.While everyone was drinking wine in celebration, #Daenerys was drinking Starbucks coffee #GameofThronespic.twitter.com/D0K7p0Bq65 — Game of Thrones Facts (@thronesfacts) May 6, 2019Barnalegur og vitlaus Eftir veisluna reyndi hún að fá Jon til þess að segja engum frá því að hann væri í raun Aegon Targaryen. Ekki einu sinni systrum sínum, því það myndi koma verulega niður á henni, jafnvel þó hann hafi engan áhuga á krúnunni. Jon hélt samt áfram að vera barnalegur og sagði þeim frá því. Þrátt fyrir að þær hafi boðað hann á fund þeirra til þess að segja að þær treystu Daenerys ekki og vildu ekki að hún yrði drottning. Jon áttar sig ekki á því hvað Sansa er orðin og telur það vera nóg að fá hana til að sverja þess eið að segja engum frá þessu leyndarmáli. Eið sem hún svíkur nánast samstundis. Þessi gaur veit gjörsamlega ekki neitt. Þarna sáum við einnig aftur það hvernig það að þau eru skyld skiptir Daenerys ekki miklu máli varðandi ástarmökin en hann er ekki alveg á sama stað og hún.S8 Ep 4: Destruction and DiscordJaime Lannister sængaði í fyrsta sinn hjá einhverjum öðrum en systur sinni og hann fann þennan flotta riddara til að taka það skref með. Alveg frá því þau voru börn hefur Jaime verið ástfanginn af systur sinni og hefur hann haldið tryggð við hana, eftir því sem ég best veit. Það hefur Cersei hins vegar ekki gert en hún er búin að vera að gera það við gaura út og suður. Það sem meira er, þá sannfærði hún Euron Greyjoy um að þetta meinta barn hennar væri hans en ekki Jaime. Tímalínan í kringum þessa óléttu hennar er í algjöru rugli. Fólk er búið að ferðast fram og til baka um heiminn á meðan ekkert gerist með hana. Ég er reyndar orðinn þreyttur á að pæla í því og tuða yfir því í kjölfar pælinganna, þannig að; fokk it. Seinna í þættinum, þegar Jaime komst að því að Rhaegal væri dauður og Missandei væri í haldi Cersei, yfirgaf hann Brienne og lagði af stað til King's Landing. Hann virtist ósammála því að hann væri góður maður, eins og Brienne hafði haldið fram, og taldi upp tvö ódæði sem hann hefur framið vegna hennar og eitt sem hann hefði gert. Þá sagði hann beisiklí að systir sín væri drullusokkur en hann væri það líka og hoppaði á hest sinn.Nú er ég ekki Dr. Phil, því ég get ómögulega safnað jafn unaðslegu yfirvaraskeggi, en mér fannst þetta áhugavert. Tyrion benti Jaime á það fyrir skömmu að Jaime hefði ávalt vitað hvað Cersei væri og hefði elskað hana þrátt fyrir það. Það er rétt. Jaime veit að Cersei er klikkuð tussa. Hann elskar hana samt og fyrir vikið hatar hann sjálfan sig. (skrifaði hann og strauk bera efri vör sína) Jaime getur því ekki leyft sjálfum sér að vera ánægður.Bronn hafði sagt honum skömmu áður að Cersei hefði skipað honum að drepa hann. Ég skil ekki alveg hvað hann er að fara að gera suður. Ég held samt í vonina að það verði Jaime sem drepi Cersei.Arya er ekki lafði og hefur aldrei verið Það er tvennt úr þessari veislu sem mig langar að tala um til viðbótar. Það fyrsta er þetta vanhugsaða bónorð Gendry til (segir maður það?) Aryu. Hún var mjög kurteis en sagði auðvitað nei og „það er ekki ég“. Þau orð eru skemmileg tilvísun í fyrstu þáttaröð GOT þegar Arya spurði Ned föður sinn hvort hún gæti einhvern tímann átt kastala. Hann sagði nei og að hún myndi þess í stað giftast lávarði og eignast syni sem yrðu riddarar, lávarðar og prinsar. „Nei. Það er ekki ég,“ sagði hún. Það var og er rétt hjá henni. Hún sagði þetta einnig við úlfinn Nymeriu í síðustu þáttaröð.Hitt sem mig langaði að tala um er samtal Sönsu við Sandor Clegane (ég er hættur að kalla hann Hundinn. Hann á betra skilið en það). Í stuttu máli sagt, þá var Sandor að vera Sandor og kvartaði svo yfir því að Sansa væri farin að geta horft framan í hann, sem hún gat ekki í gamla daga þegar þau voru saman í King's Landing. Sandor sagði hana hafa breyst, vegna þess sem hún hefur gengið í gegnum, og sagði að ekkert af því hefði gerst ef hún hefði farið með honum á sínum tíma. Þar var hann að vísa til orrustunnar um King's Landing, þegar Stannis Baratheon réðst á borgina. Eftir að Tyrion kveikti í Blackwaterflóa með Wildfire fríkaði Sandor svolítið út, því hann hefur verið lafandi hræddur við eld frá því hann var barn og bróðir hans Gregor brenndi hann mjög illa. Á leið sinni frá Kings Landing hitti hann Sönsu og bauðst til að flytja hana frá borginni, þar sem Joffrey var að misþyrma henni ítrekað. Hún neitaði þó og endaði í höndum Ramsay Bolton, sem sökkaði fyrir hana.Á meðan Joffrey var að misþyrma Sönsu reyndi Sandor ítrekað að vernda hana. Hann bjargaði henni til dæmis frá nauðgun í óeirðunum í King's Landing og þegar Joffrey sýndi henni höfuð Ned Stark og hún ætlaði að hrinda honum af virkisveggjunum, stöðvaði Sandor hana svo hún yrði ekki drepin. Þau fóru í gegnum ýmislegt í fyrstu þáttaröðunum.Sandor ákvað að endanum að fara einn til King's Landing til að ganga frá einhverjum lausum endum. Er loksins komið að #CleganeBowl? Það væri svo indælt. Það var skemmtilegt að sjá að Arya fór með honum. Guð einn veit hvað hún ætlar sér þar. Eflaust vill hún reyna að drepa Cersei, sem er í efsta sætinu á listanum hennar. Tæknilega séð ættu þau að komast til borgarinnar á undan Jon og hernum og þannig ættu þau ef til vill auðveldara með að komast inn í borgina.Bronn að vera Bronn Bronn mætti til Wintertown og hitti þar fyrir Tyrion og Jaime. Hann sagði þeim frá tilboði Cersei, sem bauð honum Riverrun og þar með The Riverlands, fyrir það að drepa þá bræður með lásboganum sem Tyrion notaði til að drepa Tywin föður þeirra. Þetta er rosalega heilbrigt allt saman. Tyrion vísaði í gamalt samkomulag hans og Bronn sem fjallaði um það að ef einhver myndi greiða honum fyrir að drepa Tyrion myndi Tyrion greiða honum tvöfallt verð til að gera það ekki. Þá var spurningin, hvað er tvöfalt Riverrun? Tyrion bauð Bronn Highgarden, sem er nú heldur betur vel boðið. Highgarden er höfuðkastali The Reach, sem er gjöfulasta svæði Westeros og líklegast það verðmætasta af konungsríkjunum sjö, eftir að gullnámur Casterly Rock tæmdust. Tyrell ættin stjórnaði Highgarden en þau eru öll dauð. Þá er vert að nefna að Samwell Tarly er síðasti sonur Tarly-ættarinnar, eftir að Daenerys brenndi pabba hans og bróður, og er Horn Hill í The Reach. Tarly fjölskyldan heyrir undir Highgarden.Ef ég skyldi kveðjustund Jon og Sam rétt, þá voru hann og Gilly á leiðinni til Horn Hill. Það var voða óljóst hvert þau voru að fara. Ég hef alltaf haldið í þá von að Samwell myndi taka yfir stjórn Reach, enda er hann í kjörstöðu til þess. Það gæti líka spilað stóra rullu í mögulegum deilum og átökum á milli Daenerys og þeirra sem vilja Jon í hásætið.Eru drekarnir útdauðir? Helvítið hann Qyburn hefur ekki setið á höndum sínum á meðan Daenerys, Jon og félagar voru að berjast gegn hinum dauðu. Hann hefur þróað stærri og kraftmeiri Scorpion sem nota má til að drepa dreka. Miðað við hvernig það virkaði er vert að spyrja hvort drekarnir séu nú dauðadæmdir aftur. Þegar stórt er spurt. Eftir dauða Rhaegal, sem kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, er Drogon einn eftir. Ég byrjaði strax að reyna að rifja upp hvernig drekar fjölga sér og það er ekki einfalt. Bara alls ekki. Í stuttu máli sagt þá fjölga drekar sér með því að verpa eggjum. Það er þó ekki ljóst hvort annar dreki þurfi að hafa mök við annan dreka til að búa til egg, hvort annar dreki þurfi að frjóvga egginn eftir að það er búið að verpa þeim eða hvaða drekar geta yfir höfuð verpt eggjum, þar sem drekar virðast vera einkynja eða geta skipt um kyn að vild. Þetta hefur alltaf verið haft frekar óljóst. Það sem vitað er er að egg dreka geta verið lifandi, ef svo má að orði komast, til langs tíma án þess að klekjast út.Sjá einnig: Er erfitt að drepa dreka? Ef Drogon drepst án þess að verpa eggjum, ef hann getur það yfir höfuð, er svo sannarlega útlit fyrir að drekar verði útdauðir á nýjan leik. Einhverjir segja mögulegt að Drogon hafi þegar verpt eggjum þegar hann hvarf af sjónarspilinu og fór á flakk í fjórðu og fimmtu þáttaröð. Þó hann hafi gert það er ómögulegt að þeir drekar lifi af einir í náttúrunni. Þegar Drogon, Rhaegal og Viserion voru ungir, þurfti Daenerys að elda matinn þeirra þar til þeir gátu spúð eldi og gert það sjálfur. Ungir drekar í nátturunni myndu því drepast úr hungri á endanum.Því hefur einnig verið haldið fram að á árum áður hafi drekinn Vermax verpt eggjum í Winterfell og þar hafi þau verið falin. Vísbendingar um þetta má finna í bókunum The World of Ice and Fire og Fire and Blood. Það eru þó eingöngu vísbendingar og óljóst hve mikið er að marka þær. Helsta von drekanna er að Drogon taki upp á því að verpa eggjum í næstu tveimur þáttum, verði hann ekki drepinn. Þá þarf fólk að vona að það sé það eina sem þurfi til. Enginn þurfi að frjóvga eitt né neitt.Að missa tökin Þá komum við að dauða Missandei, sem var einkar sorglegur. Hún lenti í haldi Euron og þar af leiðandi í haldi Cersei, sem er ekkert annað en dauðadómur. Cersei er tussa og hefur alltaf verið. Hún sá engan hag í því að halda Missandei því í hennar augum voru einungis tveir möguleikar í stöðunni. Ef þú spilar í krúnuleikunum, þá annað hvort vinnur þú eða deyrð, eins og hún sagði við Ned Stark þegar hann var fífl í fyrstu þáttaröðinni og varaði hana við því að hann ætlaði að segja Robert frá því að börnin hennar væru börnin hans Jaime.Eins og Lena Heady útskýrir það, þá meikar ekkert annað sense fyrir Cersei en að drepa Missandei. Tyrion vissi það og reyndi að fá hana til að sýna miskunn en auðvitað án árangurs. Fyrir mér sér Cersei þetta svona. Hún telur sig eiga séns á því að vinna Daenerys en er í sama mund búin að tryggja að Daenerys getur ekki unnið án þess að vera mega drullusokkur og brenna íbúa Kings Landing í massavís. Með því að drepa Missandei gerir Cersei Daenerys líklegri til að gera eitthvað heimskulegt og það að sleppa Missandei væri nokkurs konar uppgjöf. Það að gefast upp er ekki eitthvað sem Cersei hefur lagt í vana sinn. Í myndbandinu hér að neðan segir Emilia Clarke að þegar hún las handritið fyrst hafi þetta atriði verið þegar Daenerys missti tökin að fullu. Missandei var besti vinur hennar og ráðgjafi og mögulegt er að hún ráði einfaldlega ekki við að missa hana.S8 Ep 4: Too Far GoneSkýr skilaboð Daenerys hefur þó margsinnis verið í gólfinu áður og alltaf rifið sig upp aftur og þá sterkari en áður. Það hefur hún oftar en ekki gert með því að segja orðið „Dracarys“. Hún gerði það í House of the Undying, þegar drekarnir hennar brenndu galdrakarla Qarth. Hún gerði það einnig í Astapor, þegar hún kynntist Missandei first. Þá tryggði hún sér hollustu Unsullied hermannanna og sigraði borgina í sama mund. Það atriði var btw eitt svalasta atriði Game of Thrones.Það var síðasta orð Missandei, áður en Fjallið hjó af henni höfuðið: „Dracarys“. Ég gat ekki skilið það á annan veg en að hún sé að segja Daenerys að brenna Cersei og þá drullusokka sem hafa rottað sig saman í kringum hana. David Benioff staðfesti það svo í myndbandi sem gefið var út í kjölfar þáttarins. Nathalie Emmanuel staðfesti það svo á Twitter. Daenerys mun að öllum líkindum reyna að brenna einhvern. Cersei og Euron eru líklegust. Spurningin er hvort hún reyni að brenna alla King's Landing í leiðinni og þar með festa sig í sessi sem klikkhaus í augum Varys, Tyrion og jafnvel Jon. Það var einmitt það að brenna fólk út og suður sem leiddi, að hluta til, til uppreisnar gegn pabba hennar, Aerys hinum óða.Konungur eða drottning Þá komum við að valdataflinu í kringum Daenerys og Jon. Varys lýsti því vandlega yfir í þættinum að hann væri kominn með Jon Snow í lið og ætlaði sér að reyna að gera hann að konungi. Það var eftir að Sansa blaðraði stærsta leyndarmáli heimsálfunnar sem pabbi hennar hafði haldið leyndu í áratugi. Hann sagði ómögulegt að gifta þau og láta þau stjórna bæði. Daenerys myndi aldrei sætta sig við að deila valdi og hún myndi í rauninni brjóta Jon á bak aftur. Sem er líklegast rétt metið. Líf hennar hefur í áraraðir snúist um það eitt að hún sé réttmæt drottning Westeros og hún sagði meira að segja að örlögin væru með sér í liði, sem Varys taldi til marks um að hún yrði harðstjóri. Allir harðstjórar héldu því fram að þau ættu að stjórna samkvæmt örlögunum. Varys gaf sterklega í skyn að dagar Daenerys væru taldir.Það er ýmislegt í þessu valdatafli. Eins og ég kom aðeins inn á áðan er Jon í rauninni með bandamenn í nánast öllum hornum Westeros. Sansa í norðrinu og hún myndi einnig tryggja honum hollustu The Vale of Arryn. Gendry gæti tekið yfir The Stormlands og Samwell The Reach. Þá erum við komin með fjögur af konungsríkjunum sjö, sem eru í rauninni átta. Eins og staðan er núna er ekki víst hver stjórnar The Riverlands. Walder Frey gerði það eftir Rauða brúðkaupið. Arya drap hann samt og þurrkaði ættina út í byrjun síðustu þáttaraðar. Síðast þegar við vissum var Edmure Tully, yngri bróðir Catelyn Stark, eiginkonu Ned, lifandi og hélt hann til í Riverrun með leyfi Cersei. Allt frá því að Aegon Targaryen og Balerion drápu alla í Harrenhal hefur The Riverlands verið stjórnað af Tully ættinni og það frá Riverrun. Það kom þó fram í þættinum að Cersei hafði lofað Bronn Riverrun og The Riverlands og með tilliti til þess er óljóst hvort Edmure sé enn á lífi. Sé hann enn á lífi er þar kominn enn einn bandamaður Jon og Sönsu, líklegast, og fimmta konungsríkið af sjö (átta, eiginlega níu). Varys sagði í þættinum að nýr prins Dorne hefði lýst yfir stuðningi við Daenerys en það var einhvern veginn hlaupið yfir það og ekkert meira kom fram, sem var óþolandi. Dorne hefur nefnilega að mestu haldið sig utan við átök síðustu ára og ætti þessi nýi prins, hver sem hann er, að stjórna haug af hermönnum sem gætu aðstoðað Daenerys, eða Jon. Með tilliti til sögunnar hefur Dorne heilt yfir stutt Targaryen ættina og Jon tilheyrir henni svo sannarlega. Ég tel þó nokkuð víst að Dorne muni ekkert koma við sögu í þáttunum, enda er varla verið að fara að kynna einhverja fleiri persónur til leiks.Vestrinu er stjórnað af Lannisterættinni. Það er Cersei, eins og staðan er í dag. Ætli Jaime eða Tyrion muni ekki taka við stjórninni þar, ef annar þeirra eða báðir lifa af. Jaime er eflaust líklegri til að vera hliðhollur Jon en Daenerys en Tyrion er í það minnsta tilbúinn að hugsa sig um. Þegar Aegon kom til Westeros stjórnuðu Ironborn The Riverlands og var það sameiginlegt konungsríki með Járneyjunum. Þannig að í rauninni eru konungsríkin átta á tímum þáttanna. Nafnið konungsríkin sjö miðar við stöðuna eins og hún var í gamla daga.Hér er kort fyrir fólk sem vill átta sig á stöðunni. Hakið í „Constituencies of Westeros“ til að fá upp konungsríkin við upphaf þáttanna.Yara stjórnar Járneyjunum og mun líklegast gera það að þáttunum loknum. Hún hefur lýst yfir hollustu við Daenerys en ef Euron og allt hans lið verður sigrað eru Járneyjarnar ekkert til að tala um. Með engan flota og fáa hermenn. Með allt þetta í huga og þá staðreynd að tæknilega séð er krafa Jon á krúnuna sterkari en krafa Daenerys, því typpi skipta máli, eins og geldingurinn Varys orðaði það, er ljóst að þeir sem vilja Jon í hásætið eru í sterkri stöðu. Jafnvel þó Jon sjálfur vilji ekki verða konungur.Punktar og vangaveltur -Það var einfaldlega hrottalegt að sjá hvernig Jon kom fram við Ghost í þessum þætti. Hann sendi hann norður fyrir Vegginn með Tormund og klappaði honum ekki einu sinni. Skömmustulegt alveg. Ég er alveg sammála því að suðrið sé ekki staður fyrir Ghost og þetta er til marks um að Jon í það minnsta gruni að hann muni aldrei snúa aftur norður...en kommon. Ég meina, hvað í helvítinu er þetta? Hann bara semi-kinkar kolli í átt að risastóra úlfinum sem hefur verið félagi hans í mörg ár. Úlfinum sem hefur nokkrum sinnum bjargað lífi hans. Hann hefði í það minnsta getað klappað honum eða eitthvað. Sagt að hann myndi sakna hans. Ég er bálreiður yfir þessu.-Hvað gerir Grey Worm án Missandei? Hann mun mögulega ganga berserksgang í komandi orrustu. Ég tel mig nokkuð vissan um að Grey Worm muni vera drepinn. -Mun Bronn enda með að drepa annan hvorn Lannister bræðranna eða jafnvel báða? Ég spái því enn að hann muni drepa Tyrion og Jaime muni drepa Cersei. Það kæmi mér þó ekki á óvart ef það væri öfugt. Jæja. Ég hef ekki hugmynd um hvað gerist þarna. Hver veit? Bronn gæti hrasað og hálsbrotnað. -Svei mér þá ef Tormund og hinir villingarnir eru ekki bara farnir. Þeir virðast hafa farið aftur norður til að endurbyggja byggðir þeirra og slappa af. Það þykir mér jákvætt. -Af hverju í ósköpunum hefur Daenerys ekki látið gera einhvers konar brynju fyrir drekana sína? Mögulega út af því að brynjur eru þungar, þegar ég hugsa út í það. -Ég var mjög forvitinn á hverju Daenerys hvíslaði að Jorah, áður en hún brenndi lík hans. Það heyrðist ekki í þættinum en ég fann viðtal við Iain Glen, sem leikur Jorah og viti menn, hann vildi ekki segja hvað það var. Það var ekki í handritinu og það heyrði víst enginn hvað hún sagði. Það eina sem hann vildi segja var að Emilia, því hún hvíslaði ekki sem Daenerys, hefði sagt eitthvað einlægt og að hann myndi aldei gleyma því. Sem er óþolandi en þó skiljanlegt.-Hvað eru eiginlega margir hermenn eftir í her Daenerys og Jon? Snemma í þættinum virtust allar fylkingar hafa tapað um helmingi manna sinna. Það heldur ekki vatni. Sérstaklega það að Dothraki hafi einungis misst helming. Þar að auki eru margir særðir og þreyttir, samkvæmt Sönsu. Guð einn veit hvernig þau ætla sér að taka King's Landing. Sérstaklega með tilliti til varnanna sem búið er að byggja upp þar og að þar eru tuttugu þúsund af einhverjum bestu hermönnum heimsins. -Nei, ég var búinn að segjast ætla að sleppa því en ég get það ekki. Hvað í andskotanum er að gerast með þessa óléttu hjá Cersei? Nú er ég ekki landsins helsti sérfræðingur um konur, langt því frá, en hún ætti að vera búin að eignast minnst þrjú börn á þessum tíma. Fólk er búið að ferðast fram og til baka um allan heiminn og ekkert virðist gerast þarna. Búinn. -Síðasta: Þeir eru að fara að láta Jon drepa Daenerys. Er það ekki? Mér finnst eins og það stefni í það.Eins og alltaf endum við á myndbandi þar sem D.B. Weiss og David Benioff ræða það sem gerðist í þættinum.Ooooog svo stiklan fyrir næsta þátt, fyrir þá sem vilja.
Game of Thrones: Hvað getur maður sagt? Hér verður farið yfir þriðja þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem var eitthvað það besta sem boðið hefur verið upp á í sjónvarpi, þó margt hafi farið í taugarnar á undirrituðum. 30. apríl 2019 08:45
Game of Thrones: Ballið byrjar á ný, loksins Guðirnir eru góðir. Game of Thrones er byrjað á ný. 16. apríl 2019 08:45
Game of Thrones: Lognið á undan storminum Hér er farið yfir vendingar í öðrum þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 24. apríl 2019 08:45