Segir nýjasta þátt Game of Thrones alls ekki of dimman og að áhorfendur kunni ekki að stilla sjónvörpin sín Birgir Olgeirsson skrifar 30. apríl 2019 21:26 Stilla úr nýjasta þættinum. HBO Nýjasti þáttur Game of Thrones hefur vakið mikla athygli, ekki bara vegna framvindu sögunnar heldur vegna myndgæða þáttarins. Kvörtuðu margir áhorfendur yfir því á samfélagsmiðlum að þátturinn hefði verið helst til dimmur og hefðu því ekki náð að sjá allt sem gerðist í þættinum. Sá sem fer fyrir kvikmyndatöku þáttarins heitir Fabian Wagner en hann hafði nokkuð einfalda útskýringu á vandamáli þessara áhorfenda. „Að mörgu leyti snýst þetta um að fólk kann ekki að stilla sjónvarpið sitt almennilega,“ sagði Wagner í samtali við Wired UK. „Margir velja einnig að horfa á þáttinn á litlum skjám, á borð við iPad,“ segir Wagner og bætir við að það sé alls ekki rétta leiðin til að horfa á nýjasta þáttinn. Wagner biður þó þá sem kvarta yfir þessu að hafa ekki áhyggjur þó þeir hafi ekki séð eitthvað sem þeir töldu sig eiga að sjá. „Allt sem við vildum sýna var sýnt.“Bandaríski vefurinn TMZ ræðir einnig við Wagner og varpar fram þeirri vangaveltu að Wagner hafi horft á senur þáttarins í hárri upplausn í gegnum rándýrar myndavélar og myndvinnslutæki. Er Wagner spurður af TMZ hvernig hann getur raunverulega vitað að þátturinn hafi ekki verið of dimmur fyrir þá sem sátu heima í stofu og horfðu á hann í gegnum hefðbundin tæki? „Ég veit að hann var það ekki því ég sá um kvikmyndatökuna.“ Game of Thrones Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Nýjasti þáttur Game of Thrones hefur vakið mikla athygli, ekki bara vegna framvindu sögunnar heldur vegna myndgæða þáttarins. Kvörtuðu margir áhorfendur yfir því á samfélagsmiðlum að þátturinn hefði verið helst til dimmur og hefðu því ekki náð að sjá allt sem gerðist í þættinum. Sá sem fer fyrir kvikmyndatöku þáttarins heitir Fabian Wagner en hann hafði nokkuð einfalda útskýringu á vandamáli þessara áhorfenda. „Að mörgu leyti snýst þetta um að fólk kann ekki að stilla sjónvarpið sitt almennilega,“ sagði Wagner í samtali við Wired UK. „Margir velja einnig að horfa á þáttinn á litlum skjám, á borð við iPad,“ segir Wagner og bætir við að það sé alls ekki rétta leiðin til að horfa á nýjasta þáttinn. Wagner biður þó þá sem kvarta yfir þessu að hafa ekki áhyggjur þó þeir hafi ekki séð eitthvað sem þeir töldu sig eiga að sjá. „Allt sem við vildum sýna var sýnt.“Bandaríski vefurinn TMZ ræðir einnig við Wagner og varpar fram þeirri vangaveltu að Wagner hafi horft á senur þáttarins í hárri upplausn í gegnum rándýrar myndavélar og myndvinnslutæki. Er Wagner spurður af TMZ hvernig hann getur raunverulega vitað að þátturinn hafi ekki verið of dimmur fyrir þá sem sátu heima í stofu og horfðu á hann í gegnum hefðbundin tæki? „Ég veit að hann var það ekki því ég sá um kvikmyndatökuna.“
Game of Thrones Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp