Leikar hefjast í dag hjá Rafíþróttasambandinu Ari Brynjólfsson skrifar 24. apríl 2019 07:30 Átta lið keppa í Lenovo-deildinni sem hefst í dag. Fréttablaðið/ernir Aðkoma sveitarfélaga að rafíþróttum mun efla starfið til muna, segir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. Bæði Hafnarfjörður og Reykjavík hafa samþykkt tillögur um að styðja við rafíþróttadeildir innan íþróttafélaga. Í gær stofnaði KR lið. Þar keppa fjögur lið í Counter Strike og fjögur lið í League of Legends á miðvikudögum, fimmtudögum og sunnudögum næstu níu vikurnar. Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum í beinni á netinu. „Það eru þó nokkur íþróttafélög að skoða hvernig hægt er að koma á laggirnar rafíþróttastarfi. Hjá Fylki er nú þegar búið að stofna formlega rafíþróttadeild, nú hefur KR bæst í hóp þeirra sex, sjö liða, ótengdra íþróttafélögum, sem eru fyrir í Lenovo-deildinni,“ segir Ólafur Hrafn. FH, Fjölnir og Víkingur eru einnig að skoða möguleikann á að setja á laggirnar deildir og skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við tillöguna í borgarstjórn. „Eftirspurnin frá samfélaginu, íþróttafélögum, foreldrum og félagsmiðstöðvum, hefur komið okkur í opna skjöldu.“ Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti fyrr í þessum mánuði að vísa tillögu um rafíþróttir til frekari útfærslu. Í byrjun mánaðarins var samþykkt tillaga í borgarstjórn Reykjavíkur um að styðja íþróttafélögin í Reykjavík við að koma á fót rafíþróttadeildum innan félaganna, einnig að hægt verði að nota frístundakortið við iðkun rafíþrótta. Meðal þess sem vonast er til er að börn sem spila tölvuleiki mæti til æfinga og hitti aðra krakka í stað þess að loka sig af heima hjá sér. Þau myndu æfa sig í að verða betri spilarar undir handleiðslu þjálfara og þannig myndu þau örvast félagslega, bæta sig í leiknum og eignast vini með svipuð áhugamál. „Ég býst við að útspil borgarinnar hafi stór áhrif. Þetta hjálpar félögunum sem hafa áhuga á að bjóða upp á rafíþróttir, þessu fylgir uppbygging á ákveðinni aðstöðu, ekki síst þekkingu á hvernig hægt er að nota tölvuleikjamiðilinn til að framkalla sömu niðurstöður og í hefðbundnum íþróttum,“ segir Ólafur Hrafn. „Þetta er strax farið að skila sér inn í afrekssenuna á Íslandi. Við erum að sjá virkilega flotta einstaklinga sem eru loksins að fá stuðning og utanumhald til að ná lengra.“ Nefnir hann að þó svo að búnaðurinn sé nokkuð dýr þá sé það talsvert ódýrara en að byggja keppnisvelli. Það er áhugi á að byggja upp rafíþróttastarf á landsbyggðinni en sú vinna er skemmra á veg komin en samtökin vilja. Hugmyndir eru uppi um slíkt starf á Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði og í Borgarnesi. „Við búumst fastlega við því að fleiri bæjarfélög, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, muni leggja okkur lið,“ segir Ólafur Hrafn. „Það væri frábært að geta haft keppni á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar í gegnum tölvu. Svo má ekki gleyma því að margir af okkar bestu spilurum, jafnvel á heimsvísu, eru á landsbyggðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Rafíþróttir Tengdar fréttir Leikjaspilarar fái sína deild í íþróttafélögum Tillögu Sjálfstæðisflokksins um deildir fyrir rafíþróttir innan íþróttafélaga vel tekið í borgarstjórn. Borgarfulltrúi segir breytingar geta rofið félagslega einangrun barna og ungmenna. Formenn helstu íþróttafélaga styðja tillöguna. 3. apríl 2019 06:00 GameTíví kynnir sér Rafíþróttasamtök Íslands Óli Jóels í GameTíví tók á móti Ólafi Hrafni Steinarssyni á dögunum en hann hefur stofnað Rafíþróttasamtök Íslands. 6. desember 2018 10:37 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti
Aðkoma sveitarfélaga að rafíþróttum mun efla starfið til muna, segir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. Bæði Hafnarfjörður og Reykjavík hafa samþykkt tillögur um að styðja við rafíþróttadeildir innan íþróttafélaga. Í gær stofnaði KR lið. Þar keppa fjögur lið í Counter Strike og fjögur lið í League of Legends á miðvikudögum, fimmtudögum og sunnudögum næstu níu vikurnar. Hægt verður að fylgjast með öllum leikjum í beinni á netinu. „Það eru þó nokkur íþróttafélög að skoða hvernig hægt er að koma á laggirnar rafíþróttastarfi. Hjá Fylki er nú þegar búið að stofna formlega rafíþróttadeild, nú hefur KR bæst í hóp þeirra sex, sjö liða, ótengdra íþróttafélögum, sem eru fyrir í Lenovo-deildinni,“ segir Ólafur Hrafn. FH, Fjölnir og Víkingur eru einnig að skoða möguleikann á að setja á laggirnar deildir og skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við tillöguna í borgarstjórn. „Eftirspurnin frá samfélaginu, íþróttafélögum, foreldrum og félagsmiðstöðvum, hefur komið okkur í opna skjöldu.“ Fræðsluráð Hafnarfjarðar samþykkti fyrr í þessum mánuði að vísa tillögu um rafíþróttir til frekari útfærslu. Í byrjun mánaðarins var samþykkt tillaga í borgarstjórn Reykjavíkur um að styðja íþróttafélögin í Reykjavík við að koma á fót rafíþróttadeildum innan félaganna, einnig að hægt verði að nota frístundakortið við iðkun rafíþrótta. Meðal þess sem vonast er til er að börn sem spila tölvuleiki mæti til æfinga og hitti aðra krakka í stað þess að loka sig af heima hjá sér. Þau myndu æfa sig í að verða betri spilarar undir handleiðslu þjálfara og þannig myndu þau örvast félagslega, bæta sig í leiknum og eignast vini með svipuð áhugamál. „Ég býst við að útspil borgarinnar hafi stór áhrif. Þetta hjálpar félögunum sem hafa áhuga á að bjóða upp á rafíþróttir, þessu fylgir uppbygging á ákveðinni aðstöðu, ekki síst þekkingu á hvernig hægt er að nota tölvuleikjamiðilinn til að framkalla sömu niðurstöður og í hefðbundnum íþróttum,“ segir Ólafur Hrafn. „Þetta er strax farið að skila sér inn í afrekssenuna á Íslandi. Við erum að sjá virkilega flotta einstaklinga sem eru loksins að fá stuðning og utanumhald til að ná lengra.“ Nefnir hann að þó svo að búnaðurinn sé nokkuð dýr þá sé það talsvert ódýrara en að byggja keppnisvelli. Það er áhugi á að byggja upp rafíþróttastarf á landsbyggðinni en sú vinna er skemmra á veg komin en samtökin vilja. Hugmyndir eru uppi um slíkt starf á Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði og í Borgarnesi. „Við búumst fastlega við því að fleiri bæjarfélög, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, muni leggja okkur lið,“ segir Ólafur Hrafn. „Það væri frábært að geta haft keppni á milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar í gegnum tölvu. Svo má ekki gleyma því að margir af okkar bestu spilurum, jafnvel á heimsvísu, eru á landsbyggðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Rafíþróttir Tengdar fréttir Leikjaspilarar fái sína deild í íþróttafélögum Tillögu Sjálfstæðisflokksins um deildir fyrir rafíþróttir innan íþróttafélaga vel tekið í borgarstjórn. Borgarfulltrúi segir breytingar geta rofið félagslega einangrun barna og ungmenna. Formenn helstu íþróttafélaga styðja tillöguna. 3. apríl 2019 06:00 GameTíví kynnir sér Rafíþróttasamtök Íslands Óli Jóels í GameTíví tók á móti Ólafi Hrafni Steinarssyni á dögunum en hann hefur stofnað Rafíþróttasamtök Íslands. 6. desember 2018 10:37 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti
Leikjaspilarar fái sína deild í íþróttafélögum Tillögu Sjálfstæðisflokksins um deildir fyrir rafíþróttir innan íþróttafélaga vel tekið í borgarstjórn. Borgarfulltrúi segir breytingar geta rofið félagslega einangrun barna og ungmenna. Formenn helstu íþróttafélaga styðja tillöguna. 3. apríl 2019 06:00
GameTíví kynnir sér Rafíþróttasamtök Íslands Óli Jóels í GameTíví tók á móti Ólafi Hrafni Steinarssyni á dögunum en hann hefur stofnað Rafíþróttasamtök Íslands. 6. desember 2018 10:37