Vatnaveiðin farin af stað Karl Lúðvíksson skrifar 29. apríl 2019 08:09 Bleikjan fer að gefa sig á næstunni. Mynd: Ríkarður Hjálmarsson 1. maí opna vötnin sem hafa ekki þegar opnað fyrir veiðimönnum og framundan er vonandi farsælt og skemmtilegt veiðisumar fyrir fjölskylduna. Það er þó misjafnt hvernig veiðin byrjar í þeim í venjulegu árferði en það fer auðvitað mikið eftir því hvar á landinu þau eru en vötnin fyrir norðan eru oft aðeins seinni til. Á suður og vesturlandi er mikið af skemmtilegum vötnum og þau sem eru þegar farin að gefa ágæta veiði eru til dæmis Elliðavatn og Kleifarvatn. Urriðinn í þessum tveimur vötnum getur oft tekið vel á þessum tíma en það er þó munur á því hvernig þau eru veidd. Elliðavatn getur gefið vel fyrst á morgnana og á kvöldin en besta veiðin í Kleifarvatni er frá tíu á kvöldin og fram yfir miðnætti. Mesta veiðin þar kemur á spún og beitu en í Elliðavatni er flugan sterkust en einnig hefur maðkurinn verið að gefa ágætlega. Þau vötn sem rétt er að nefna því veiðin þar á að fara að detta inn fljótlega er t.d. Hraunsfjörður, Gíslholtsvatn, Úlfljótsvatn, Meðalfellsvatn og auðvitað Þingvallavatn en þar er mikil urriðaveiði núna eins og venjulega á þessum árstíma. Bleikjan fer svo að mæta um miðjan maí. Mest lesið Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði 3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði
1. maí opna vötnin sem hafa ekki þegar opnað fyrir veiðimönnum og framundan er vonandi farsælt og skemmtilegt veiðisumar fyrir fjölskylduna. Það er þó misjafnt hvernig veiðin byrjar í þeim í venjulegu árferði en það fer auðvitað mikið eftir því hvar á landinu þau eru en vötnin fyrir norðan eru oft aðeins seinni til. Á suður og vesturlandi er mikið af skemmtilegum vötnum og þau sem eru þegar farin að gefa ágæta veiði eru til dæmis Elliðavatn og Kleifarvatn. Urriðinn í þessum tveimur vötnum getur oft tekið vel á þessum tíma en það er þó munur á því hvernig þau eru veidd. Elliðavatn getur gefið vel fyrst á morgnana og á kvöldin en besta veiðin í Kleifarvatni er frá tíu á kvöldin og fram yfir miðnætti. Mesta veiðin þar kemur á spún og beitu en í Elliðavatni er flugan sterkust en einnig hefur maðkurinn verið að gefa ágætlega. Þau vötn sem rétt er að nefna því veiðin þar á að fara að detta inn fljótlega er t.d. Hraunsfjörður, Gíslholtsvatn, Úlfljótsvatn, Meðalfellsvatn og auðvitað Þingvallavatn en þar er mikil urriðaveiði núna eins og venjulega á þessum árstíma. Bleikjan fer svo að mæta um miðjan maí.
Mest lesið Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði 3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði