Bíó og sjónvarp

Rúmlega þrjátíu þúsund Íslendingar séð Avengers: Endgame

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Avengers hefur fengið afar góða dóma
Avengers hefur fengið afar góða dóma
Nýjasta Marvel myndin Avengers: Endgame sló aðsóknarmet í Bandaríkjunum um helgina og naut sömuleiðis mikilla vinsælda hér á landi. Miðasala á heimsvísu reyndist vera 1,2 milljarðar dollara.

Í tilkynningu frá Sambíóunum kemur frma að 30.400 manns hafi séð myndina á Íslandi. Myndin er auk þess sýnd í Smárabíó á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land.

„Hópaðist fólk á öllum aldri á myndina og mynduðust biðraðir fyrir framan salina, allt að tveimur klukkutímum áður en sýningar hófust. Miðasala reyndist vera rúmlega 44 milljónir króna og sló hún út 5 daga met Star Wars: the Force Awakens, sem sett var um jólin 2015. Þess má til gamans geta að 84% allra þeirra sem fóru í bíó um helgina fóru að sjá Avengers: Endgame.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.