Daði Freyr og Blær gefa út myndband við nýtt lag Gígja Hilmarsdóttir skrifar 10. apríl 2019 17:00 Myndbandið kom út í dag. Youtube Söngvarinn Daði Freyr Pétursson gaf í dag út myndband við nýjasta lag sitt, Endurtaka mig. Myndbandið vann Daði ásamt eiginkonu sinni Árnýju Fjólu Ásmundsdóttur úti í Berlín þar sem þau búa. Lagið samdi hann í samstarfi við rapparann Þuríði Blævi Jóhannsdóttur. „Við unnum lagið og myndbandið í gegnum netið, Blær fékk Sölku Valsdóttur til að taka upp hennar söng og Guðmund Felixson til að taka upp myndbandspartinn hennar,“ segir Daði í samtali við Vísi. Endurtaka mig er lokalagið á nýjustu plötu söngvarans sem kemur út í maí. „Lagið fjallar um að þurfa ekki að halda áfram að gera það sem maður hefur gert áður, að maður geti alltaf breytt um stefnu þegar manni sýnist og ætti ekki að vera gagnrýndur fyrir það,“ segir Daði. Blær, eins og hún er gjarnan kölluð, tekur í sama streng og segir mikilvægt að festast ekki í sömu rútínunni í listsköpun jafnt sem lífinu. Blær, sem er meðlimur hljómsveitarinnar Reykjavíkurdætur, segir það hafa verið áskorun fyrir sig að koma fram sem Blær en ekki með Reykjavíkurdætur sér við hlið. „Þegar maður er búinn að vera í tólf manna hljómsveit þar sem öll gagnrýni dreifist á svo margar er stressandi að vera „featured“ með einum öðrum. Þetta var þó skemmtilegt og spennandi verkefni,“ segir Blær. Mikið er á döfinni hjá þeim Daða og Blævi. Daði og Árný eiga von á barni sem gæti allt eins komið í heiminn í dag eða á næstu dögum. Þá frumsýnir Blær leikritið, Kæru Jelenu, í Borgarleikhúsinu um helgina. Leikhús Menning Tengdar fréttir Daði Freyr og Árný giftu sig hjá sýslumanninum á Selfossi Tónlistarfólkið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir voru að gifta sig. 8. nóvember 2018 14:30 Daði Freyr tók Sting fyrir sjónvarpsþátt sem ekki varð Das Supertalent sem er Þýskaland Got talent hafði samband við Daða fyrir nokkru og vildu þeir fá hann sem keppanda í þáttinn. Daði ákvað að slá til og gerði ábreiðu af laginu Shape of my heart með Sting og sendi þeim. 2. ágúst 2018 23:23 Daði Freyr og Árný eiga von á sínu fyrsta barni eftir nokkrar vikur Tónlistarfólkið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni og það eftir aðeins nokkrar vikur. 18. febrúar 2019 14:30 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Söngvarinn Daði Freyr Pétursson gaf í dag út myndband við nýjasta lag sitt, Endurtaka mig. Myndbandið vann Daði ásamt eiginkonu sinni Árnýju Fjólu Ásmundsdóttur úti í Berlín þar sem þau búa. Lagið samdi hann í samstarfi við rapparann Þuríði Blævi Jóhannsdóttur. „Við unnum lagið og myndbandið í gegnum netið, Blær fékk Sölku Valsdóttur til að taka upp hennar söng og Guðmund Felixson til að taka upp myndbandspartinn hennar,“ segir Daði í samtali við Vísi. Endurtaka mig er lokalagið á nýjustu plötu söngvarans sem kemur út í maí. „Lagið fjallar um að þurfa ekki að halda áfram að gera það sem maður hefur gert áður, að maður geti alltaf breytt um stefnu þegar manni sýnist og ætti ekki að vera gagnrýndur fyrir það,“ segir Daði. Blær, eins og hún er gjarnan kölluð, tekur í sama streng og segir mikilvægt að festast ekki í sömu rútínunni í listsköpun jafnt sem lífinu. Blær, sem er meðlimur hljómsveitarinnar Reykjavíkurdætur, segir það hafa verið áskorun fyrir sig að koma fram sem Blær en ekki með Reykjavíkurdætur sér við hlið. „Þegar maður er búinn að vera í tólf manna hljómsveit þar sem öll gagnrýni dreifist á svo margar er stressandi að vera „featured“ með einum öðrum. Þetta var þó skemmtilegt og spennandi verkefni,“ segir Blær. Mikið er á döfinni hjá þeim Daða og Blævi. Daði og Árný eiga von á barni sem gæti allt eins komið í heiminn í dag eða á næstu dögum. Þá frumsýnir Blær leikritið, Kæru Jelenu, í Borgarleikhúsinu um helgina.
Leikhús Menning Tengdar fréttir Daði Freyr og Árný giftu sig hjá sýslumanninum á Selfossi Tónlistarfólkið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir voru að gifta sig. 8. nóvember 2018 14:30 Daði Freyr tók Sting fyrir sjónvarpsþátt sem ekki varð Das Supertalent sem er Þýskaland Got talent hafði samband við Daða fyrir nokkru og vildu þeir fá hann sem keppanda í þáttinn. Daði ákvað að slá til og gerði ábreiðu af laginu Shape of my heart með Sting og sendi þeim. 2. ágúst 2018 23:23 Daði Freyr og Árný eiga von á sínu fyrsta barni eftir nokkrar vikur Tónlistarfólkið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni og það eftir aðeins nokkrar vikur. 18. febrúar 2019 14:30 Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Daði Freyr og Árný giftu sig hjá sýslumanninum á Selfossi Tónlistarfólkið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir voru að gifta sig. 8. nóvember 2018 14:30
Daði Freyr tók Sting fyrir sjónvarpsþátt sem ekki varð Das Supertalent sem er Þýskaland Got talent hafði samband við Daða fyrir nokkru og vildu þeir fá hann sem keppanda í þáttinn. Daði ákvað að slá til og gerði ábreiðu af laginu Shape of my heart með Sting og sendi þeim. 2. ágúst 2018 23:23
Daði Freyr og Árný eiga von á sínu fyrsta barni eftir nokkrar vikur Tónlistarfólkið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni og það eftir aðeins nokkrar vikur. 18. febrúar 2019 14:30