Fín veiði í Tungulæk Karl Lúðvíksson skrifar 17. apríl 2019 12:49 Flottur sjóbirtingur úr Tungulæk þetta vorið en veiðin er komin í um 400 fiska. Mynd: Tungulækur FB Tungulækur er mjög vinsælt og gjöfult sjóbirtingssvæði og af aflabrögðum að dæma hefur verið gaman þar í vor. Frá 15. apríl hafa veiðst og verið sleppt aftur um 400 sjóbirtingar sem er feyknagóð veiði á ekki lengri tíma en komið er. Þetta er í takt við margar af ánum fyrir austan þar sem veiðimenn segja mun meira af fiski vera í ánum og fleiri vænir sést og veiðst en menn rekur minni til. Það má segja að hápunktinum í vorveiði á sjóbirting verði náð á næstu tveimur vikum kannski inní þriðju vikuna en eftir það fer oft mestur krafturinn úr veiðinni en það er þó ekkert sem hægt er að fullyrða. Sum árin þegar kalt er í lofti fer fiskurinn síðar úr ánum og þá er oft með góðu hægt að gera fína veiði til enda maí. Mest lesið Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði 3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði
Tungulækur er mjög vinsælt og gjöfult sjóbirtingssvæði og af aflabrögðum að dæma hefur verið gaman þar í vor. Frá 15. apríl hafa veiðst og verið sleppt aftur um 400 sjóbirtingar sem er feyknagóð veiði á ekki lengri tíma en komið er. Þetta er í takt við margar af ánum fyrir austan þar sem veiðimenn segja mun meira af fiski vera í ánum og fleiri vænir sést og veiðst en menn rekur minni til. Það má segja að hápunktinum í vorveiði á sjóbirting verði náð á næstu tveimur vikum kannski inní þriðju vikuna en eftir það fer oft mestur krafturinn úr veiðinni en það er þó ekkert sem hægt er að fullyrða. Sum árin þegar kalt er í lofti fer fiskurinn síðar úr ánum og þá er oft með góðu hægt að gera fína veiði til enda maí.
Mest lesið Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Bestu haustflugurnar í laxinn Veiði Góður gangur í Þverá/Kjarrá Veiði Málþing LS í heild sinni: Áheyrendur slegnir yfir niðurstöðum um áhrif sjókvíaeldis Veiði 3.638 fiskar á viku tvö í Veiðivötnum Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði