Hatar þegar fólk segir: „Þú veist ekkert, Jon Snow“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2019 09:03 Kit Harington var gestur Jimmy Fallon í The Tonight Show í gærkvöldi þar sem hann sagðist ekki þola það þegar fólk segði við hann: „You know nothing, Jon Snow“. Sem er fræg setning úr Game of Thrones og virðist sem að leikarinn hafi oft lent í því að fólk sé að segja þetta við hann. Harington fór um víðan völl í viðtalinu við Fallon en hann mun stýra Saturday Night Live um helgina. Hann sagðist hafa verið svolítið stressaður yfir því að stýra þættinum og hafi því hringt í móður sína til að fá stuðning. „Ég hringdi í mömmu mína og hún spurði hvað þetta [SNL] væri. Ég sagði að þetta væri eins og uppistand.“ Móðir hans varð hissa og sagði fannst undarlegt að hann væri að taka að sér grínhlutverk. Stuðningurinn var ekki mikill. Harington staðfesti einnig orðróm um að hann hefði farið í búningasamkvæmi sem Jon Snow. Það var þó góð ástæða fyrir því. Hann staðfesti einnig að hann á styttu af sjálfum sér sem Jon Snow í fullri stærð. Hér að neðan má sjá viðtalið við Harington, smá sprell sem hann og Jimmy Fallon gerðu með gestum þáttarins og kynningarmyndbönd fyrir Saturday Night Live á laugardaginn. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kit Harington var gestur Jimmy Fallon í The Tonight Show í gærkvöldi þar sem hann sagðist ekki þola það þegar fólk segði við hann: „You know nothing, Jon Snow“. Sem er fræg setning úr Game of Thrones og virðist sem að leikarinn hafi oft lent í því að fólk sé að segja þetta við hann. Harington fór um víðan völl í viðtalinu við Fallon en hann mun stýra Saturday Night Live um helgina. Hann sagðist hafa verið svolítið stressaður yfir því að stýra þættinum og hafi því hringt í móður sína til að fá stuðning. „Ég hringdi í mömmu mína og hún spurði hvað þetta [SNL] væri. Ég sagði að þetta væri eins og uppistand.“ Móðir hans varð hissa og sagði fannst undarlegt að hann væri að taka að sér grínhlutverk. Stuðningurinn var ekki mikill. Harington staðfesti einnig orðróm um að hann hefði farið í búningasamkvæmi sem Jon Snow. Það var þó góð ástæða fyrir því. Hann staðfesti einnig að hann á styttu af sjálfum sér sem Jon Snow í fullri stærð. Hér að neðan má sjá viðtalið við Harington, smá sprell sem hann og Jimmy Fallon gerðu með gestum þáttarins og kynningarmyndbönd fyrir Saturday Night Live á laugardaginn.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira