Tæplega 66% þjóðarinnar þekkir eða hefur heyrt um heimsmarkmiðin Heimsljós kynnir 28. mars 2019 09:45 Alls segjast 65,6 prósent landsmanna annað hvort þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þannig segjast 15,1 prósent þekkja til heimsmarkmiðanna en 50,6 prósent segjast hafa heyrt um þau. Þetta er í þriðja sinn sem Gallup, í samstarfi við verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, kannar vitund almennings á heimsmarkmiðunum. Í janúar 2018 sögðust 46,6 prósent landamanna annað hvort þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmiðin og í maí 2018 var hlutfallið komið upp í 57,4 prósent. Vitund almennings á heimsmarkmiðunum hefur því farið ört vaxandi á undanförnu ári. Verkefnastjórn heimsmarkmiða leggur sérstaka áherslu á að miðla upplýsingum um heimsmarkmiðin til almennings enda ljóst að þeim verður ekki náð án víðtækrar þátttöku almennings, atvinnulífs, fræðasamfélags og félagasamtaka. Í því skyni hefur meðal annars verið ráðist í tvær kynningarherferðir á heimsmarkmiðunum á undanförnu ári auk þess sem veggspjöld með heimsmarkmiðunum voru send í alla skóla og félagsmiðstöðvar í haust í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna. Þá er verkefnastjórnin í samstarfi við Festu og Almennaheill um kynningu á heimsmarkmiðunum til fyrirtækja og félagasamtaka. Samkvæmt könnuninni er fólk í yngstu aldurshópunum líklegra til að þekkja heimsmarkmiðin en þeir sem eldri eru, sem gæti skýrst af því að hlutfall þeirra sem segjast hafa fengið upplýsingar um heimsmarkmiðin í skóla fer vaxandi. Þá eru þeir sem eru með háskólapróf mun líklegri til að segjast þekkja heimsmarkmiðin en þeir sem eru með grunnskóla- eða framhaldsskólapróf. Þeir sem sögðust þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru einnig spurðir hvar þeir hefðu heyrt eða séð upplýsingar um heimsmarkmiðin. Flestir segjast hafa séð upplýsingar um heimsmarkmiðin í fréttum eða sjónvarpi. Þá fer þeim vaxandi sem segjast fá upplýsingar um heimsmarkmiðin í dagblöðum, í tengslum við starf sitt og í skóla. Nánari upplýsingar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að finna á www.heimsmarkmidin.is.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent
Alls segjast 65,6 prósent landsmanna annað hvort þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þannig segjast 15,1 prósent þekkja til heimsmarkmiðanna en 50,6 prósent segjast hafa heyrt um þau. Þetta er í þriðja sinn sem Gallup, í samstarfi við verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, kannar vitund almennings á heimsmarkmiðunum. Í janúar 2018 sögðust 46,6 prósent landamanna annað hvort þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmiðin og í maí 2018 var hlutfallið komið upp í 57,4 prósent. Vitund almennings á heimsmarkmiðunum hefur því farið ört vaxandi á undanförnu ári. Verkefnastjórn heimsmarkmiða leggur sérstaka áherslu á að miðla upplýsingum um heimsmarkmiðin til almennings enda ljóst að þeim verður ekki náð án víðtækrar þátttöku almennings, atvinnulífs, fræðasamfélags og félagasamtaka. Í því skyni hefur meðal annars verið ráðist í tvær kynningarherferðir á heimsmarkmiðunum á undanförnu ári auk þess sem veggspjöld með heimsmarkmiðunum voru send í alla skóla og félagsmiðstöðvar í haust í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna. Þá er verkefnastjórnin í samstarfi við Festu og Almennaheill um kynningu á heimsmarkmiðunum til fyrirtækja og félagasamtaka. Samkvæmt könnuninni er fólk í yngstu aldurshópunum líklegra til að þekkja heimsmarkmiðin en þeir sem eldri eru, sem gæti skýrst af því að hlutfall þeirra sem segjast hafa fengið upplýsingar um heimsmarkmiðin í skóla fer vaxandi. Þá eru þeir sem eru með háskólapróf mun líklegri til að segjast þekkja heimsmarkmiðin en þeir sem eru með grunnskóla- eða framhaldsskólapróf. Þeir sem sögðust þekkja eða hafa heyrt um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru einnig spurðir hvar þeir hefðu heyrt eða séð upplýsingar um heimsmarkmiðin. Flestir segjast hafa séð upplýsingar um heimsmarkmiðin í fréttum eða sjónvarpi. Þá fer þeim vaxandi sem segjast fá upplýsingar um heimsmarkmiðin í dagblöðum, í tengslum við starf sitt og í skóla. Nánari upplýsingar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að finna á www.heimsmarkmidin.is.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent