Game of Thrones: Sorgleg en tímabær endalok Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2019 11:30 Emila Clarke segist vera að kveðja stóran hluta lífs síns. Vísir/HBO Leikarar hinna gífurlega vinsælu þátta, Game of Thrones, eru einkar sorgmæddir yfir því að þættirnir séu að klárast þó þeim þyki tímabært að binda enda á þennan langa kafla. Margir þeirra hafa unnið við framleiðslu þeirra í allt að tíu ár og voru nokkur þeirra á barnsaldri þegar framleiðslan hófst. Tökurnar hófust í júlí 2010 en fyrir þó nokkra leikara hófst ferlið fyrr. Undirritaður sótti sérstakan blaðamannaviðburð í London í síðasta mánuði þar sem átján af aðalleikurum Game of Thrones ræddu við blaðamenn. Í mínu tilfelli var ég í hópi tólf til fjórtán blaðamanna og vörðum við heilum degi í hótelherbergi þar sem leikarar voru leiddir fyrir okkur, flestir í pörum, og fengum við um tuttugu mínútur með þeim í senn.Fyrsti þáttur áttundu þáttaraðarinnar verður frumsýndur á Stöð 2 aðfaranótt mánudagsins 15. apríl, á sama tíma og annars staðar í heiminum. Fyrri þáttaraðir Game of Thrones er hægt að finna á Stöð 2 Maraþon.Nýr kafli að hefjast „Í sannleika sagt þá get ég varla beðið,“ sagði Maisie Williams. Hún var tólf ára þegar hún byrjaði að leika Aryu Stark. „Þetta er búið að vera stór hluti ævi okkar.“ Hún sagðist finna fyrir því að tilteknum kafla lífs hennar væri að ljúka og nýr kafli að hefjast. Hún sagði marga á aldur við þær Sophie Turner, sem leikur Sönsu Stark, vera að ljúka háskóla og þurfa að taka stórar ákvarðanir um framtíð sína. Því væri þetta í rauninni fínn tími fyrir hana til að fara að gera eitthvað nýtt. „Ég horfi á jafnaldra mína og sé að enginn okkar veit hvað hann er að gera, þannig að það er fínt,“ sagði Williams. Hún sagðist hlakka til að taka sér smá tíma til að ákveða næstu skref. Hún tók þó fram að henni þætti þetta mjög sorglegt en í senn nauðsynlegt. Sophie Turner, sem var þrettán ára þegar hún byrjaði að leika Sönsu Stark, sagði endalok Game of Thrones ljúfsár. Henni fyndist í raun eins og persónur þeirra væru að deyja og var fljót að bæta við að með því væri hún ekki að segja að Sansa og Arya deyi í áttundu þáttaröðinni. „Ég meina að við séum að yfirgefa þessar persónur og fáum aldrei aftur að vera þær. Fara frá fólkinu sem við höfum verið að vinna með, starfsmönnum og öðrum leikurum. Að verja ekki meiri tíma á setti í Belfast eða hvar sem er. Það er það sorglega,“ sagði Turner. Hún sagði það í senn vera frelsandi að hafa allt árið til að taka að sér önnur verkefni. Það væri spennandi því undanfarin ár hafi þær eingöngu haft fjóra mánuði á ári til að gera eitthvað annað en Game of Thrones.Arya og Sansa á ferð með bróður þeirra Bran.Vísir/HBOGott ferðalagEmila Clarke var einnig ung þegar hún byrjaði að leika í Game of Thrones við upphaf þáttanna, eða 24 ára. „Á þessum tíu árum hafa mest afgerandi hlutar lífs míns gerst í tengslum við þessa þætti. Ég hef farið frá því að vera krakki í að vera fullorðin. Því lít ég á það að kveðja Game of Thrones sem kveðjustund við þann hluta lífs míns. Sem er mikilvægt. Þetta er búið að vera gott ferðalag.“ Hún sagðist hafa farið að gráta þegar hún var að taka upp sitt síðasta atriði. Hún hefði varið tíu árum í Game of Thrones .„Þetta er ótrúlega tilfinningaþrungið. Ég hugsa að á frumsýningunni verðum við enn að hugsa um það. Ég gerði smá ADR [upptökur þar sem leikarar lesa línur sínar í upptökuverum] í gær og þar tókum við fyrir eitt af síðustu atriðunum. Mér þótti það meira að segja sorglegt,“ sagði Clarke. Hún sagðist þó hafa verið heppin varðandi það að hún hefði fengið annað leiklistarstarf strax eftir að tökum Game of Thrones lauk formlega. Það hafi hjálpað til. „Ég er ekki góð í því að gera ekki neitt og verð alltaf að finna mér eitthvað að gera.“Lífið í leiklistinniJerome Flynn, sem leikur Ser Bronn of the Blackwater, segir síðustu tökurnar hans einnig hafa verið tilfinningaþrungnar. Hann hafi þá verið að vinna með öðrum leikurum sem hann hafði aldrei unnið með áður. „Það var nokkuð fjarstæðukennt og í senn mjög indælt. Það er ótrúlegt að vinna með hópi fólks í átta eða tíu ár og svo endar það bara. Þannig er lífið í leiklistinni. Þetta voru þó sérstaklega langvarandi þættir og það er frábært að hafa fengið að koma að þeim. Þetta var tilfinningaþrungið,“ sagði Flynn.Jaime Lannister og Ser Bronn.Vísir/HBOSíðasti dagurinn nálgaðist eins og lestRichar Dormer, sem leikur hinn ódauðlegaa Beric Dondarrion, var mjög stóískur þegar hann var spurður út í endalokin. „Allt á sinn enda,“ sagði Dormer. „Þetta hefur verið frábært ferðalag en eins og öll ferðalög þá verður þetta að enda líka.“ Hann sagði þá áhorfendur sem ekki hafi séð þættina enn geta notið þeirra. Það eina sem væri í rauninni að breytast væri að leikararnir og starfsmennirnir sem að þáttunum koma myndu ekki taka saman höndum aftur. Liam Cunningham, sem leikur Ser Davos Seaworth, sagðist aldrei áður hafa verið í vinnu þar sem allir tóku sín hlutverk jafn alvarlega. Sama hvort um væri að ræða leikara eða starfsmenn. „Þetta er frábær fjölskylda,“ sagði Cunningham. „Það voru allir ótrúlega stoltir af þáttunum og þú getur spurt hvern sem er. Allir vildu hafa Game of Thrones á ferilskránni sinni. Það er til marks um ákveðin gæði.“ Cunningham gekk lengra og sagði Game of Thrones vera einstaka þætti og þeir myndu aldrei eiga sína líka. Þá sagði Cunningham, sem hefur varið miklum tíma við tökur síðustu þáttaraða með Kit Harrington, sem leikur Jon Snow, að honum þætti undarlegt hve oft þeir hefðu verið að velta sér upp úr því að hitt og þetta væri í síðasta sinn. „Síðasti dagurinn nálgaðist okkur eins og lest. Það var óhjákvæmilegt. Við vorum öll meðvituð um að það sem við vorum að gera væri einstakt og að við myndum aldrei gera neitt svipað aftur. Við munum ef til vill ná frama með einhverjum öðrum verkum í framtíðinni en það mun standa Liam „Game of Thrones“ Cunningham á helvítis legsteininum mínum.“Liam Cunningham og Kit Harrington hugsuðu mikið út í að þeir voru að leika í Game of Thrones í síðasta sinn.Vísir/HBOGrétu við síðustu tökurnarJoe Dempsie og Jacob Anderson, sem leika Gendry og Grey Worm, segjast þegar byrjaðir að sakna Game of Thrones. Það hafi reynst „mjög, mjög erfitt“ að kveðja, eins og Anderson orðaði það. „Mér þykir mjög skrítið að kalla þetta bara þátt. Ég vil ekki vera mikillátur varðandi eitthvað sem ég hef verið í, en ef þú spáir í því að í hverjum september komum við saman. Þetta var á hverju ári. Þú vissir að þú varst að fara að hitta sama fólkið og verja tilteknum tíma með þeim. Þetta verður bara hluti af lífi þínu. Það er mjög skrítið að fara fram hjá september og hitta þetta fólk ekki. Það var mjög erfitt, þrátt fyrir að það hafi tekið tólf ár að taka þessa þáttaröð upp,“ sagði hann í glensi. Dempsie sagðist mögulega hafa verið betur undirbúinn fyrir endalok Game of Thrones en Anderson. Þá með tilliti til þess að hann hafði hætt í þáttunum áður. Davos Seaworth bjargaði Gendry frá Mellisandre og sendi hann frá Dragonstone á árabát í þriðju þáttaröð Game of Thrones.Gendry kom þó ekki að landi aftur fyrr en í sjöundu þáttaröð og var hann með í för þegar hetjur Game of Thrones fóru norður fyrir Vegginn til að sækja sér uppvakning. Þess vegna hefði hann verið betur undirbúinn. Hann hefði áður haft þrjú ár til að jafna sig. „Ég er þó sammála Jacob. Í fyrstu þremur þáttaröðunum varð þessi vinnsla hluti af lífi manns.“ Hann sagði það hafa verið erfitt þegar tökurnar fyrir fjórðu þáttaröð hófust. „Þess vegna varð ég staðráðinn í að njóta hvers augnabliks í sjöundu og áttundu þáttaröð,“ sagði hann og bætti við: „Þú saknar fólksins og staðarins. Belfast. Þrátt fyrir að þar sé stanslaus rigning þá er hún einkar falleg.“ Dempsie sagði hafa verið „skrítið“ að taka upp síðustu atriði hans í Game of Thrones. Allur síðasti dagurinn hafi verið undarlegur. „Ég var búinn að vita lengi að koma myndi að þessu en þrátt fyrir að einungis þrír dagar hafi verið eftir, og svo tveir dagar, náði ég aldrei almennilega utan um þá hugsun. Þegar einn dagur var eftir var ég ávallt að líta á klukkuna. Þetta var mjög undarleg niðurtalning í undirmeðvitundinni. Ég vissi ekki hvernig ég myndi bregðast við fyrr en það skall á.“ „Með því að gráta. Það reyndust vera mín viðbrögð. Að gráta,“ sagði Dempsie. Anderson sagði sömuleiðis frá síðasta atriði sínu en hann passaði sig á því að segja ekki með hverjum hann hafi verið að leika í því atriði, þrátt fyrir að atriðin hafi ekki verið tekin í neinni sérstakri röð. Það er til marks um hve mikið leikarar og aðrir sem að þáttunum koma eru orðnir meðvitaðir um að missa ekkert út úr sér. „Þegar við vissum að þetta var síðasta takan litum við á hvorn annan og í þann mund þegar takan hófst fóru varir okkar að hreyfast. Síðan fóru augu okkar að kippast til,“ sagði Anderson. „Við höfðum grínast með að skemma síðustu tökurnar ítrekað viljandi, svo við þyrftum ekki að hætta. Að endingu eyðilögðum við tökurnar óvart því við fórum að gráta.“ Dempsie nefndi einnig að hann og aðrir hefðu ýtt endalokunum frá sér alveg fram að síðustu stundu. Þá hefðu þau verið alfarið óundirbúin fyrir það. Þar að auki hefðu nokkrir leikarar verið í miklu tilfinningalegu ójafnvægi við síðustu tökurnar en verið fljótt kölluð inn aftur til að taka upp tiltekin atriði aftur.Kristofer Hivju, sem leikur Tormund Giantsbane, segir það hafa legið fyrir frá upphafi að þættirnir myndu enda.Vísir/HBOLá fyrir frá upphafiRory McCann, sem hefur leikið Sandor Clegane eða Hundinn, allt frá upphafi þáttanna, segist ánægður með að þættirnir séu að klárast. „Þetta er búið að vera mjög gaman í öll þessi ár en ég er ánægður með að þetta sé búið. Ég gæti þurft að fara í smá viðgerð eftir síðustu þáttaraðir, þar sem ég hef verið haltur. Ég hef verið á baki dreka og borið uppvakninga á öxlunum. Ég hlakka til smá friðar,“ sagði McCann.Kristofer Hivju, sem leikur Tormund Giantsbane, segir það hafa legið fyrir frá upphafi að þættirnir myndu enda. „Það sem er óhefðbundið við þessa þætti er að þetta hefur alltaf verið ein samfelld saga,“ sagði Kristofer. „Við höfum ekki þurft að endurræsa ferlið í hverri þáttaröð og finna söguþráð. Þetta hefur alltaf ein saga og eitt ferðalag fyrir okkur öll. Við vissum frá upphafi að það kæmi að endalokum.“ Hann sagði alla sem að þáttunum hafa komið hafa gefið allt í ferlið og nú væri komið að þessu endalokum og það væri frábært.Samwell Tarly og Gilly á kafi í bókum, sem hefur reynst mikilvægt.Vísir/HBOSorglegt að kveðja Margir leikaranna notuðu orðið „emotional“ (tilfinningaþrungið) þegar þau voru beðin um að tala um endalok Game of Thrones og síðustu tökurnar. Hannah Murray, sem leikur Gilly, og John Bradley, sem leikur Samwell Tarly, héldu sig við þá hefð. „Þær voru mjög tilfinningaþrungnar á marga mismunandi vegu,“ sagði Murray. „Ég var stolt af því að tekið þátt í þessu með öllu þessu fólki og það fylgir ákveðin jákvæðni því að kára söguna. En, það er einnig mjög sorglegt að kveðja allt fólkið sem við höfum verið að vinna með svo lengi. Ég í átta ár og hann í níu ár. Því var þetta augljósleglega mjög sorglegt. Það er alltaf erfitt að kveðja. Þetta var einnig mjög súrealískt. Maður fór í gegnum daginn, sífellt hugsandi um hve lítið væri eftir.“ Bradlay tók sömu ákvörðun og margir aðrir. Það er að hugsa ekki út í að endalokin væru að nálgast. „Maður reyndi að hugsa ekki um það,“ sagði Bradley. „Þegar tökurnar fyrir þáttaröðina hófust var ég sífellt að hugsa um hve sorglegt það yrði að klára þær. Ég ákvað að hugsa ekki um það fyrr en ég þyrfti þess, því annars gætu þessar tilfinningar komið niður á manni.“ Hann sagðist sífellt hafa verið að hugsa út í að hitt og þetta væri í síðasta sinn. Fyrsti tökudagur hafi verið síðasti fyrsti tökudagurinn. Hann hafi klæðst einhverjum búningi í síðasta sinn og svo framvegis. Hann hafi ákveðið að hætta því. „Jafnvel í hádeginu á síðasta tökudegi ákvað ég að hugsa ekki út í það,“ sagði hann. „Svo var allt í einu komið að síðustu tökunni. Það kom mér á óvart hve viðkvæmur ég varð, eins og margir aðrir og síðan var þetta bara allt í einu búið.“Bradley sagði einnig að hann hefði frá upphafi verið meðvitaður um að þetta væri síðasta þáttaröðin og því hefði hann ákveðið að njóta hennar til hins ítrasta. „Ég var að reyna að muna allt og ná sem skýrastri mynd af öllu sem var að gerast. Ég vildi láta minninguna fylgja mér.“Carice van Houten grét mimkið síðasta daginn sinn.Vísir/HBOMargar lokatökur Carice van Houten og Conlaith Hill, sem leika Melisandre og Varys, áttu miserfitt með síðustu tökur sínar. „Ég var í miklu uppnámi. Hver veit, kannski var ég á túr líka en ég græt yfirleitt ekki mikið,“ sagði van Houten. Hún sagðist þó hafa grátið mikið þann dag og það hefði í raun valdið henni smá áhyggjum. „Maður þurfti að kveðja hópa fólks sem maður myndi ekki hitta aftur til langs tíma. Burtséð frá því að maður væri líka að kveðja persónuna þá var sjö ára löngu tímabili ævi minnar að ljúka.“Hill sagði sínar lokatökur hafa verið margar. Hann hefði margsinnis verið kallaður inn til að taka ýmis atriði upp aftur og að lokum hafi hann verið farinn að bíða eftir því að þessu lyki. „Þess vegna var ég ekki í jafn miklu uppnámi. Ég held líka að ég hafi verið að reyna að vera hugrakkur fyrir alla hina,“ sagði Hill.Gemma Whelan, sem leikur Yöru Greyjoy, og Iain Glen, sem leikur Ser Jorah Mormont, voru sammála um að þó endalok Game of Thrones hafi verið og séu sorgleg sé kominn tími til að binda enda á þættina.Vísir/HBOKominn tími til Gemma Whelan, sem leikur Yöru Greyjoy, og Iain Glen, sem leikur Ser Jorah Mormont, voru sammála um að þó endalok Game of Thrones hafi verið og séu sorgleg sé kominn tími til að binda enda á þættina. „Það hreyfði mjög við mér að klára tökurnar og kveðja þessa persónu sem ég hef leikið svo lengi og með fólki sem ég hef unnið með svo lengi. Forsvarsmenn þáttanna kvöddu okkur með mjög fallegum hætti með innrömmuðum myndum af söguborði okkar persóna,“ sagði Whelan. Hún sagði þessar stundir hafa verið mjög sorglegar en á sama tíma væri eitthvað „rétt“ við þær. „Það var kominn tími til að binda enda á þetta.“ Glen hrósaði D. B. Weiss og David Benioff, forsvarsmönnum þáttanna fyrir einkar vel unnin störf. „Dan og David hafa verið fullkomnir leiðtogar í gegnum allar þáttaraðirnar,“ sagði Glen. Hann sagði enn fremur að hann hefði aldrei nokkurn tímann fundið fyrir nokkurs konar spennu á milli framleiðsludeildarinnar annars vegar og leikaranna hins vegar. Leikararnir hefðu ávallt fundið fyrir fullkomnu trausti. „Það hefur verið frábært við Thrones. Okkur finnst öllum að við séum að deila sömu velgengninni.“ Hann sagði enn fremur að það væri mjög sorglegt þegar tökur enduðu, stundum. „Þetta var blendið. Það var mikið um fölsk endalok. Við héldum að við værum búin og svo báðu þeir okkur um að koma aftur,“ sagði Glen og brá á leik: „Ég er kominn með annað starf, má ég raka skeggið af mér? -Nei! Þú mátt það ekki. -En ég er að fara að leika í verki um seinni heimsstyrjöldina þar sem ég er í hernum! – Nei. Þú mátt það ekki ef við þyrftum að kalla þig inn aftur. Það gæti gerst.“ Glen sagði að Game of Thrones myndi ætíð fylgja þeim. Þau myndu sakna takanna og vinnunnar en í sama mynd myndu þau ávallt vera þekkt fyrir störf þeirra í þáttunum. Til dæmis nefndi hann að verið væri að setja á söfn á laggirnar í Belfast í Norður-Írlandi. „Við munum aldrei losna undan Game of Thrones og ég er mjög ánægður með það.“Gwendoline Christie segir sársaukafullt að kveðja Brienne.Vísir/HBOVar í algjöru rugliGwendoline Christie, sem leikur Brienne of Tarth, segist hafa verið í „algjöru rugli“ á síðasta tökudegi sínum. „Ég var í algjöru rugli. Ég hélt það yrði allt í lagi með mig,“ sagði Christie. Hún sagði að kvöldið áður hefði hún verið að velta vöngum yfir endalokunum en hún hafi sæst við það þó. Á síðasta deginum sjálfum hafi það þó reynst erfitt. Hún sagðist hafa elskað Brienne og loksins hafi hún fundið persónu sem hún tengdi við á persónulegum nótum og að hluta til hafi Brienne táknað það að ákvarðanir manneskju skilgreina hana frekar en líkami hennar. Þá sagði hún að það hefði tekið hana langan tíma á að átta sig á því að Brienne væri hetja. Hún hafi í fyrstu litið á hana sem stríðsmann, hermann, lífvörð og konu. Hún hafi ekki séð hana sem hetju og þá líklega vegna þess hve ólík hún væri hinum hefðbundnu kvenpersónum. „Hún er mjög mennsk hetja. Henni mistekst en þrátt fyrir það reynir hún aftur og aftur.“ Hún sagði áhorfendur vera hrifna af seigju Brienne og því að hún hafi alltaf reynt að gera góða hluti. Christie táraðist þegar hún sagði það hafa verið ómetanlegt að fá tækifæri til að leika Brienne og sagðist hún óska þess að hún hefði haft tækifæri til að sjá slíka persónu á sínum yngri árum. Hún sagðist hafa beðið þess í hverri þáttaröð að hún yrði ráðin aftur vegna þeirrar næstu. Hún hafi aldrei getað gengið að því föstu. „Bókstaflega hvert ár, vonaðist ég til þess að vera ráðin aftur,“ sagði Christie. Hún hafi því alltaf vitað af því að hún þyrfti að kveðja Brienne á einhverjum tímapunkti. Persónan myndi þó ávallt fylgja henni og hefði þegar haft mikil áhrif á líf hennar og hvaða ákvarðanir hún hafi tekið og muni taka. „Þess vegna er mjög sársaukafullt að kveðja þessa persónu en ég verð að treysta á að það sem ég hafi lært af Brienne sé besta gjöfin frá þessu ferli,“ sagði hún. Hún sagðist mjög þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í svo vinsælum þáttum og í senn hafi það verið jafn mikilvægt fyrir hana á persónulegu stigi. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Leikarar hinna gífurlega vinsælu þátta, Game of Thrones, eru einkar sorgmæddir yfir því að þættirnir séu að klárast þó þeim þyki tímabært að binda enda á þennan langa kafla. Margir þeirra hafa unnið við framleiðslu þeirra í allt að tíu ár og voru nokkur þeirra á barnsaldri þegar framleiðslan hófst. Tökurnar hófust í júlí 2010 en fyrir þó nokkra leikara hófst ferlið fyrr. Undirritaður sótti sérstakan blaðamannaviðburð í London í síðasta mánuði þar sem átján af aðalleikurum Game of Thrones ræddu við blaðamenn. Í mínu tilfelli var ég í hópi tólf til fjórtán blaðamanna og vörðum við heilum degi í hótelherbergi þar sem leikarar voru leiddir fyrir okkur, flestir í pörum, og fengum við um tuttugu mínútur með þeim í senn.Fyrsti þáttur áttundu þáttaraðarinnar verður frumsýndur á Stöð 2 aðfaranótt mánudagsins 15. apríl, á sama tíma og annars staðar í heiminum. Fyrri þáttaraðir Game of Thrones er hægt að finna á Stöð 2 Maraþon.Nýr kafli að hefjast „Í sannleika sagt þá get ég varla beðið,“ sagði Maisie Williams. Hún var tólf ára þegar hún byrjaði að leika Aryu Stark. „Þetta er búið að vera stór hluti ævi okkar.“ Hún sagðist finna fyrir því að tilteknum kafla lífs hennar væri að ljúka og nýr kafli að hefjast. Hún sagði marga á aldur við þær Sophie Turner, sem leikur Sönsu Stark, vera að ljúka háskóla og þurfa að taka stórar ákvarðanir um framtíð sína. Því væri þetta í rauninni fínn tími fyrir hana til að fara að gera eitthvað nýtt. „Ég horfi á jafnaldra mína og sé að enginn okkar veit hvað hann er að gera, þannig að það er fínt,“ sagði Williams. Hún sagðist hlakka til að taka sér smá tíma til að ákveða næstu skref. Hún tók þó fram að henni þætti þetta mjög sorglegt en í senn nauðsynlegt. Sophie Turner, sem var þrettán ára þegar hún byrjaði að leika Sönsu Stark, sagði endalok Game of Thrones ljúfsár. Henni fyndist í raun eins og persónur þeirra væru að deyja og var fljót að bæta við að með því væri hún ekki að segja að Sansa og Arya deyi í áttundu þáttaröðinni. „Ég meina að við séum að yfirgefa þessar persónur og fáum aldrei aftur að vera þær. Fara frá fólkinu sem við höfum verið að vinna með, starfsmönnum og öðrum leikurum. Að verja ekki meiri tíma á setti í Belfast eða hvar sem er. Það er það sorglega,“ sagði Turner. Hún sagði það í senn vera frelsandi að hafa allt árið til að taka að sér önnur verkefni. Það væri spennandi því undanfarin ár hafi þær eingöngu haft fjóra mánuði á ári til að gera eitthvað annað en Game of Thrones.Arya og Sansa á ferð með bróður þeirra Bran.Vísir/HBOGott ferðalagEmila Clarke var einnig ung þegar hún byrjaði að leika í Game of Thrones við upphaf þáttanna, eða 24 ára. „Á þessum tíu árum hafa mest afgerandi hlutar lífs míns gerst í tengslum við þessa þætti. Ég hef farið frá því að vera krakki í að vera fullorðin. Því lít ég á það að kveðja Game of Thrones sem kveðjustund við þann hluta lífs míns. Sem er mikilvægt. Þetta er búið að vera gott ferðalag.“ Hún sagðist hafa farið að gráta þegar hún var að taka upp sitt síðasta atriði. Hún hefði varið tíu árum í Game of Thrones .„Þetta er ótrúlega tilfinningaþrungið. Ég hugsa að á frumsýningunni verðum við enn að hugsa um það. Ég gerði smá ADR [upptökur þar sem leikarar lesa línur sínar í upptökuverum] í gær og þar tókum við fyrir eitt af síðustu atriðunum. Mér þótti það meira að segja sorglegt,“ sagði Clarke. Hún sagðist þó hafa verið heppin varðandi það að hún hefði fengið annað leiklistarstarf strax eftir að tökum Game of Thrones lauk formlega. Það hafi hjálpað til. „Ég er ekki góð í því að gera ekki neitt og verð alltaf að finna mér eitthvað að gera.“Lífið í leiklistinniJerome Flynn, sem leikur Ser Bronn of the Blackwater, segir síðustu tökurnar hans einnig hafa verið tilfinningaþrungnar. Hann hafi þá verið að vinna með öðrum leikurum sem hann hafði aldrei unnið með áður. „Það var nokkuð fjarstæðukennt og í senn mjög indælt. Það er ótrúlegt að vinna með hópi fólks í átta eða tíu ár og svo endar það bara. Þannig er lífið í leiklistinni. Þetta voru þó sérstaklega langvarandi þættir og það er frábært að hafa fengið að koma að þeim. Þetta var tilfinningaþrungið,“ sagði Flynn.Jaime Lannister og Ser Bronn.Vísir/HBOSíðasti dagurinn nálgaðist eins og lestRichar Dormer, sem leikur hinn ódauðlegaa Beric Dondarrion, var mjög stóískur þegar hann var spurður út í endalokin. „Allt á sinn enda,“ sagði Dormer. „Þetta hefur verið frábært ferðalag en eins og öll ferðalög þá verður þetta að enda líka.“ Hann sagði þá áhorfendur sem ekki hafi séð þættina enn geta notið þeirra. Það eina sem væri í rauninni að breytast væri að leikararnir og starfsmennirnir sem að þáttunum koma myndu ekki taka saman höndum aftur. Liam Cunningham, sem leikur Ser Davos Seaworth, sagðist aldrei áður hafa verið í vinnu þar sem allir tóku sín hlutverk jafn alvarlega. Sama hvort um væri að ræða leikara eða starfsmenn. „Þetta er frábær fjölskylda,“ sagði Cunningham. „Það voru allir ótrúlega stoltir af þáttunum og þú getur spurt hvern sem er. Allir vildu hafa Game of Thrones á ferilskránni sinni. Það er til marks um ákveðin gæði.“ Cunningham gekk lengra og sagði Game of Thrones vera einstaka þætti og þeir myndu aldrei eiga sína líka. Þá sagði Cunningham, sem hefur varið miklum tíma við tökur síðustu þáttaraða með Kit Harrington, sem leikur Jon Snow, að honum þætti undarlegt hve oft þeir hefðu verið að velta sér upp úr því að hitt og þetta væri í síðasta sinn. „Síðasti dagurinn nálgaðist okkur eins og lest. Það var óhjákvæmilegt. Við vorum öll meðvituð um að það sem við vorum að gera væri einstakt og að við myndum aldrei gera neitt svipað aftur. Við munum ef til vill ná frama með einhverjum öðrum verkum í framtíðinni en það mun standa Liam „Game of Thrones“ Cunningham á helvítis legsteininum mínum.“Liam Cunningham og Kit Harrington hugsuðu mikið út í að þeir voru að leika í Game of Thrones í síðasta sinn.Vísir/HBOGrétu við síðustu tökurnarJoe Dempsie og Jacob Anderson, sem leika Gendry og Grey Worm, segjast þegar byrjaðir að sakna Game of Thrones. Það hafi reynst „mjög, mjög erfitt“ að kveðja, eins og Anderson orðaði það. „Mér þykir mjög skrítið að kalla þetta bara þátt. Ég vil ekki vera mikillátur varðandi eitthvað sem ég hef verið í, en ef þú spáir í því að í hverjum september komum við saman. Þetta var á hverju ári. Þú vissir að þú varst að fara að hitta sama fólkið og verja tilteknum tíma með þeim. Þetta verður bara hluti af lífi þínu. Það er mjög skrítið að fara fram hjá september og hitta þetta fólk ekki. Það var mjög erfitt, þrátt fyrir að það hafi tekið tólf ár að taka þessa þáttaröð upp,“ sagði hann í glensi. Dempsie sagðist mögulega hafa verið betur undirbúinn fyrir endalok Game of Thrones en Anderson. Þá með tilliti til þess að hann hafði hætt í þáttunum áður. Davos Seaworth bjargaði Gendry frá Mellisandre og sendi hann frá Dragonstone á árabát í þriðju þáttaröð Game of Thrones.Gendry kom þó ekki að landi aftur fyrr en í sjöundu þáttaröð og var hann með í för þegar hetjur Game of Thrones fóru norður fyrir Vegginn til að sækja sér uppvakning. Þess vegna hefði hann verið betur undirbúinn. Hann hefði áður haft þrjú ár til að jafna sig. „Ég er þó sammála Jacob. Í fyrstu þremur þáttaröðunum varð þessi vinnsla hluti af lífi manns.“ Hann sagði það hafa verið erfitt þegar tökurnar fyrir fjórðu þáttaröð hófust. „Þess vegna varð ég staðráðinn í að njóta hvers augnabliks í sjöundu og áttundu þáttaröð,“ sagði hann og bætti við: „Þú saknar fólksins og staðarins. Belfast. Þrátt fyrir að þar sé stanslaus rigning þá er hún einkar falleg.“ Dempsie sagði hafa verið „skrítið“ að taka upp síðustu atriði hans í Game of Thrones. Allur síðasti dagurinn hafi verið undarlegur. „Ég var búinn að vita lengi að koma myndi að þessu en þrátt fyrir að einungis þrír dagar hafi verið eftir, og svo tveir dagar, náði ég aldrei almennilega utan um þá hugsun. Þegar einn dagur var eftir var ég ávallt að líta á klukkuna. Þetta var mjög undarleg niðurtalning í undirmeðvitundinni. Ég vissi ekki hvernig ég myndi bregðast við fyrr en það skall á.“ „Með því að gráta. Það reyndust vera mín viðbrögð. Að gráta,“ sagði Dempsie. Anderson sagði sömuleiðis frá síðasta atriði sínu en hann passaði sig á því að segja ekki með hverjum hann hafi verið að leika í því atriði, þrátt fyrir að atriðin hafi ekki verið tekin í neinni sérstakri röð. Það er til marks um hve mikið leikarar og aðrir sem að þáttunum koma eru orðnir meðvitaðir um að missa ekkert út úr sér. „Þegar við vissum að þetta var síðasta takan litum við á hvorn annan og í þann mund þegar takan hófst fóru varir okkar að hreyfast. Síðan fóru augu okkar að kippast til,“ sagði Anderson. „Við höfðum grínast með að skemma síðustu tökurnar ítrekað viljandi, svo við þyrftum ekki að hætta. Að endingu eyðilögðum við tökurnar óvart því við fórum að gráta.“ Dempsie nefndi einnig að hann og aðrir hefðu ýtt endalokunum frá sér alveg fram að síðustu stundu. Þá hefðu þau verið alfarið óundirbúin fyrir það. Þar að auki hefðu nokkrir leikarar verið í miklu tilfinningalegu ójafnvægi við síðustu tökurnar en verið fljótt kölluð inn aftur til að taka upp tiltekin atriði aftur.Kristofer Hivju, sem leikur Tormund Giantsbane, segir það hafa legið fyrir frá upphafi að þættirnir myndu enda.Vísir/HBOLá fyrir frá upphafiRory McCann, sem hefur leikið Sandor Clegane eða Hundinn, allt frá upphafi þáttanna, segist ánægður með að þættirnir séu að klárast. „Þetta er búið að vera mjög gaman í öll þessi ár en ég er ánægður með að þetta sé búið. Ég gæti þurft að fara í smá viðgerð eftir síðustu þáttaraðir, þar sem ég hef verið haltur. Ég hef verið á baki dreka og borið uppvakninga á öxlunum. Ég hlakka til smá friðar,“ sagði McCann.Kristofer Hivju, sem leikur Tormund Giantsbane, segir það hafa legið fyrir frá upphafi að þættirnir myndu enda. „Það sem er óhefðbundið við þessa þætti er að þetta hefur alltaf verið ein samfelld saga,“ sagði Kristofer. „Við höfum ekki þurft að endurræsa ferlið í hverri þáttaröð og finna söguþráð. Þetta hefur alltaf ein saga og eitt ferðalag fyrir okkur öll. Við vissum frá upphafi að það kæmi að endalokum.“ Hann sagði alla sem að þáttunum hafa komið hafa gefið allt í ferlið og nú væri komið að þessu endalokum og það væri frábært.Samwell Tarly og Gilly á kafi í bókum, sem hefur reynst mikilvægt.Vísir/HBOSorglegt að kveðja Margir leikaranna notuðu orðið „emotional“ (tilfinningaþrungið) þegar þau voru beðin um að tala um endalok Game of Thrones og síðustu tökurnar. Hannah Murray, sem leikur Gilly, og John Bradley, sem leikur Samwell Tarly, héldu sig við þá hefð. „Þær voru mjög tilfinningaþrungnar á marga mismunandi vegu,“ sagði Murray. „Ég var stolt af því að tekið þátt í þessu með öllu þessu fólki og það fylgir ákveðin jákvæðni því að kára söguna. En, það er einnig mjög sorglegt að kveðja allt fólkið sem við höfum verið að vinna með svo lengi. Ég í átta ár og hann í níu ár. Því var þetta augljósleglega mjög sorglegt. Það er alltaf erfitt að kveðja. Þetta var einnig mjög súrealískt. Maður fór í gegnum daginn, sífellt hugsandi um hve lítið væri eftir.“ Bradlay tók sömu ákvörðun og margir aðrir. Það er að hugsa ekki út í að endalokin væru að nálgast. „Maður reyndi að hugsa ekki um það,“ sagði Bradley. „Þegar tökurnar fyrir þáttaröðina hófust var ég sífellt að hugsa um hve sorglegt það yrði að klára þær. Ég ákvað að hugsa ekki um það fyrr en ég þyrfti þess, því annars gætu þessar tilfinningar komið niður á manni.“ Hann sagðist sífellt hafa verið að hugsa út í að hitt og þetta væri í síðasta sinn. Fyrsti tökudagur hafi verið síðasti fyrsti tökudagurinn. Hann hafi klæðst einhverjum búningi í síðasta sinn og svo framvegis. Hann hafi ákveðið að hætta því. „Jafnvel í hádeginu á síðasta tökudegi ákvað ég að hugsa ekki út í það,“ sagði hann. „Svo var allt í einu komið að síðustu tökunni. Það kom mér á óvart hve viðkvæmur ég varð, eins og margir aðrir og síðan var þetta bara allt í einu búið.“Bradley sagði einnig að hann hefði frá upphafi verið meðvitaður um að þetta væri síðasta þáttaröðin og því hefði hann ákveðið að njóta hennar til hins ítrasta. „Ég var að reyna að muna allt og ná sem skýrastri mynd af öllu sem var að gerast. Ég vildi láta minninguna fylgja mér.“Carice van Houten grét mimkið síðasta daginn sinn.Vísir/HBOMargar lokatökur Carice van Houten og Conlaith Hill, sem leika Melisandre og Varys, áttu miserfitt með síðustu tökur sínar. „Ég var í miklu uppnámi. Hver veit, kannski var ég á túr líka en ég græt yfirleitt ekki mikið,“ sagði van Houten. Hún sagðist þó hafa grátið mikið þann dag og það hefði í raun valdið henni smá áhyggjum. „Maður þurfti að kveðja hópa fólks sem maður myndi ekki hitta aftur til langs tíma. Burtséð frá því að maður væri líka að kveðja persónuna þá var sjö ára löngu tímabili ævi minnar að ljúka.“Hill sagði sínar lokatökur hafa verið margar. Hann hefði margsinnis verið kallaður inn til að taka ýmis atriði upp aftur og að lokum hafi hann verið farinn að bíða eftir því að þessu lyki. „Þess vegna var ég ekki í jafn miklu uppnámi. Ég held líka að ég hafi verið að reyna að vera hugrakkur fyrir alla hina,“ sagði Hill.Gemma Whelan, sem leikur Yöru Greyjoy, og Iain Glen, sem leikur Ser Jorah Mormont, voru sammála um að þó endalok Game of Thrones hafi verið og séu sorgleg sé kominn tími til að binda enda á þættina.Vísir/HBOKominn tími til Gemma Whelan, sem leikur Yöru Greyjoy, og Iain Glen, sem leikur Ser Jorah Mormont, voru sammála um að þó endalok Game of Thrones hafi verið og séu sorgleg sé kominn tími til að binda enda á þættina. „Það hreyfði mjög við mér að klára tökurnar og kveðja þessa persónu sem ég hef leikið svo lengi og með fólki sem ég hef unnið með svo lengi. Forsvarsmenn þáttanna kvöddu okkur með mjög fallegum hætti með innrömmuðum myndum af söguborði okkar persóna,“ sagði Whelan. Hún sagði þessar stundir hafa verið mjög sorglegar en á sama tíma væri eitthvað „rétt“ við þær. „Það var kominn tími til að binda enda á þetta.“ Glen hrósaði D. B. Weiss og David Benioff, forsvarsmönnum þáttanna fyrir einkar vel unnin störf. „Dan og David hafa verið fullkomnir leiðtogar í gegnum allar þáttaraðirnar,“ sagði Glen. Hann sagði enn fremur að hann hefði aldrei nokkurn tímann fundið fyrir nokkurs konar spennu á milli framleiðsludeildarinnar annars vegar og leikaranna hins vegar. Leikararnir hefðu ávallt fundið fyrir fullkomnu trausti. „Það hefur verið frábært við Thrones. Okkur finnst öllum að við séum að deila sömu velgengninni.“ Hann sagði enn fremur að það væri mjög sorglegt þegar tökur enduðu, stundum. „Þetta var blendið. Það var mikið um fölsk endalok. Við héldum að við værum búin og svo báðu þeir okkur um að koma aftur,“ sagði Glen og brá á leik: „Ég er kominn með annað starf, má ég raka skeggið af mér? -Nei! Þú mátt það ekki. -En ég er að fara að leika í verki um seinni heimsstyrjöldina þar sem ég er í hernum! – Nei. Þú mátt það ekki ef við þyrftum að kalla þig inn aftur. Það gæti gerst.“ Glen sagði að Game of Thrones myndi ætíð fylgja þeim. Þau myndu sakna takanna og vinnunnar en í sama mynd myndu þau ávallt vera þekkt fyrir störf þeirra í þáttunum. Til dæmis nefndi hann að verið væri að setja á söfn á laggirnar í Belfast í Norður-Írlandi. „Við munum aldrei losna undan Game of Thrones og ég er mjög ánægður með það.“Gwendoline Christie segir sársaukafullt að kveðja Brienne.Vísir/HBOVar í algjöru rugliGwendoline Christie, sem leikur Brienne of Tarth, segist hafa verið í „algjöru rugli“ á síðasta tökudegi sínum. „Ég var í algjöru rugli. Ég hélt það yrði allt í lagi með mig,“ sagði Christie. Hún sagði að kvöldið áður hefði hún verið að velta vöngum yfir endalokunum en hún hafi sæst við það þó. Á síðasta deginum sjálfum hafi það þó reynst erfitt. Hún sagðist hafa elskað Brienne og loksins hafi hún fundið persónu sem hún tengdi við á persónulegum nótum og að hluta til hafi Brienne táknað það að ákvarðanir manneskju skilgreina hana frekar en líkami hennar. Þá sagði hún að það hefði tekið hana langan tíma á að átta sig á því að Brienne væri hetja. Hún hafi í fyrstu litið á hana sem stríðsmann, hermann, lífvörð og konu. Hún hafi ekki séð hana sem hetju og þá líklega vegna þess hve ólík hún væri hinum hefðbundnu kvenpersónum. „Hún er mjög mennsk hetja. Henni mistekst en þrátt fyrir það reynir hún aftur og aftur.“ Hún sagði áhorfendur vera hrifna af seigju Brienne og því að hún hafi alltaf reynt að gera góða hluti. Christie táraðist þegar hún sagði það hafa verið ómetanlegt að fá tækifæri til að leika Brienne og sagðist hún óska þess að hún hefði haft tækifæri til að sjá slíka persónu á sínum yngri árum. Hún sagðist hafa beðið þess í hverri þáttaröð að hún yrði ráðin aftur vegna þeirrar næstu. Hún hafi aldrei getað gengið að því föstu. „Bókstaflega hvert ár, vonaðist ég til þess að vera ráðin aftur,“ sagði Christie. Hún hafi því alltaf vitað af því að hún þyrfti að kveðja Brienne á einhverjum tímapunkti. Persónan myndi þó ávallt fylgja henni og hefði þegar haft mikil áhrif á líf hennar og hvaða ákvarðanir hún hafi tekið og muni taka. „Þess vegna er mjög sársaukafullt að kveðja þessa persónu en ég verð að treysta á að það sem ég hafi lært af Brienne sé besta gjöfin frá þessu ferli,“ sagði hún. Hún sagðist mjög þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í svo vinsælum þáttum og í senn hafi það verið jafn mikilvægt fyrir hana á persónulegu stigi.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira