Nemendur frá fimmtán löndum útskrifast frá Sjávarútvegsskólanum Heimsljós kynnir 13. mars 2019 15:30 Í gær útskrifuðust 24 nemendur frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, þar af níu konur. Nemendurnir koma frá 15 löndum í Eyjaálfu, Asíu, Afríku, Mið-Ameríku og Karíbahafi. Níu nemendur sérhæfðu sig á sviði stefnumótunar og stjórnunar, átta á sviði stofnmats og veiðafæratækni og sjö á sviði gæðastjórnunar í meðferð og vinnslu á fiski og fiskafurðum. Í lok útskriftarinnar var Tuma Tómassyni, forstöðumanni skólans, færðar góðar þakkir fyrir frábært starf í þágu skólans síðastliðin tuttugu ár, en hann hyggst draga sig í hlé síðar á árinu. Í ávarpi við útskriftina lagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, áherslu á mikilvægi Sjávarútvegsskólans fyrir framfarir á sviði fiskveiða í þróunarríkjum. Hann sagði fiskveiðar vera mikilvæga uppsprettu næringar og forsendu matvælaöryggis víða um heim, ekki síst í viðkvæmum strand- og eyríkjum. Þar að auki hafi þrír milljarðar manna lífsviðurværi sitt af líffræðilegum fjölbreytileika sjávar og strandar. „Þetta þekkjum við vel hér á Íslandi þar sem fiskur hefur verið lífsbjörg þjóðarinnar í aldanna rás, sem uppistaða í fæðu okkar, sem okkar aðal útflutningsvara og grundvöllur hagkerfisins,“ sagði Guðlaugur Þór í ávarpi sínu. Heimsmarkmið 14 áréttar mikilvægi hafsins með því að kalla á eftir sjálfbærari nýtingu sjávarauðlindarinnar. Þjálfun og efling þekkingar í sjávarútvegi er þannig veigamikið framlag í því að ná heimsmarkmiði 14, sem er forsenda þess að ná mörgum öðrum heimsmarkmiðum og undirmarkmiðum þeirra. Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur verið starfræktur frá árinu 1998 og er markmið skólans að efla sérfræðiþekkingu í sjávarútvegi og fiskveiðum í þróunarríkjum. Nám við skólann felst í sex mánaða þjálfun fyrir sérfræðinga frá þróunarlöndum, en þeir sérhæfa sig á því sviði sem starf þeirra snýr að í þeirra heimalandi. Til viðbótar því námi sem fer fram á Íslandi skipuleggur Sjávarútvegsskólinn stutt námskeið í þróunarríkjum í samvinnu við heimamenn og alþjóðlegar stofnanir, en alls hafa tæplega 1100 sérfræðingar sótt slík námskeið. Auk þess styður skólinn sérfræðinga til meistara- og doktorsnáms á Íslandi.Starfsemi skólans er að mestu fjármögnuð með opinberum framlögum til þróunarsamvinnu. Skólinn er rekinn í samstarfi við Hafrannsóknastofnun, í nánu samstarfi við Matís, Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann á Hólum, en auk þeirra kemur fjöldi annarra stofnana og fyrirtækja að starfseminni með einum eða öðrum hætti. Þetta er 21. útskrift skólans en frá upphafi hafa 392 nemendur frá yfir 50 löndum lokið námi frá Sjávarútvegsskólanum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent
Í gær útskrifuðust 24 nemendur frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, þar af níu konur. Nemendurnir koma frá 15 löndum í Eyjaálfu, Asíu, Afríku, Mið-Ameríku og Karíbahafi. Níu nemendur sérhæfðu sig á sviði stefnumótunar og stjórnunar, átta á sviði stofnmats og veiðafæratækni og sjö á sviði gæðastjórnunar í meðferð og vinnslu á fiski og fiskafurðum. Í lok útskriftarinnar var Tuma Tómassyni, forstöðumanni skólans, færðar góðar þakkir fyrir frábært starf í þágu skólans síðastliðin tuttugu ár, en hann hyggst draga sig í hlé síðar á árinu. Í ávarpi við útskriftina lagði Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, áherslu á mikilvægi Sjávarútvegsskólans fyrir framfarir á sviði fiskveiða í þróunarríkjum. Hann sagði fiskveiðar vera mikilvæga uppsprettu næringar og forsendu matvælaöryggis víða um heim, ekki síst í viðkvæmum strand- og eyríkjum. Þar að auki hafi þrír milljarðar manna lífsviðurværi sitt af líffræðilegum fjölbreytileika sjávar og strandar. „Þetta þekkjum við vel hér á Íslandi þar sem fiskur hefur verið lífsbjörg þjóðarinnar í aldanna rás, sem uppistaða í fæðu okkar, sem okkar aðal útflutningsvara og grundvöllur hagkerfisins,“ sagði Guðlaugur Þór í ávarpi sínu. Heimsmarkmið 14 áréttar mikilvægi hafsins með því að kalla á eftir sjálfbærari nýtingu sjávarauðlindarinnar. Þjálfun og efling þekkingar í sjávarútvegi er þannig veigamikið framlag í því að ná heimsmarkmiði 14, sem er forsenda þess að ná mörgum öðrum heimsmarkmiðum og undirmarkmiðum þeirra. Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur verið starfræktur frá árinu 1998 og er markmið skólans að efla sérfræðiþekkingu í sjávarútvegi og fiskveiðum í þróunarríkjum. Nám við skólann felst í sex mánaða þjálfun fyrir sérfræðinga frá þróunarlöndum, en þeir sérhæfa sig á því sviði sem starf þeirra snýr að í þeirra heimalandi. Til viðbótar því námi sem fer fram á Íslandi skipuleggur Sjávarútvegsskólinn stutt námskeið í þróunarríkjum í samvinnu við heimamenn og alþjóðlegar stofnanir, en alls hafa tæplega 1100 sérfræðingar sótt slík námskeið. Auk þess styður skólinn sérfræðinga til meistara- og doktorsnáms á Íslandi.Starfsemi skólans er að mestu fjármögnuð með opinberum framlögum til þróunarsamvinnu. Skólinn er rekinn í samstarfi við Hafrannsóknastofnun, í nánu samstarfi við Matís, Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann á Hólum, en auk þeirra kemur fjöldi annarra stofnana og fyrirtækja að starfseminni með einum eða öðrum hætti. Þetta er 21. útskrift skólans en frá upphafi hafa 392 nemendur frá yfir 50 löndum lokið námi frá Sjávarútvegsskólanum.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent