Flýja japanskir framleiðendur Brexit? Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2019 20:30 Frá verksmiðju Nissan í Sunderland. Ákvörðun Honda að loka sinni einu bílaverksmiðju í Bretlandi eftir starfsrækslu í meira en 30 ár gæti markað upphafið af endanlegu brotthvarfi japanskra bílaframleiðenda frá Bretlandi í kjölfar fyrirhugaðs brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu. Honda, Toyota og Nissan opnuðu öll verksmiðjur í Bretlandi á níunda áratug síðustu aldar og fengu til þess stuðning frá Thatcher stjórninni. Thatcher sannfærði forsvarsmenn framleiðandanna að Bretland væri vænlegur kostur til framleiðslu bíla fyrir Evrópumarkað og að Bretland myndi aldrei ganga úr Evrópusambandinu. Það hefur að minnsta kosti breyst frá og með 29. mars og gæti orðið afdrifaríkt fyrir bílaframleiðslu í Bretlandi.Toyota þegar varað bresk stjórnvöld við Ekki er eins mikil hætta á að Toyota loki verksmiðju sinni í Burnastone þar sem ný Corolla verður smíðuð þar, en eftir að ný kynslóð Corolla rennur sitt skeið árið 2024 þykir líklegt að Toyota loki henni. Toyota hefur þegar varað bresk stjórnvöld við því að slæmur samningur við Evrópusambandið gæti þýtt lokun verksmiðjunnar. Auk þess er Toyota að opna nýja verksmiðju í Tékklandi árið 2021 í samstarfi við PSA Group og þar verða framleiddir smærri bílar Toyota. Verksmiðja Honda í Burnastone er fjórða stærsta bílaverksmiðjan í Bretlandi og þar eru framleiddir 161.000 bílar á ári. Verksmiðja Toyota er sú sjötta stærsta og þar eru framleiddir 129.000 bílar á ári. Í báðum þeirra er nú aðeins framleidd ein bílgerð þar sem bæði fyrirtækin hafa flutt framleiðslu annarra bílgerða til Japans. Það eitt er hættumerki.Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun CNN um málið á dögunum.Samningur um tollaleysi hjálpar ekki Nissan rekur stærstu bílaverksmiðju Bretlands og þar eru framleiddir 442.000 bílar á ári og þar er minnsta hættan á að komi til lokunar, en bæði er vinsælasti jepplingur Bretlands og Evrópu, Qashqai, framleiddur þar og smíði nýs Juke mun einnig fara þar fram. Nissan tók hins vegar þá ákvörðun árið 2016 að smíða ekki X-Trail jeppa sinn í Bretlandi fyrir Evrópumarkað, eins og áður var ráðgert og flutti smíði hans til Japans. Það gefur ef til vill tóninn fyrir framhaldið. Ekki hjálpar það til að nýr milliríkjasamningur Japans og Evrópusambandsins mun gera flutning til Evrópu á bílum framleiddum í Japan ódýrari og það minnkar kostina við að vera með verksmiðjur í Evrópu. Þessi samningur tryggir tollaleysi á bílum innfluttum frá Japan til Evrópu og breytir því landslaginu mikið.Tryggðin horfin Tryggðin sem japönsku framleiðendurnir héldu við Bretland til langs tíma virðist vera að þverra og hefur verið skipt út fyrir pirring og reiði í þeirra garð. Japönskum bílaframleiðendum finnst þeir hafa verið sviknir af breskum yfirvöldum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent
Ákvörðun Honda að loka sinni einu bílaverksmiðju í Bretlandi eftir starfsrækslu í meira en 30 ár gæti markað upphafið af endanlegu brotthvarfi japanskra bílaframleiðenda frá Bretlandi í kjölfar fyrirhugaðs brotthvarfs Bretlands úr Evrópusambandinu. Honda, Toyota og Nissan opnuðu öll verksmiðjur í Bretlandi á níunda áratug síðustu aldar og fengu til þess stuðning frá Thatcher stjórninni. Thatcher sannfærði forsvarsmenn framleiðandanna að Bretland væri vænlegur kostur til framleiðslu bíla fyrir Evrópumarkað og að Bretland myndi aldrei ganga úr Evrópusambandinu. Það hefur að minnsta kosti breyst frá og með 29. mars og gæti orðið afdrifaríkt fyrir bílaframleiðslu í Bretlandi.Toyota þegar varað bresk stjórnvöld við Ekki er eins mikil hætta á að Toyota loki verksmiðju sinni í Burnastone þar sem ný Corolla verður smíðuð þar, en eftir að ný kynslóð Corolla rennur sitt skeið árið 2024 þykir líklegt að Toyota loki henni. Toyota hefur þegar varað bresk stjórnvöld við því að slæmur samningur við Evrópusambandið gæti þýtt lokun verksmiðjunnar. Auk þess er Toyota að opna nýja verksmiðju í Tékklandi árið 2021 í samstarfi við PSA Group og þar verða framleiddir smærri bílar Toyota. Verksmiðja Honda í Burnastone er fjórða stærsta bílaverksmiðjan í Bretlandi og þar eru framleiddir 161.000 bílar á ári. Verksmiðja Toyota er sú sjötta stærsta og þar eru framleiddir 129.000 bílar á ári. Í báðum þeirra er nú aðeins framleidd ein bílgerð þar sem bæði fyrirtækin hafa flutt framleiðslu annarra bílgerða til Japans. Það eitt er hættumerki.Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun CNN um málið á dögunum.Samningur um tollaleysi hjálpar ekki Nissan rekur stærstu bílaverksmiðju Bretlands og þar eru framleiddir 442.000 bílar á ári og þar er minnsta hættan á að komi til lokunar, en bæði er vinsælasti jepplingur Bretlands og Evrópu, Qashqai, framleiddur þar og smíði nýs Juke mun einnig fara þar fram. Nissan tók hins vegar þá ákvörðun árið 2016 að smíða ekki X-Trail jeppa sinn í Bretlandi fyrir Evrópumarkað, eins og áður var ráðgert og flutti smíði hans til Japans. Það gefur ef til vill tóninn fyrir framhaldið. Ekki hjálpar það til að nýr milliríkjasamningur Japans og Evrópusambandsins mun gera flutning til Evrópu á bílum framleiddum í Japan ódýrari og það minnkar kostina við að vera með verksmiðjur í Evrópu. Þessi samningur tryggir tollaleysi á bílum innfluttum frá Japan til Evrópu og breytir því landslaginu mikið.Tryggðin horfin Tryggðin sem japönsku framleiðendurnir héldu við Bretland til langs tíma virðist vera að þverra og hefur verið skipt út fyrir pirring og reiði í þeirra garð. Japönskum bílaframleiðendum finnst þeir hafa verið sviknir af breskum yfirvöldum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Erfiður tími þegar barnið kom út sem trans Innlent