Frelsi til að grilla Katrín Atladóttir skrifar 5. mars 2019 07:00 Með bættum lífskjörum verða Íslendingar veraldarvanari. Algengt er að fólk ferðist víða um heim, verji tíma í stórborgum og jafnvel afli sér menntunar eða starfi erlendis. Það er vant fjölbreyttu borgarlífi sem og úrvali vöru og þjónustu. Það nýtur þess að heimsækja matarmarkaði og sælkerabúðir með fjölbreyttu úrvali ferskvöru, sem finna má í stórborgum. Það vill velja um jarðarber frá Spáni eða Íslandi og það hvort ferska steikin komi frá Hollandi eða Íslandi. Ég fagna frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem heimilar innflutning á ófrosnum landbúnaðarvörum í auknum mæli. Takmarkanir á innflutningi ferskvöru eru óheimilar samkvæmt EES-samningnum auk þess sem það er neytendum alltaf til hagsbóta að hafa val. Ábati neytenda af frumvarpinu er metinn á 900 milljónir króna en kostnaður af því að hlíta ekki EES-samningnum næmi milljörðum. Fryst nautakjöt hefur verið flutt til landsins í fjölda ára og er markaðshlutdeild þess um 23%. Þá hefur frysting lítil sem engin áhrif á veiru- og bakteríusjúkdóma í dýrum að mati yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis. Hér starfa öflugar stofnanir sem sinna eftirliti með innflutningi og þær munu, hér eftir sem hingað til, leggjast á eitt við að tryggja lýðheilsu og vernd búfjár. Ísland á í harðri samkeppni við önnur lönd um fólk. Það er allra hagur að ungt fólk velji að búa hér. Landið þarf að vera samkeppnishæft þegar kemur að hinum ýmsu lífsgæðum. Þá skapast hvati fyrir íslenskan landbúnað að gera sínar afurðir að fyrsta kosti. Það mun óhjákvæmilega ýta undir nýsköpun í greininni. Síðan tollar voru felldir niður af tómötum, gúrkum og papriku hefur framleiðsla hérlendis aukist hressilega auk þess sem neytendur höfðu mikinn ábata af breytingunni. Fyrst og fremst eigum við að treysta fólki. Við eigum að treysta íslenskum landbúnaði til að standast erlendum snúning, eftirlitsstofnunum til að sinna sínu eftirliti af myndugleika og ekki síst að treysta neytendum til að kjósa hvað þeir láta ofan í sig.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Með bættum lífskjörum verða Íslendingar veraldarvanari. Algengt er að fólk ferðist víða um heim, verji tíma í stórborgum og jafnvel afli sér menntunar eða starfi erlendis. Það er vant fjölbreyttu borgarlífi sem og úrvali vöru og þjónustu. Það nýtur þess að heimsækja matarmarkaði og sælkerabúðir með fjölbreyttu úrvali ferskvöru, sem finna má í stórborgum. Það vill velja um jarðarber frá Spáni eða Íslandi og það hvort ferska steikin komi frá Hollandi eða Íslandi. Ég fagna frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem heimilar innflutning á ófrosnum landbúnaðarvörum í auknum mæli. Takmarkanir á innflutningi ferskvöru eru óheimilar samkvæmt EES-samningnum auk þess sem það er neytendum alltaf til hagsbóta að hafa val. Ábati neytenda af frumvarpinu er metinn á 900 milljónir króna en kostnaður af því að hlíta ekki EES-samningnum næmi milljörðum. Fryst nautakjöt hefur verið flutt til landsins í fjölda ára og er markaðshlutdeild þess um 23%. Þá hefur frysting lítil sem engin áhrif á veiru- og bakteríusjúkdóma í dýrum að mati yfirdýralæknis og sóttvarnalæknis. Hér starfa öflugar stofnanir sem sinna eftirliti með innflutningi og þær munu, hér eftir sem hingað til, leggjast á eitt við að tryggja lýðheilsu og vernd búfjár. Ísland á í harðri samkeppni við önnur lönd um fólk. Það er allra hagur að ungt fólk velji að búa hér. Landið þarf að vera samkeppnishæft þegar kemur að hinum ýmsu lífsgæðum. Þá skapast hvati fyrir íslenskan landbúnað að gera sínar afurðir að fyrsta kosti. Það mun óhjákvæmilega ýta undir nýsköpun í greininni. Síðan tollar voru felldir niður af tómötum, gúrkum og papriku hefur framleiðsla hérlendis aukist hressilega auk þess sem neytendur höfðu mikinn ábata af breytingunni. Fyrst og fremst eigum við að treysta fólki. Við eigum að treysta íslenskum landbúnaði til að standast erlendum snúning, eftirlitsstofnunum til að sinna sínu eftirliti af myndugleika og ekki síst að treysta neytendum til að kjósa hvað þeir láta ofan í sig.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun