Bíó og sjónvarp

Á flótta með 60 milljónir

Birgir Olgeirsson skrifar
Lóa og Óliver eru aðalsöguhetjur kvikmyndarinnar Eden.
Lóa og Óliver eru aðalsöguhetjur kvikmyndarinnar Eden.
Íslenska kvikmyndin Eden verður frumsýnd 10. maí næstkomandi en aðstandendur myndarinnar hafa sent frá sér stiklu sem frumsýnd er hér á Vísi.

Eden er villt blanda af spennu og kómík en hún segir frá parinu Lóu og Óliver sem framfleytir sér með fíkniefnasölu en þráir ekkert heitar en að elta drauma sína. Þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin ákveða þau að taka málin í sínar hendur og hefst þá barátta upp á líf og dauða.

Aðalhluverkin í Eden eru í höndum Telmu Huldar Jóhannesdóttur og Hansel Eagle.
Með aðalhlutverk í Eden fara Telma Huld Jóhannesdóttir, sem hefur getið sér gott orð á leiksviðinu og í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum á borð við Illsku, Webcam og Rétti, og Hansel Eagle en hann fór með aðalhlutverkið í gamanmyndinni Albatross sem kom út árið 2015.

Eden er blanda af spennu og kómík þar sem skyggnst er inn í undirheima Íslands.
Myndin skartar einnig leikurunum Arnari Jónssyni og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur en önnur hlutverk eru fyrst og fremst skipuð ungum og upprennandi leikurum. Þar á meðal eru Tinna Sverrisdóttir, Gunnar Maris, Blær Hinriksson, Valgeir Skagfjörð, Einar Viðar G. Thoroddsen, Hjalti P. Finnsson og Róbert Gíslason, sonur leikaranna þjóðkunnugu Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnars.

Snævar Sölvi Sölvason er leikstjóri myndarinnar en þetta er hans önnur mynd í fullri lengd.Mynd/Jelena Schally
Eden er önnur kvikmynd leikstjórans Snævars Sölva Sölvasonar en hann á að baki gamanmyndina Albatross, sem sýnd var í kvikmyndahúsum Senu, og er þetta því í annað sinn sem hann og Hansel Eagle leiða saman hesta sína.

Kvikmyndatónlist samdi Magnús Jóhann Ragnarsson og lagasmíðar eru í höndum Þormóðs Eiríkssonar. Magnús og Þormóður hafa á síðustu misserum verið mjög eftirsóttir þrátt fyrir ungan aldur.

Magnús hefur spilað með ótal tónlistarmönnum, þar á meðal Friðriki Dór, Sölku Sól, Moses Higtower, GDRN, Flóna og samið kvikmyndatónlist fyrir stuttmyndir, en Þormóður hefur gert garðinn frægan undanfarið í íslensku hiphop-senunni og samið lög fyrir Jóa P og Króla, Herra Hnetusmjör, Huginn og marga aðra.

Myndin verður frumsýnd 10. maí næstkomandi.
Í stiklu myndarinnar má heyra dæmi um samstarf þeirra félaga, þar sem hljómarnir í fyrri hluta eru í höndum Magnúsar en rapplagið í þeim seinni er eftir Þormóð, í nánu samstarfi við nýstirnið Lukku Láka (Ísak Sigurðarson) sem ljær laginu rödd og texta.

Framleiðendur eru Flugbeittur Kuti og Kvikmyndafélag Íslands (Kisi) en Sena sér um dreifingu á Íslandi.

Klippa: Eden - sýnishorn

Tengdar fréttir

Almenningur kom Albatross í bíó

Söfnuðu fyrir eftirvinnsluferli Albatross á Karolina fund og gefa nú til baka með forsýningum um allt land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×