Leiðsögn erlendra ferðamanna er alvöru starfsgrein Sigríður Guðmundsdóttir og Helga Snævarr Kristjánsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 07:45 Þann 21. febrúar var alþjóðadagur leiðsögumanna. Félag leiðsögumanna var stofnað árið 1972 og frá upphafi hafa starfandi leiðsögumenn beitt sér fyrir því að gæða- og menntunarkröfur fylgdu starfi þeirra. Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna skipaði árið 2017 starfshóp, sem í sátu fulltrúar Leiðsagnar, SAF og Ferðamálastofu og vann hann vandaða úttekt á menntaframboði í leiðsögn hér á landi. Til grundvallar úttektinni lagði hópurinn Evrópustaðal um menntun leiðsögumanna, ÍST EN 15565:2008. Niðurstaðan var samræmd kortlagning fyrirliggjandi náms sem opnar möguleika á raunfærnimati þeirra sem ekki hafa lokið formlegu námi við þær menntastofnanir sem útskrifa leiðsögumenn samkvæmt Evrópustaðli en hyggja á eða starfa við leiðsögn. Því kemur það afar illa við okkur leiðsögumenn að heyra orð ráðherra ferðamála, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, í svörum við svohljóðandi fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns á Alþingi þann 7. febrúar sl.: „Hefur ráðherra uppi áform um lögverndun á starfsheiti leiðsögumanna? […]: Hefur ráðherra áform um að móta lágmarkskröfur varðandi nám í þessum fræðum sem yrðu þá undirstaða slíkrar lögverndunar?“ Í öllu svari ráðherra ber á hugtakaruglingi því þingmaður spyr um lögverndun starfsheitis sem ráðherra greinilega ruglar saman við löggildingu starfs.Helga Snævarr Kristjánsdóttir leiðsögumaðurRáðherra telur litla þörf á samræmdri menntun leiðsögumanna, betra sé að ábyrgð og ákvarðanir um slíkt hvíli á ferðaþjónustuaðila. Hún vísar í vettvangsferð sem farin var til Nýja-Sjálands á síðasta ári: „ekki einu sinni þar er gerð krafa um tiltekna menntun leiðsögumanna eftir því sem okkur var sagt í ferðinni. Krafan er fyrst og fremst á fyrirtækin, þ.e. að þau fái skráningu í sinni tegund ævintýraferðamennsku, hafi öryggisáætlanir og fylgi þeim eftir. Það er töluvert eftirlit með því.“ Ráðherra sér fleiri annmarka, s.s. að slíkar kvaðir gætu útilokað skemmtilegt og frótt fólk frá störfum: „En svo eru það einmitt líka, bara til að hnykkja aðeins á þessu varðandi löggildinguna [sic], stundum svona einstaklingar sem eru kannski með bestu þekkinguna á staðháttum, kunna söguna, jafnvel að margar kynslóðir hafi verið á þessu landi og þekki hlutina vel. Það er mikil upplifun fyrir erlenda ferðamenn að fá að fylgja þeim. Þeir eru kannski ekki faglærðir en samt sem áður eru gæðin mikil og þeir uppfylla þær kröfur sem fyrirtæki ættu almennt að setja sér.“ Ráðherra telur einnig EES-samninginn hafa áhrif: „ómögulegt væri fyrir okkur að banna einfaldlega leiðsögumönnum, hvort sem þeir eru menntaðir eða ekki, að koma hingað til lands og leiðsegja erlendum ferðamönnum.“ Fullyrðing sem stenst ekki, allur háttur er á þessu innan EES-svæðisins. Að síðustu nefnir ráðherra stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar: „sem er m.a. og aðallega til að auka gæði og þekkingu og það byggir á Vegvísi.“ Í Vegvísi þessum sem gefinn var út af Stjórnstöð ferðmála í október 2015 segir m.a.: „Ferðaþjo´nusta er þekkingargrein sem byggist a´ starfsfo´lki, hæfni þess og þekkingu […]. Þa´ þarf að laða hæft starfsfo´lk að greininni og tryggja aðgang að þekkingu, fræðslu og menntun. […] Stuðla þarf að eflingu styttri, hagny´tra na´msbrauta og byggja bry´r milli formlegs na´ms og o´formlegs, m.a. með þvi´ að auka svigru´m i´ na´mskra´ fyrir na´msmat og raunfærnimat sem byggist a´ reynslu og þekkingu einstaklinga.“ Það er erfitt að sjá hvernig opinber markmið Vegvísis og afstaða ráðherra til leiðsögumanna og menntunar þeirra fara saman. Vissulega skal tekið tillit til hugtakaruglings ráðherra, en engu að síður virðist skína í gegn mikil vanþekking á eðli ferðaþjónustunnar og starfi okkar leiðsögumanna. Íslenskir leiðsögumenn eru reynslumikið fólk á ferð um landið allt, á vegum, sjó, jöklum og fjöllum í öllum veðrum, að nóttu og degi, á öllum árstímum að leiðsegja hér útlendingum, að ógleymdu öryggishlutverkinu, en mega þola það að hver sem er má kalla sig leiðsögumann og ekkert gæðaeftirlit er með því hvað telst ferð með leiðsögn. Ofan í kaupið færist mjög í aukana að hingað sé sent erlent starfsfólk, án atvinnuleyfis eða launagreiðslna skv. íslenskum kjarasamningum. Fólk sem oft þekkir hvorki staðhætti né þjóðina sem byggir landið, en undirbýður vinnu okkar meðan ráðamenn vefa sér Pótemkíntjöld með skýrslum og Vegvísum. Við leiðsögumenn teljum okkur og gesti okkar einfaldlega eiga betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þann 21. febrúar var alþjóðadagur leiðsögumanna. Félag leiðsögumanna var stofnað árið 1972 og frá upphafi hafa starfandi leiðsögumenn beitt sér fyrir því að gæða- og menntunarkröfur fylgdu starfi þeirra. Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna skipaði árið 2017 starfshóp, sem í sátu fulltrúar Leiðsagnar, SAF og Ferðamálastofu og vann hann vandaða úttekt á menntaframboði í leiðsögn hér á landi. Til grundvallar úttektinni lagði hópurinn Evrópustaðal um menntun leiðsögumanna, ÍST EN 15565:2008. Niðurstaðan var samræmd kortlagning fyrirliggjandi náms sem opnar möguleika á raunfærnimati þeirra sem ekki hafa lokið formlegu námi við þær menntastofnanir sem útskrifa leiðsögumenn samkvæmt Evrópustaðli en hyggja á eða starfa við leiðsögn. Því kemur það afar illa við okkur leiðsögumenn að heyra orð ráðherra ferðamála, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, í svörum við svohljóðandi fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar þingmanns á Alþingi þann 7. febrúar sl.: „Hefur ráðherra uppi áform um lögverndun á starfsheiti leiðsögumanna? […]: Hefur ráðherra áform um að móta lágmarkskröfur varðandi nám í þessum fræðum sem yrðu þá undirstaða slíkrar lögverndunar?“ Í öllu svari ráðherra ber á hugtakaruglingi því þingmaður spyr um lögverndun starfsheitis sem ráðherra greinilega ruglar saman við löggildingu starfs.Helga Snævarr Kristjánsdóttir leiðsögumaðurRáðherra telur litla þörf á samræmdri menntun leiðsögumanna, betra sé að ábyrgð og ákvarðanir um slíkt hvíli á ferðaþjónustuaðila. Hún vísar í vettvangsferð sem farin var til Nýja-Sjálands á síðasta ári: „ekki einu sinni þar er gerð krafa um tiltekna menntun leiðsögumanna eftir því sem okkur var sagt í ferðinni. Krafan er fyrst og fremst á fyrirtækin, þ.e. að þau fái skráningu í sinni tegund ævintýraferðamennsku, hafi öryggisáætlanir og fylgi þeim eftir. Það er töluvert eftirlit með því.“ Ráðherra sér fleiri annmarka, s.s. að slíkar kvaðir gætu útilokað skemmtilegt og frótt fólk frá störfum: „En svo eru það einmitt líka, bara til að hnykkja aðeins á þessu varðandi löggildinguna [sic], stundum svona einstaklingar sem eru kannski með bestu þekkinguna á staðháttum, kunna söguna, jafnvel að margar kynslóðir hafi verið á þessu landi og þekki hlutina vel. Það er mikil upplifun fyrir erlenda ferðamenn að fá að fylgja þeim. Þeir eru kannski ekki faglærðir en samt sem áður eru gæðin mikil og þeir uppfylla þær kröfur sem fyrirtæki ættu almennt að setja sér.“ Ráðherra telur einnig EES-samninginn hafa áhrif: „ómögulegt væri fyrir okkur að banna einfaldlega leiðsögumönnum, hvort sem þeir eru menntaðir eða ekki, að koma hingað til lands og leiðsegja erlendum ferðamönnum.“ Fullyrðing sem stenst ekki, allur háttur er á þessu innan EES-svæðisins. Að síðustu nefnir ráðherra stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar: „sem er m.a. og aðallega til að auka gæði og þekkingu og það byggir á Vegvísi.“ Í Vegvísi þessum sem gefinn var út af Stjórnstöð ferðmála í október 2015 segir m.a.: „Ferðaþjo´nusta er þekkingargrein sem byggist a´ starfsfo´lki, hæfni þess og þekkingu […]. Þa´ þarf að laða hæft starfsfo´lk að greininni og tryggja aðgang að þekkingu, fræðslu og menntun. […] Stuðla þarf að eflingu styttri, hagny´tra na´msbrauta og byggja bry´r milli formlegs na´ms og o´formlegs, m.a. með þvi´ að auka svigru´m i´ na´mskra´ fyrir na´msmat og raunfærnimat sem byggist a´ reynslu og þekkingu einstaklinga.“ Það er erfitt að sjá hvernig opinber markmið Vegvísis og afstaða ráðherra til leiðsögumanna og menntunar þeirra fara saman. Vissulega skal tekið tillit til hugtakaruglings ráðherra, en engu að síður virðist skína í gegn mikil vanþekking á eðli ferðaþjónustunnar og starfi okkar leiðsögumanna. Íslenskir leiðsögumenn eru reynslumikið fólk á ferð um landið allt, á vegum, sjó, jöklum og fjöllum í öllum veðrum, að nóttu og degi, á öllum árstímum að leiðsegja hér útlendingum, að ógleymdu öryggishlutverkinu, en mega þola það að hver sem er má kalla sig leiðsögumann og ekkert gæðaeftirlit er með því hvað telst ferð með leiðsögn. Ofan í kaupið færist mjög í aukana að hingað sé sent erlent starfsfólk, án atvinnuleyfis eða launagreiðslna skv. íslenskum kjarasamningum. Fólk sem oft þekkir hvorki staðhætti né þjóðina sem byggir landið, en undirbýður vinnu okkar meðan ráðamenn vefa sér Pótemkíntjöld með skýrslum og Vegvísum. Við leiðsögumenn teljum okkur og gesti okkar einfaldlega eiga betra skilið.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun