Tónlist

Friðrik Ómar frumsýnir nýtt myndband: „Lagið hefur breytt lífi mínu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Friðrik fer á sviðið á laugardagskvöldið.
Friðrik fer á sviðið á laugardagskvöldið.
„Ég hef verið ótrúlega lánsamur í lífinu. Þó hafa áföll og aðstæður haft mikil áhrif á mig sem manneskju og mótað mig jafn mikið og gleðistundirnar sem ég er svo þakklátur fyrir,“ segir Friðrik Ómar í færslu á Facebook en þar frumsýnir hann nýtt myndband við lagið Hvað ef ég get ekki elskað? sem hann flytur á úrslitakvöldinu í Söngvakeppninni á Laugardaginn.

„Lagið hefur breytt lífi mínu og sannarlega snert marga miðað við viðbrögðin sem ég hef fengið. Ég áttaði mig á því eftir að lagið kom út að ég væri ekki einn að burðast með hluti úr fortíðinni eins og þá sem hér koma fram í myndbandinu við lagið mitt.“

Leikstjóri myndbandsins er Hannes Þór Arason hjá SKOT productions en Friðrik frumsýndi myndbandið á Facebook-síðu sinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×