Bíó og sjónvarp

Bæta tólf mínútum af efni við nýja útgáfu A Star Is Born

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bradley Cooper og Lady Gaga í hlutverkum sínum sem Jack og Ally í kvikmyndinni A Star Is Born.
Bradley Cooper og Lady Gaga í hlutverkum sínum sem Jack og Ally í kvikmyndinni A Star Is Born. Mynd/Warner Bros
Lengri útgáfa af kvikmyndinni A Star Is Born verður frumsýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs á föstudag. Tólf mínútum af efni verður bætt við myndina, að því er fram kemur í frétt Deadline.

Á meðal þess sem sýnt verður í myndinni, og aldrei hefur borið fyrir augu áhorfenda áður, eru lengri útgáfur af nokkrum lögum myndarinnar. Þannig verður bætt við flutning á lögunum Black Eyes, Alibi og Shallow, sem aðalpersónan Ally í túlkun Lady Gaga syngur án undirleiks á bílaplani. Þá fá áhorfendur að sjá viðbót við flutning Bradley Cooper á laginu Too Far Gone, auk fleiri atriða.

Sjá einnig: Til­finninga­þrunginn flutningur Gaga og Cooper á Shall­ow einn af há­punktum Óskarsins

A Star Is Born var tilnefnd til átta verðlauna á nýliðinni Óskarsverðlaunahátíð. Innspýting verður í sýningum á henni í kvikmyndahúsum vestanhafs um helgina, líkt og í tilfelli fleiri mynda sem tilnefndar voru á hátíðinni. Þar má nefna kvikmyndina Green Book, sem var valin besta kvikmyndin.

Hér að neðan má hlusta á umræddan flutning Ally á laginu Shallow á bílaplaninu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×