Raunsæi og glæpir Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 11:00 Nokkrar bækur Horst hafa komið út á íslensku og er Eldraunin sú nýjasta. Norski glæpasagnahöfundurinn Jørn Lier Horst er einn þekktasti glæpasagnahöfundur Norðmanna. Bækur hans njóta vinsælda víða um heim og árið 2013 hlaut hann Glerlykilinn, sem veittur er fyrir bestu norrænu glæpasöguna, fyrir bók sína Veiðihundana. Áður en Horst sneri sér að ritstörfum starfaði hann sem yfirmaður í norsku lögreglunni. Þekking hans og innsýn í störf lögreglunnar koma honum til góða í ritstörfunum og fyrir vikið er sterkur raunsæisblær áberandi í sögum hans. Nokkrar bækur Horst hafa komið út á íslensku og er Eldraunin sú nýjasta. Sofie, einstæð móðir, flytur inn í hús sem hún hefur erft eftir afa sinn. Hún kemst að ýmsu vægast sagt vafasömu um fortíð hans þegar hún finnur sönnunargögn í gömlu sakamáli í peningaskáp í húsinu. Hún vingast við hina barnshafandi Line, sem er dóttir lögreglumannsins Wisting, sem lesendur þekkja úr fyrri bókum höfundar. Wisting rannsakar dularfullt hvarf leigubílstjóra um leið og hann bíður eftir að taka að sér nýtt hlutverk sem afi. Styrkur bókarinnar felst í trúverðugum lýsingum á störfum lögreglunnar, því hvernig glæpir hafa breyst í áranna rás og sömuleiðis hvernig viðhorf samfélagsins til þeirra hafa tekið breytingum. Aðalpersónur verksins eru dregnar skýrum dráttum og samspil milli þeirra er gott. Þegar kemur að sakamálaþættinum tekst ekki eins vel til. Það er óneitanlega betra að lesandinn hafi samúð með persónu sem hefur verið myrt eða horfið, hafi alla vega einhvern áhuga á henni. Hér gerist það ekki. Lesandinn fær enga tilfinningu fyrir hinum horfna leigubílstjóra og stendur nokkuð á sama um örlög hans og það sama á við um unga konu sem hlýtur grimm örlög. Sakamálið sem flett er ofan af í sögunni verður aldrei nægilega áhugavert og spennu verður ekki vart í verulegum mæli. Eldraunin er ein af þessum fremur þægilegu glæpasögum sem vel má orna sér við á köldum vetrardögum. Hún rís aldrei verulega hátt en er heldur aldrei slæm. Það eru aðalpersónurnar og samskipti þeirra sem vekja meiri áhuga en sjálft sakamálið.Glæpasaga sem notalegt er að lesa fyrst og fremst vegna geðugra aðalpersóna. Sakamálaþátturinn er ekki jafn áhugaverður. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Norski glæpasagnahöfundurinn Jørn Lier Horst er einn þekktasti glæpasagnahöfundur Norðmanna. Bækur hans njóta vinsælda víða um heim og árið 2013 hlaut hann Glerlykilinn, sem veittur er fyrir bestu norrænu glæpasöguna, fyrir bók sína Veiðihundana. Áður en Horst sneri sér að ritstörfum starfaði hann sem yfirmaður í norsku lögreglunni. Þekking hans og innsýn í störf lögreglunnar koma honum til góða í ritstörfunum og fyrir vikið er sterkur raunsæisblær áberandi í sögum hans. Nokkrar bækur Horst hafa komið út á íslensku og er Eldraunin sú nýjasta. Sofie, einstæð móðir, flytur inn í hús sem hún hefur erft eftir afa sinn. Hún kemst að ýmsu vægast sagt vafasömu um fortíð hans þegar hún finnur sönnunargögn í gömlu sakamáli í peningaskáp í húsinu. Hún vingast við hina barnshafandi Line, sem er dóttir lögreglumannsins Wisting, sem lesendur þekkja úr fyrri bókum höfundar. Wisting rannsakar dularfullt hvarf leigubílstjóra um leið og hann bíður eftir að taka að sér nýtt hlutverk sem afi. Styrkur bókarinnar felst í trúverðugum lýsingum á störfum lögreglunnar, því hvernig glæpir hafa breyst í áranna rás og sömuleiðis hvernig viðhorf samfélagsins til þeirra hafa tekið breytingum. Aðalpersónur verksins eru dregnar skýrum dráttum og samspil milli þeirra er gott. Þegar kemur að sakamálaþættinum tekst ekki eins vel til. Það er óneitanlega betra að lesandinn hafi samúð með persónu sem hefur verið myrt eða horfið, hafi alla vega einhvern áhuga á henni. Hér gerist það ekki. Lesandinn fær enga tilfinningu fyrir hinum horfna leigubílstjóra og stendur nokkuð á sama um örlög hans og það sama á við um unga konu sem hlýtur grimm örlög. Sakamálið sem flett er ofan af í sögunni verður aldrei nægilega áhugavert og spennu verður ekki vart í verulegum mæli. Eldraunin er ein af þessum fremur þægilegu glæpasögum sem vel má orna sér við á köldum vetrardögum. Hún rís aldrei verulega hátt en er heldur aldrei slæm. Það eru aðalpersónurnar og samskipti þeirra sem vekja meiri áhuga en sjálft sakamálið.Glæpasaga sem notalegt er að lesa fyrst og fremst vegna geðugra aðalpersóna. Sakamálaþátturinn er ekki jafn áhugaverður.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira