Aðdáendur þáttanna hafa lengi leikið eftir ýmislegt sem þeir sjá í þáttunum og einnig gert fjölmörg listaverk. Undanfarið hafa þessir aðilar notast við myllumerkið #ForTheThrone.
Tilefni þessa er að einungis rétt rúmir tveir mánuðir eru þar til fyrsti þáttur lokaseríu Game of Thrones verður sýndur á heimsvísu. Þátturinn verður sýndur þann 14. apríl og þar á meðal á Stöð 2.