Læmingjar í Reykjavík Jón Hálfdanarson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Læmingjar eru lítil nagdýr sem lifa á norðlægum slóðum, þó ekki á Íslandi. Þegar þeir eru orðnir nógu margir segir þjóðsagan að þeir fylgi foringjanum í blindni út í hvað sem er og kasti sér í stríðum straumi fram af björgum ef það er hans vilji. Högum við okkur eins og læmingjar? Já, við gerum það. Við sáum það í aðdraganda hruns bankanna fyrir rúmum áratug. Og nú eru sömu teikn uppi í ferðaiðnaðinum. Það er fyrirsjánlegt að hann á eftir að dragast saman. Línurit sýna að hann hefur náð hápunkti og á sumum sviðum er niðursveiflan farin að koma fram. Ég nefni þrjú flugfélög sem Íslendingar hafa komið nálægt. Primera Air er komið á hausinn með pompi og prakt. WOW air er í raun gjaldþrota, hefur dregið saman rekstur og berst fyrir að fá inn nýtt fjármagn. Við fylgjumst með þeirri baráttu og vonum að allt fari vel. Og hvað með Icelandair? Hver er staðan þar? Samt halda menn áfram að byggja hótel eins og engin veðrabrigði hafi orðið og hraða heldur ferðinni. Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins í síðasta mánuði er áformað að taka um 1500 ný hótelherbergi í notkun í Reykjavík á næstu tveimur árum. Í kvosinni er verið að reisa stórt hótel skáhallt fyrir neðan Menntaskólann. Við Hörpu er lúxushótel í byggingu. Í frétt í Fréttablaðinu frá því í sumar er sagt að verkefnið sé komið 50 milljónir dollara fram úr upphaflegri áætlun, m.a. vegna hækkunar krónunnar. Ekki litlar upphæðir þar á ferðinni. Og þá er komið að stóra hótelinu við Austurvöll. Heiðursborgarar Reykjavíkur hafa sameinast og mótmælt framkvæmdunum margsinnis. Þau benda á að verið sé að vinna óbætanleg spjöll á viðkvæmum og söguhelgum reit í hjarta höfuðborgarinnar, - Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson, Þorgerður Ingólfsdóttir og Erró. En engan bilbug er að finna á þeim sem sjá um framkvæmdirnar, Lindarvatni ehf. Forstjóri Icelandair er stjórnarformaður Lindarvatns. Icelandair Group á helmingshlut í Lindarvatni. Lífeyrissjóðirnir eiga meirihluta í Icelandair Group. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur upplýst að eina fjármagnið sem eytt hafi verið í framkvæmdirnar komi frá kaupum lífeyrissjóða á skuldabréfum sem Lindarvatn gaf út. Þá segir hann: „Um er að ræða gríðarlega áhættusama framkvæmd og ekki fæst séð að félagið sé full fjármagnað fyrir þeim flóknu og miklu framkvæmdum sem eftir eru. Þeir einu sem sitja eftir með alla áhættuna af þessu áhættusama verkefni eru því lífeyrissjóðirnir.“ Ráð fjallamanna er skýrt: Þegar veður skipast í lofti þá skaltu snúa við. Það er engin skömm að því. Erum við eins og læmingjar? Nei, sagan um læmingjana er þjóðsaga. Þeir haga sér ekki svona. Ef til vill eru þeir skynsamari en við.Höfundur er eðlisfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Læmingjar eru lítil nagdýr sem lifa á norðlægum slóðum, þó ekki á Íslandi. Þegar þeir eru orðnir nógu margir segir þjóðsagan að þeir fylgi foringjanum í blindni út í hvað sem er og kasti sér í stríðum straumi fram af björgum ef það er hans vilji. Högum við okkur eins og læmingjar? Já, við gerum það. Við sáum það í aðdraganda hruns bankanna fyrir rúmum áratug. Og nú eru sömu teikn uppi í ferðaiðnaðinum. Það er fyrirsjánlegt að hann á eftir að dragast saman. Línurit sýna að hann hefur náð hápunkti og á sumum sviðum er niðursveiflan farin að koma fram. Ég nefni þrjú flugfélög sem Íslendingar hafa komið nálægt. Primera Air er komið á hausinn með pompi og prakt. WOW air er í raun gjaldþrota, hefur dregið saman rekstur og berst fyrir að fá inn nýtt fjármagn. Við fylgjumst með þeirri baráttu og vonum að allt fari vel. Og hvað með Icelandair? Hver er staðan þar? Samt halda menn áfram að byggja hótel eins og engin veðrabrigði hafi orðið og hraða heldur ferðinni. Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins í síðasta mánuði er áformað að taka um 1500 ný hótelherbergi í notkun í Reykjavík á næstu tveimur árum. Í kvosinni er verið að reisa stórt hótel skáhallt fyrir neðan Menntaskólann. Við Hörpu er lúxushótel í byggingu. Í frétt í Fréttablaðinu frá því í sumar er sagt að verkefnið sé komið 50 milljónir dollara fram úr upphaflegri áætlun, m.a. vegna hækkunar krónunnar. Ekki litlar upphæðir þar á ferðinni. Og þá er komið að stóra hótelinu við Austurvöll. Heiðursborgarar Reykjavíkur hafa sameinast og mótmælt framkvæmdunum margsinnis. Þau benda á að verið sé að vinna óbætanleg spjöll á viðkvæmum og söguhelgum reit í hjarta höfuðborgarinnar, - Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson, Þorgerður Ingólfsdóttir og Erró. En engan bilbug er að finna á þeim sem sjá um framkvæmdirnar, Lindarvatni ehf. Forstjóri Icelandair er stjórnarformaður Lindarvatns. Icelandair Group á helmingshlut í Lindarvatni. Lífeyrissjóðirnir eiga meirihluta í Icelandair Group. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur upplýst að eina fjármagnið sem eytt hafi verið í framkvæmdirnar komi frá kaupum lífeyrissjóða á skuldabréfum sem Lindarvatn gaf út. Þá segir hann: „Um er að ræða gríðarlega áhættusama framkvæmd og ekki fæst séð að félagið sé full fjármagnað fyrir þeim flóknu og miklu framkvæmdum sem eftir eru. Þeir einu sem sitja eftir með alla áhættuna af þessu áhættusama verkefni eru því lífeyrissjóðirnir.“ Ráð fjallamanna er skýrt: Þegar veður skipast í lofti þá skaltu snúa við. Það er engin skömm að því. Erum við eins og læmingjar? Nei, sagan um læmingjana er þjóðsaga. Þeir haga sér ekki svona. Ef til vill eru þeir skynsamari en við.Höfundur er eðlisfræðingur
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun