Sport

Edwards: Gunnar gerir alltaf það sama

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Edwards stillir sér upp eftir blaðamannafundinn í gær.
Edwards stillir sér upp eftir blaðamannafundinn í gær. vísir/getty
Bretinn Leon Edwards virðist hafa mátulega miklar áhyggjur af Gunnari Nelson í aðdraganda bardaga þeirra í London um miðjan mars.

UFC hélt sinn fyrsta blaðamannafund fyrir bardagakvöldið í London í gær og þar voru strákarnir í aðalbardaganum ásamt Edwards. Gunnars var sárt saknað.

Mikill hluti af fundinum fór í rifrildi milli Edwards og Darren Till en Edwards er hundfúll að hafa ekki fengið aðalbardaga kvöldsins gegn Till. Hann vill að þeir berjist um hver sé bestur í veltivigtinni á Bretlandseyjum.





Edwards mætti svo í viðtal hjá ESPN eftir fundinn þar sem hann talaði um bardagann gegn Gunnari og þar var byrjað að tala um síðasta bardaga Gunnars í Toronto.

„Gunni var góður. Hann var að tapa bardaganum áður en hann snéri honum sér í vil. Það var vel gert hjá honum að snúa þessu við. Það er mikið gert með þennan sigur út af öllu blóðinu en það sem hann var að gera er það sama og alltaf. Það er alltaf allt eins hjá honum. Eini munurinn núna var allt blóðið,“ sagði Edwards afslappaður og ekkert allt of áhyggjufullur.

„Gunni er flottur bardagakappi og það verður gaman að mæta honum. Ég ætla ekki að setja þennan bardaga í dómaraúrskurð heldur klára hann. Ég þarf að klára Gunnar til að komast þangað sem ég vil fara. Skiptir ekki máli hvort það sé standandi eða í gólfinu. Það vita allir að hann mun reyna að ná mér niður og það verður gaman að sjá hvernig glíman mín verður gegn hans.“



MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×