Nemendum vísað úr landi Derek T. Allen og Bjarnveig Björk Birkisdóttir skrifar 31. janúar 2019 17:16 Þegar nemendur falla á prófi fylgja því ýmsir örðugleikar varðandi endurtökupróf. Þegar skiptinemar falla á prófi er vandamálið heldur erfiðara. Endurtökupróf haustannar eru oft haldin á mismunandi tímum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Sum endurtökupróf eru haldin í lok vorannar á sama skólaári á meðan önnur endurtökupróf eru haldin ári seinna eftir prófið. Þetta er ólíðandi vegna þess að þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á skiptinema eða erlenda nemendur sem eru á Íslandi á sínum eigin vegum. Ef erlendur nemandi fellur á prófi getur hann neyðst til þess að yfirgefa Ísland áður en hann fær tækifæri til þess að taka endurtökuprófið. Þar með fær nemandinn engar einingar fyrir námskeiðið. Erlendir nemendur sem eru hér í námi á sínum eigin vegum þurfa að þola enn verra misrétti ef þeir eru frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins. Nemandi sem kemur frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að ljúka að minnsta kosti 22 einingum á önn til þess að geta endurnýjað dvalarleyfið sitt. Ef nemandinn nær ekki 22 einingar gæti honum verið vísað úr landi. Derek er sjálfur erlendur nemandi og þekkir aðra erlenda nemendur í sínu námi þar sem þetta háir þeim. Þess vegna viljum við endurskoða reglur varðandi endurtökupróf á okkar sviði. Það er ekki hægt að réttlæta það að fólki sé vísað úr landi án þess að fá annað tækifæri til þess að þreyta endurtökupróf. Við þurfum að gefa erlendum nemendum tækifæri til þess að sanna sig og þess vegna er mikilvægt að endurskoða tímasetningu endurtökuprófa. Þegar kemur að endurgjöf einkunna snertir það alla nemendur við Háskóla Íslands. Samkvæmt reglum háskólans skulu einkunnir vera birtar í allra seinasta lagi tveimur vikum eftir töku prófs eða skil verkefna. Á prófatímabili hefur kennarinn þrjár vikur til þess að birta inn einkunnir. Á sama tíma ber nemendum skylda til þess að skila inn verkefnum á réttum tíma og jafnframt að taka prófin sjálf. Þrátt fyrir þessar reglur er allt of oft brotið á nemendum hvað varðar einkunnaskil kennara. Það er löngu kominn tími til þess að kennarar þurfi að fylgja sínum starfsreglum um skil rétt eins og nemendum ber að gera. Mikilvægt er að auka eftirfylgni með kennurum og sjá til þess að þessum reglum sé fylgt eftir, Vökuliðar ætla að sjá til þess. Við teljum að öll stefnumál, stór jafnt sem smá eigi að njóta hljómgrunns. Þegar skilafrestur einkunna er ekki virtur getur það skapað óvissu fyrir framtíð nemenda og valdið gríðarlegum óþægindum í námi þeirra. Vaka mun laga þetta, kjóstu raunsæ og framkvæmanleg markmið! Höfundar skipa 1. og 2. sæti á framboðslista Vöku á hugvísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Derek T. Allen Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Þegar nemendur falla á prófi fylgja því ýmsir örðugleikar varðandi endurtökupróf. Þegar skiptinemar falla á prófi er vandamálið heldur erfiðara. Endurtökupróf haustannar eru oft haldin á mismunandi tímum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Sum endurtökupróf eru haldin í lok vorannar á sama skólaári á meðan önnur endurtökupróf eru haldin ári seinna eftir prófið. Þetta er ólíðandi vegna þess að þetta hefur gríðarlega mikil áhrif á skiptinema eða erlenda nemendur sem eru á Íslandi á sínum eigin vegum. Ef erlendur nemandi fellur á prófi getur hann neyðst til þess að yfirgefa Ísland áður en hann fær tækifæri til þess að taka endurtökuprófið. Þar með fær nemandinn engar einingar fyrir námskeiðið. Erlendir nemendur sem eru hér í námi á sínum eigin vegum þurfa að þola enn verra misrétti ef þeir eru frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins. Nemandi sem kemur frá landi sem er utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að ljúka að minnsta kosti 22 einingum á önn til þess að geta endurnýjað dvalarleyfið sitt. Ef nemandinn nær ekki 22 einingar gæti honum verið vísað úr landi. Derek er sjálfur erlendur nemandi og þekkir aðra erlenda nemendur í sínu námi þar sem þetta háir þeim. Þess vegna viljum við endurskoða reglur varðandi endurtökupróf á okkar sviði. Það er ekki hægt að réttlæta það að fólki sé vísað úr landi án þess að fá annað tækifæri til þess að þreyta endurtökupróf. Við þurfum að gefa erlendum nemendum tækifæri til þess að sanna sig og þess vegna er mikilvægt að endurskoða tímasetningu endurtökuprófa. Þegar kemur að endurgjöf einkunna snertir það alla nemendur við Háskóla Íslands. Samkvæmt reglum háskólans skulu einkunnir vera birtar í allra seinasta lagi tveimur vikum eftir töku prófs eða skil verkefna. Á prófatímabili hefur kennarinn þrjár vikur til þess að birta inn einkunnir. Á sama tíma ber nemendum skylda til þess að skila inn verkefnum á réttum tíma og jafnframt að taka prófin sjálf. Þrátt fyrir þessar reglur er allt of oft brotið á nemendum hvað varðar einkunnaskil kennara. Það er löngu kominn tími til þess að kennarar þurfi að fylgja sínum starfsreglum um skil rétt eins og nemendum ber að gera. Mikilvægt er að auka eftirfylgni með kennurum og sjá til þess að þessum reglum sé fylgt eftir, Vökuliðar ætla að sjá til þess. Við teljum að öll stefnumál, stór jafnt sem smá eigi að njóta hljómgrunns. Þegar skilafrestur einkunna er ekki virtur getur það skapað óvissu fyrir framtíð nemenda og valdið gríðarlegum óþægindum í námi þeirra. Vaka mun laga þetta, kjóstu raunsæ og framkvæmanleg markmið! Höfundar skipa 1. og 2. sæti á framboðslista Vöku á hugvísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar