Óskarinn: Hverjir komu á óvart, hverjir vinna og hverjir voru hunsaðir? Birgir Olgeirsson skrifar 23. janúar 2019 11:00 Óskarsverðlaunakapphlaupið virðist vera galopið. Það var margt sem þótti koma á óvart þegar kemur að tilnefningum til Óskarsverðlauna í ár. Myndirnar Black Panther, A Star Is Born og Green Book voru allar tilnefndar sem besta mynd en ekki leikstjórar þeirra. Það þykir gefa til kynna að myndirnar eru ekki að fara að vinna Óskarinn sem besta mynd því það hefur aðeins tvisvar gerst að myndir vinna þegar leikstjórinn er ekki tilnefndur. A Star Is Born landaði átta tilnefningum, bæði Lady Gaga og Bradley Cooper tilnefnd fyrir leik, og Green Book landaði fimm tilnefningum, og bæði Viggo Mortensen og Mahershala Ali, tilnefndir fyrir leik. Driving Miss Daisy, sem eins og Green Book fjallar um óvæntan vinskap fólks af mismunandi kynþætti af ólíkum uppruna um miðbik tuttugustu aldarinnar, og Argo voru báðar valdar bestu myndirnar á Óskarnum án þess að leikstjórarnir væru tilnefndir.Tilnefndu færri myndir Átta myndir voru tilnefndir í flokknum besta myndin. Áður fyrr voru bara fimm myndir tilnefndar á hverju ári en árið 2009 varð breyting á þegar tíu myndir voru tilnefndar. Síðan þá hefur allur gangur verið á því hversu margar myndir eru tilnefndar. Hafa fjölmiðlar ytra bent á að árið 2017 og 2018 voru níu myndir tilnefndar en átta árið 2015 og 2016. Virðist það gefa til kynna að færri myndir eru tilnefndar á slökum árum, en ef það er rétt var árið 2018 ekkert sérstakt kvikmyndaár að mati akademíunnar. Hver hefði orðið níunda myndin inn? Vulture bendir á að kvikmyndirnar First Man og Mary Poppins Returns hefðu hlotið flestar tilnefningar án þess að ná inn. En hvað með þær myndir sem hljóta flestar tilnefningar í ár? Um er að ræða myndirnar The Favourite og Roma, sem báðar hluti tíu tilnefningar hvor.The Favourite The Favourite, eða Uppáhaldið, er búningadrama í leikstjórn Yorgos Lanthimos sem gerist á átjándu öld. Myndin segir frá sambandi frænka sem slást um hylli Önnu Englandsdrottningar sem er býr við bága heilsu og hefur engan áhuga á að stjórna landinu. Myndin er tilnefnd sem besta mynd, leikstjórinn er tilnefndur og þær Olivia Colman, Rachel Weisz og Emma Stone eru allar tilnefndar fyrir leik. Það er ekki beint hægt að segja að þessi mynd hafi slegið einhver aðsóknarmet þó hún hafi verið áberandi á verðlaunahátíðum. Hún fer ekki einu sinni í almennar sýningar á Íslandi en verður sýnd í Háskólabíói í kvöld og á morgun.Roma Roma er eftir Óskarsverðlaunaleikstjórann Alfonso Cuarón en um er að ræða mynd sem streymisveitan Netflix sá um að dreifa. Myndin segir frá ári í lífi millistéttarfjölskyldu í Mexíborg snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Myndin er svarthvít og er hver rammi sagður úthugsaður eins og listaverk. Myndin er tilnefnd sem besta myndin, besta erlenda myndin, leikstjórinn tilnefndur og kvikmyndatakan og báðar leikkonur myndarinnar, Yalitza Aparicio og Marina de Travira tilnefndar. Það er lítið mál að nálgast þessa mynd, bara hlamma sér í sófann og streyma henni beint í sjónvarpið, helst í hárri upplausn þó því þið viljið ekki missa af þessum myndgæðum. Ef þú vilt sjá myndina í kvikmyndahúsi þá er hún sýnd í Bíó paradís.Þurfa að berjast við mótlæti Þessar tvær myndir þykja líklegastar til að hreppa hnossið besta myndin eins og staðan er í dag. Green Book þykir þó líkleg til að koma á óvart en hún hefur verið að hreppa verðlaun á undanförum Óskarsverðlaunahátíðarinnar og næstar á eftir gætu orðið Bohemian Rhapsody og A Star Is Born en allar eiga þessar myndir þrjár sammerkt að vera tónlistarmyndir. Gagnrýnendur hafa margir hverjir hyllt Green Book. Hún var valin besta myndin í flokki söng- og gamanmynda á Golden Globes og fékk Mahershala Ali Golden Globe-verðlaun fyrir leik. Myndin segir frá hinum ítalskt ættaða Tony Vallelonga sem er ráðinn sem bílstjóri á tónleikaferðalagi píanistans Don Shirley um Suðurríkin árið 1962.Hún hefur þó verið gagnrýnd af fjölskyldu Shirley og þá hafa aðrir bent á að persónu Viggo Mortensen sé stillt upp sem hvítum bjargvætti hins svarta Don Shirley. Þá hafa borist fregnir af því að leikstjóri myndarinnar, Peter Farelly, hafi gert sér það að leik að sýna á sér getnaðarliminn á árum áður. Myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna. Bohemian Rhapsody fékk ekki frábæra dóma frá gagnrýnendum, þótti klisjukennd og saga hljómsveitarinnar Queen hvítþvegin á köflum. Sagnfræðin er heldur ekki sú nákvæmasta í myndinni og gæti það unnið gegn henni. En viðbrögð áhorfenda við myndi var mikil, hún hlaut góða aðsókn og Rami Malek þykir sýna stórleik í myndinni, enda tilnefndur til Óskarsins. Myndin var valin besta dramamyndin á Golden Globes og Rami Malek verðlaunaður þar fyrir leik sinn. Myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna.Óvænt ofurhetja í flokki bestu mynda Black Panther er tilnefnd sem besta mynd en það er í fyrsta skiptið sem ofurhetjumynd nær inn í þann flokk. Þegar ákveðið var að fjölga myndum í flokknum Besta myndin árið 2009 var það talið vera ákvörðun tengda því að Batman-myndin náði ekki inn í þann flokk árið 2008. Engin önnur ofurhetjumynd hefur þó komist nálægt því að fá tilnefningu sem besta myndin en margir vonuðust til að Wonder Woman myndi ná því í fyrra. Líkurnar á að myndin verði valin sú besta eru þó ekki taldar miklar. Myndin náði fádæma vinsældum um heim allan og var í öðru sæti yfir aðsóknarmestu myndir heimsins í fyrra. Þá þótti hún vera mikilvægt innleg í baráttu svartra fyrir auknum sýnileika í Hollywood, enda fyrsta svarta ofurhetjumyndin í Marvel-kvikmyndaheiminum (Já, við vitum af Blade). Margir vonuðust til að myndin yrði tilnefnd en það kom engu að síður mörgum á óvart að hún skyldi ná þangað inn.Vice og BlacKkKlansman þykja svo rekja lestina í þessum hópi. Hvað sem svo verður kemur að sjálfsögðu í ljós þegar verðlaunin verða afhent 24. febrúar næstkomandi.Þau voru hunsuð:Móðir James Bulger: Stuttmyndin Detainment er tilnefnd til Óskarsverðlauna en um er að ræða leikna mynd byggða á yfirheyrslum lögreglu yfir tveimur tíu ára gömlum drengjum sem myrtu hinn tveggja ára gamla James Bulger árið 1993. Denise Fergus, móðir James Bulger, sagði á Twitter að hún ætti erfitt með að lýsa hversu ömurlegt það væri fyrir hana að myndin hafi verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Myndin er eftir írska leikstjórann Vincent Lambe sem hafði áður beðið Fergus afsökunar fyrir að hafa ekki látið hana vita um gerð myndarinnar og að hún ætti eftir að koma henni úr jafnvægi. 90 þúsund manns lögðu nafn sitt við áskorun til Óskarsakademíunnar um að dæma myndina úr leik áður en tilnefningarnar yrðu tilkynntar.Bradley Cooper: A Star Is Born var tilnefnd sem besta mynd, fyrir besta lagið og Lady Gaga og Bradley Cooper voru bæði tilnefnd fyrir leik. Leikstjórinn sjálfur, Bradley Cooper, var hins vegar ekki tilnefndur.Timothee Chalamet: Margir töldu að þessi leikari yrðu tilnefndur fyrir leik sinn í Beautiful Boy. Svo fór ekki.Julia Roberts: Hún þótti sýna fínan leik í Ben Is Back en það nægði þó ekki til að heilla Óskarsakademíuna.Ryan Coogler: Mynd hans Black Panther hlaut fjölda tilnefninga og var meðal annars tilnefnd sem besta myndin. Coogler sjálfur er þó ekki tilnefndur fyrir leikstjórn.Won’t You Be My Neighbor: Þessi heimildarmynd var ekki tilnefnd. Kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Neville kannaði líf og arfleið Fred Rogers sem stjórnaði barnaþættinum Mister Roger´s Neighborhood.Barry Jenkins: Margi bjuggust við að Jenkins, sem leikstýrði Óskarsmyndinni Moonlight, yrði tilnefndur fyrir If Beale Street Could Talk. Hann hlaut hins vegar aðeins tilnefningu fyrir handrit að myndinni sem er byggt á áður útgefnu efni.Ethan Hawke: Margir bjuggust við að hann myndi hljóta tilnefningu fyrir leik sinn í First Reformed. Annað kom á daginn.Breska leikkona Emily Blunt þótti sýna stórleik í tvígang árið 2018.A Quiet Place: Þessi hrollvekja sló rækilega í gegn fyrir frumlega nálgun á þessa tegund mynda. Þetta var fyrsta mynd John Krasinski í leikstjórastólnum þar sem þögn ríkti löngum stundum. Svo virðist myndin hafi fengið þöglu meðferðina hjá akademíunni.Emily Blunt: Þessi breska leikkona þótti eiga magnað ár. Sýndi frábæran leik bæði í hrollvekjunni A Quiet Place og í ævintýramyndinni Mary Poppins Returrns.Brian Tyree Henry: Hann hefur farið mikinn í kvikmyndum og leikhúsi en náði ekki að heilla akademíuna í If Beale Street Could Talk.Kvenleikstjórar: Ekki ein kona er á lista yfir þá sem eru tilnefndir fyrir bestu leikstjórn. Einhverjum þóttu Mimi Leder, Karyn Kusama og Chloe Zhao eiga þar möguleika.Peter Farelly: Kvikmynd hans: Green Book, var tilnefnd sem besta mynd en Farelly sjálfur fékk ekki tilnefningu sem leikstjóri.Hereditary: Mörgum þótti þessi hryllingsmynd frábær, svo frábær að hún ætti skilið tilnefningu til Óskarsverðlauna. Þá þótti Toni Collette sýna stórkostlegan leik í myndinni en áður hafði hún verið tilnefnd fyrir leik sinn í myndinni Sixth Sense. Óskarinn Tengdar fréttir Black Panther, Bohemian Rhapsody og A Star Is Born tilnefndar til Óskarsverðlauna Tilnefningarnar voru kynntar í dag. 22. janúar 2019 13:45 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Það var margt sem þótti koma á óvart þegar kemur að tilnefningum til Óskarsverðlauna í ár. Myndirnar Black Panther, A Star Is Born og Green Book voru allar tilnefndar sem besta mynd en ekki leikstjórar þeirra. Það þykir gefa til kynna að myndirnar eru ekki að fara að vinna Óskarinn sem besta mynd því það hefur aðeins tvisvar gerst að myndir vinna þegar leikstjórinn er ekki tilnefndur. A Star Is Born landaði átta tilnefningum, bæði Lady Gaga og Bradley Cooper tilnefnd fyrir leik, og Green Book landaði fimm tilnefningum, og bæði Viggo Mortensen og Mahershala Ali, tilnefndir fyrir leik. Driving Miss Daisy, sem eins og Green Book fjallar um óvæntan vinskap fólks af mismunandi kynþætti af ólíkum uppruna um miðbik tuttugustu aldarinnar, og Argo voru báðar valdar bestu myndirnar á Óskarnum án þess að leikstjórarnir væru tilnefndir.Tilnefndu færri myndir Átta myndir voru tilnefndir í flokknum besta myndin. Áður fyrr voru bara fimm myndir tilnefndar á hverju ári en árið 2009 varð breyting á þegar tíu myndir voru tilnefndar. Síðan þá hefur allur gangur verið á því hversu margar myndir eru tilnefndar. Hafa fjölmiðlar ytra bent á að árið 2017 og 2018 voru níu myndir tilnefndar en átta árið 2015 og 2016. Virðist það gefa til kynna að færri myndir eru tilnefndar á slökum árum, en ef það er rétt var árið 2018 ekkert sérstakt kvikmyndaár að mati akademíunnar. Hver hefði orðið níunda myndin inn? Vulture bendir á að kvikmyndirnar First Man og Mary Poppins Returns hefðu hlotið flestar tilnefningar án þess að ná inn. En hvað með þær myndir sem hljóta flestar tilnefningar í ár? Um er að ræða myndirnar The Favourite og Roma, sem báðar hluti tíu tilnefningar hvor.The Favourite The Favourite, eða Uppáhaldið, er búningadrama í leikstjórn Yorgos Lanthimos sem gerist á átjándu öld. Myndin segir frá sambandi frænka sem slást um hylli Önnu Englandsdrottningar sem er býr við bága heilsu og hefur engan áhuga á að stjórna landinu. Myndin er tilnefnd sem besta mynd, leikstjórinn er tilnefndur og þær Olivia Colman, Rachel Weisz og Emma Stone eru allar tilnefndar fyrir leik. Það er ekki beint hægt að segja að þessi mynd hafi slegið einhver aðsóknarmet þó hún hafi verið áberandi á verðlaunahátíðum. Hún fer ekki einu sinni í almennar sýningar á Íslandi en verður sýnd í Háskólabíói í kvöld og á morgun.Roma Roma er eftir Óskarsverðlaunaleikstjórann Alfonso Cuarón en um er að ræða mynd sem streymisveitan Netflix sá um að dreifa. Myndin segir frá ári í lífi millistéttarfjölskyldu í Mexíborg snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Myndin er svarthvít og er hver rammi sagður úthugsaður eins og listaverk. Myndin er tilnefnd sem besta myndin, besta erlenda myndin, leikstjórinn tilnefndur og kvikmyndatakan og báðar leikkonur myndarinnar, Yalitza Aparicio og Marina de Travira tilnefndar. Það er lítið mál að nálgast þessa mynd, bara hlamma sér í sófann og streyma henni beint í sjónvarpið, helst í hárri upplausn þó því þið viljið ekki missa af þessum myndgæðum. Ef þú vilt sjá myndina í kvikmyndahúsi þá er hún sýnd í Bíó paradís.Þurfa að berjast við mótlæti Þessar tvær myndir þykja líklegastar til að hreppa hnossið besta myndin eins og staðan er í dag. Green Book þykir þó líkleg til að koma á óvart en hún hefur verið að hreppa verðlaun á undanförum Óskarsverðlaunahátíðarinnar og næstar á eftir gætu orðið Bohemian Rhapsody og A Star Is Born en allar eiga þessar myndir þrjár sammerkt að vera tónlistarmyndir. Gagnrýnendur hafa margir hverjir hyllt Green Book. Hún var valin besta myndin í flokki söng- og gamanmynda á Golden Globes og fékk Mahershala Ali Golden Globe-verðlaun fyrir leik. Myndin segir frá hinum ítalskt ættaða Tony Vallelonga sem er ráðinn sem bílstjóri á tónleikaferðalagi píanistans Don Shirley um Suðurríkin árið 1962.Hún hefur þó verið gagnrýnd af fjölskyldu Shirley og þá hafa aðrir bent á að persónu Viggo Mortensen sé stillt upp sem hvítum bjargvætti hins svarta Don Shirley. Þá hafa borist fregnir af því að leikstjóri myndarinnar, Peter Farelly, hafi gert sér það að leik að sýna á sér getnaðarliminn á árum áður. Myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna. Bohemian Rhapsody fékk ekki frábæra dóma frá gagnrýnendum, þótti klisjukennd og saga hljómsveitarinnar Queen hvítþvegin á köflum. Sagnfræðin er heldur ekki sú nákvæmasta í myndinni og gæti það unnið gegn henni. En viðbrögð áhorfenda við myndi var mikil, hún hlaut góða aðsókn og Rami Malek þykir sýna stórleik í myndinni, enda tilnefndur til Óskarsins. Myndin var valin besta dramamyndin á Golden Globes og Rami Malek verðlaunaður þar fyrir leik sinn. Myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna.Óvænt ofurhetja í flokki bestu mynda Black Panther er tilnefnd sem besta mynd en það er í fyrsta skiptið sem ofurhetjumynd nær inn í þann flokk. Þegar ákveðið var að fjölga myndum í flokknum Besta myndin árið 2009 var það talið vera ákvörðun tengda því að Batman-myndin náði ekki inn í þann flokk árið 2008. Engin önnur ofurhetjumynd hefur þó komist nálægt því að fá tilnefningu sem besta myndin en margir vonuðust til að Wonder Woman myndi ná því í fyrra. Líkurnar á að myndin verði valin sú besta eru þó ekki taldar miklar. Myndin náði fádæma vinsældum um heim allan og var í öðru sæti yfir aðsóknarmestu myndir heimsins í fyrra. Þá þótti hún vera mikilvægt innleg í baráttu svartra fyrir auknum sýnileika í Hollywood, enda fyrsta svarta ofurhetjumyndin í Marvel-kvikmyndaheiminum (Já, við vitum af Blade). Margir vonuðust til að myndin yrði tilnefnd en það kom engu að síður mörgum á óvart að hún skyldi ná þangað inn.Vice og BlacKkKlansman þykja svo rekja lestina í þessum hópi. Hvað sem svo verður kemur að sjálfsögðu í ljós þegar verðlaunin verða afhent 24. febrúar næstkomandi.Þau voru hunsuð:Móðir James Bulger: Stuttmyndin Detainment er tilnefnd til Óskarsverðlauna en um er að ræða leikna mynd byggða á yfirheyrslum lögreglu yfir tveimur tíu ára gömlum drengjum sem myrtu hinn tveggja ára gamla James Bulger árið 1993. Denise Fergus, móðir James Bulger, sagði á Twitter að hún ætti erfitt með að lýsa hversu ömurlegt það væri fyrir hana að myndin hafi verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Myndin er eftir írska leikstjórann Vincent Lambe sem hafði áður beðið Fergus afsökunar fyrir að hafa ekki látið hana vita um gerð myndarinnar og að hún ætti eftir að koma henni úr jafnvægi. 90 þúsund manns lögðu nafn sitt við áskorun til Óskarsakademíunnar um að dæma myndina úr leik áður en tilnefningarnar yrðu tilkynntar.Bradley Cooper: A Star Is Born var tilnefnd sem besta mynd, fyrir besta lagið og Lady Gaga og Bradley Cooper voru bæði tilnefnd fyrir leik. Leikstjórinn sjálfur, Bradley Cooper, var hins vegar ekki tilnefndur.Timothee Chalamet: Margir töldu að þessi leikari yrðu tilnefndur fyrir leik sinn í Beautiful Boy. Svo fór ekki.Julia Roberts: Hún þótti sýna fínan leik í Ben Is Back en það nægði þó ekki til að heilla Óskarsakademíuna.Ryan Coogler: Mynd hans Black Panther hlaut fjölda tilnefninga og var meðal annars tilnefnd sem besta myndin. Coogler sjálfur er þó ekki tilnefndur fyrir leikstjórn.Won’t You Be My Neighbor: Þessi heimildarmynd var ekki tilnefnd. Kvikmyndagerðarmaðurinn Morgan Neville kannaði líf og arfleið Fred Rogers sem stjórnaði barnaþættinum Mister Roger´s Neighborhood.Barry Jenkins: Margi bjuggust við að Jenkins, sem leikstýrði Óskarsmyndinni Moonlight, yrði tilnefndur fyrir If Beale Street Could Talk. Hann hlaut hins vegar aðeins tilnefningu fyrir handrit að myndinni sem er byggt á áður útgefnu efni.Ethan Hawke: Margir bjuggust við að hann myndi hljóta tilnefningu fyrir leik sinn í First Reformed. Annað kom á daginn.Breska leikkona Emily Blunt þótti sýna stórleik í tvígang árið 2018.A Quiet Place: Þessi hrollvekja sló rækilega í gegn fyrir frumlega nálgun á þessa tegund mynda. Þetta var fyrsta mynd John Krasinski í leikstjórastólnum þar sem þögn ríkti löngum stundum. Svo virðist myndin hafi fengið þöglu meðferðina hjá akademíunni.Emily Blunt: Þessi breska leikkona þótti eiga magnað ár. Sýndi frábæran leik bæði í hrollvekjunni A Quiet Place og í ævintýramyndinni Mary Poppins Returrns.Brian Tyree Henry: Hann hefur farið mikinn í kvikmyndum og leikhúsi en náði ekki að heilla akademíuna í If Beale Street Could Talk.Kvenleikstjórar: Ekki ein kona er á lista yfir þá sem eru tilnefndir fyrir bestu leikstjórn. Einhverjum þóttu Mimi Leder, Karyn Kusama og Chloe Zhao eiga þar möguleika.Peter Farelly: Kvikmynd hans: Green Book, var tilnefnd sem besta mynd en Farelly sjálfur fékk ekki tilnefningu sem leikstjóri.Hereditary: Mörgum þótti þessi hryllingsmynd frábær, svo frábær að hún ætti skilið tilnefningu til Óskarsverðlauna. Þá þótti Toni Collette sýna stórkostlegan leik í myndinni en áður hafði hún verið tilnefnd fyrir leik sinn í myndinni Sixth Sense.
Óskarinn Tengdar fréttir Black Panther, Bohemian Rhapsody og A Star Is Born tilnefndar til Óskarsverðlauna Tilnefningarnar voru kynntar í dag. 22. janúar 2019 13:45 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Black Panther, Bohemian Rhapsody og A Star Is Born tilnefndar til Óskarsverðlauna Tilnefningarnar voru kynntar í dag. 22. janúar 2019 13:45