Íslendingafans á Eurosonic-hátíðinni Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. janúar 2019 09:00 Hatari hefur vakið athygli fyrir villta sviðsframkomu hér heima og erlendis. Á Eurosonic-tónlistarráðstefnunni og tónlistarhátíðinni sem haldin verður í Groningen í Hollandi í næstu viku verður varla hægt að stíga niður fæti án þess að lenda á íslenskum listamönnum, en þarna verða hvorki meira né minna en sjö íslensk nöfn á dagskrá og flest öll frekar fersk og nýkomin á sjónarsviðið. Þetta eru Reykjavíkurdætur, Bríet, Hugar, Uné Misère, Hildur, Kælan mikla og Hatari. Eins og komið hefur fram áður hér í Fréttablaðinu munu Reykjavíkurdætur þarna taka við MMETA-verðlaununum þann 16. janúar, en þau verðlaun hefur Ásgeir Trausti einn Íslendinga unnið áður. „Það er svo mikið af skemmtilegri nýliðun í tónlistinni hérna að við erum að fá sjö bönd inn, en það er frekar mikið og sérstaklega miðað við hvað þetta er smátt land,“ segir Sigtryggur Baldursson, aðalsprautan hjá ÚTÓN sem hefur verið bak við tjöldin að bauka í þessari góðu útkomu fyrir íslenska tónlist. „Reykjavíkurdætur taka þarna við frekar stórum verðlaunum og það var að detta inn mjög góður dómur um plötuna þeirra, en hún fær fjórar stjörnur. Það er líka þýskur sjónvarpsþáttur sem mun taka upp þrjú af böndunum, en þetta er þátturinn Rockpalast, sem er gamall og mjög þekktur þar í landi.“ Einnig birtist nú á dögunum umfjöllun í Clash Magazine þar sem þetta þekkta tónlistarrit skrifar gífurlega lofsamlega um hljómsveitina Hatari og segir lesendum sem ætla á að kíkja á Eurosonic að missa ekki af bandinu – þar er þeim líka lýst sem iðnaðarsteampönkurum og cyber-gotum sem spúa frá sér elektrónískum töktum og vélsagarkenndum synthalínum sem þeir æpa yfir um samfélagslegt ósætti. Árið 2015 var Ísland tekið sérstaklega fyrir á Eurosonic og þá fóru 19 verkefni héðan á hátíðina auk þess sem pallborð fór fram um íslenska tónlist og tónlistarbransa. Þetta virðist vera að skila sér. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fleiri fréttir Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Á Eurosonic-tónlistarráðstefnunni og tónlistarhátíðinni sem haldin verður í Groningen í Hollandi í næstu viku verður varla hægt að stíga niður fæti án þess að lenda á íslenskum listamönnum, en þarna verða hvorki meira né minna en sjö íslensk nöfn á dagskrá og flest öll frekar fersk og nýkomin á sjónarsviðið. Þetta eru Reykjavíkurdætur, Bríet, Hugar, Uné Misère, Hildur, Kælan mikla og Hatari. Eins og komið hefur fram áður hér í Fréttablaðinu munu Reykjavíkurdætur þarna taka við MMETA-verðlaununum þann 16. janúar, en þau verðlaun hefur Ásgeir Trausti einn Íslendinga unnið áður. „Það er svo mikið af skemmtilegri nýliðun í tónlistinni hérna að við erum að fá sjö bönd inn, en það er frekar mikið og sérstaklega miðað við hvað þetta er smátt land,“ segir Sigtryggur Baldursson, aðalsprautan hjá ÚTÓN sem hefur verið bak við tjöldin að bauka í þessari góðu útkomu fyrir íslenska tónlist. „Reykjavíkurdætur taka þarna við frekar stórum verðlaunum og það var að detta inn mjög góður dómur um plötuna þeirra, en hún fær fjórar stjörnur. Það er líka þýskur sjónvarpsþáttur sem mun taka upp þrjú af böndunum, en þetta er þátturinn Rockpalast, sem er gamall og mjög þekktur þar í landi.“ Einnig birtist nú á dögunum umfjöllun í Clash Magazine þar sem þetta þekkta tónlistarrit skrifar gífurlega lofsamlega um hljómsveitina Hatari og segir lesendum sem ætla á að kíkja á Eurosonic að missa ekki af bandinu – þar er þeim líka lýst sem iðnaðarsteampönkurum og cyber-gotum sem spúa frá sér elektrónískum töktum og vélsagarkenndum synthalínum sem þeir æpa yfir um samfélagslegt ósætti. Árið 2015 var Ísland tekið sérstaklega fyrir á Eurosonic og þá fóru 19 verkefni héðan á hátíðina auk þess sem pallborð fór fram um íslenska tónlist og tónlistarbransa. Þetta virðist vera að skila sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Fleiri fréttir Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira